„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar 16. júlí 2025 15:00 23. maí síðastliðinn birtist á Rúv frétt með fyrirsögninni: „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja.“ Í fréttinni er haft eftir utanríkisráðherra að Ísland ætli að taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael með fleiri ríkjum – verði ákveðið að beita þeim. Hún og forsætisráðherra hafi rætt alla möguleika til að bregðast við. „Já, við munum að sjálfsögðu skoða það að vera með öðrum ríkjum í samfloti. Við erum í dag með ESB, við tökum undir þvinganir sem ESB setur á til að mynda vegna landtökubyggðanna. Þetta eru að sjálfsögðu hlutir sem við munum ekki skoða, við munum taka þátt í þeim aðgerðum sem þurfa til þess að breyta ástandinu eins og það er núna.“ 10. júní birtist á Rúv frétt undir fyrirsögninni: „Fimm ríki setja viðskiptaþvinganir á háttsetta ísraelska ráðherra.“ Þessi ríki voru Bretland, Ástralía, Kanada, Nýja-Sjáland og Noregur. Minnugur orða utanríkisráðherra tæpum þrem vikum fyrr hugsaði ég sem svo að nú hlyti Ísland að bætast í hópinn. Enn hef ég þó ekki frétt af því. Þegar þetta er skrifað er að ljúka ráðstefnu í Bógota í Kólumbíu um sameiginlegar aðgerðir gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins á Gasa. 32 ríki taka þátt í þessari ráðstefnu, þar á meðal fimm Evrópuríki, Írland, Portúgal, Spánn, Slóvenía og Noregur. Hér hefði Ísland mátt vera með og spurning hvort við eigum kost á að slást í hópinn eftir á. Utanríkisráðherra nefndi ESB sérstaklega í viðtalinu við Rúv í maí: „Við erum í dag með ESB, við tökum undir þvinganir sem ESB setur á til að mynda vegna landtökubyggðanna.“ Nú er það svo að ESB hefur látið ákaflega lítið til sín taka vegna þjóðarmorðins á Gasa. En rétt í þann mund sem ráðstefnunni lýkur í Bógota mun forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, mæta hingað til fundar með forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins verður staða alþjóðamála, öryggis- og varnarmál, viðskiptamál, almannavarnir og loftslagsmál í brennidepli. Ég vænti þess að ástandið á Gasa verði þar eitthvað til umræðu og íslensku ráðherrarnir noti tækifærið til að spyrja um hvort ESB hafi í hyggju að hefja einhverjar þvingunaraðgerðir gegn Ísrael og upplýsi þá að Íslandi mundi styðja þær og taka þátt í þeim. Höfundur er ljóðskáld og fyrrverandi bókavörur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Sjá meira
23. maí síðastliðinn birtist á Rúv frétt með fyrirsögninni: „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja.“ Í fréttinni er haft eftir utanríkisráðherra að Ísland ætli að taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael með fleiri ríkjum – verði ákveðið að beita þeim. Hún og forsætisráðherra hafi rætt alla möguleika til að bregðast við. „Já, við munum að sjálfsögðu skoða það að vera með öðrum ríkjum í samfloti. Við erum í dag með ESB, við tökum undir þvinganir sem ESB setur á til að mynda vegna landtökubyggðanna. Þetta eru að sjálfsögðu hlutir sem við munum ekki skoða, við munum taka þátt í þeim aðgerðum sem þurfa til þess að breyta ástandinu eins og það er núna.“ 10. júní birtist á Rúv frétt undir fyrirsögninni: „Fimm ríki setja viðskiptaþvinganir á háttsetta ísraelska ráðherra.“ Þessi ríki voru Bretland, Ástralía, Kanada, Nýja-Sjáland og Noregur. Minnugur orða utanríkisráðherra tæpum þrem vikum fyrr hugsaði ég sem svo að nú hlyti Ísland að bætast í hópinn. Enn hef ég þó ekki frétt af því. Þegar þetta er skrifað er að ljúka ráðstefnu í Bógota í Kólumbíu um sameiginlegar aðgerðir gegn Ísrael vegna þjóðarmorðsins á Gasa. 32 ríki taka þátt í þessari ráðstefnu, þar á meðal fimm Evrópuríki, Írland, Portúgal, Spánn, Slóvenía og Noregur. Hér hefði Ísland mátt vera með og spurning hvort við eigum kost á að slást í hópinn eftir á. Utanríkisráðherra nefndi ESB sérstaklega í viðtalinu við Rúv í maí: „Við erum í dag með ESB, við tökum undir þvinganir sem ESB setur á til að mynda vegna landtökubyggðanna.“ Nú er það svo að ESB hefur látið ákaflega lítið til sín taka vegna þjóðarmorðins á Gasa. En rétt í þann mund sem ráðstefnunni lýkur í Bógota mun forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, mæta hingað til fundar með forsætisráðherra og utanríkisráðherra. Samkvæmt tilkynningu stjórnarráðsins verður staða alþjóðamála, öryggis- og varnarmál, viðskiptamál, almannavarnir og loftslagsmál í brennidepli. Ég vænti þess að ástandið á Gasa verði þar eitthvað til umræðu og íslensku ráðherrarnir noti tækifærið til að spyrja um hvort ESB hafi í hyggju að hefja einhverjar þvingunaraðgerðir gegn Ísrael og upplýsi þá að Íslandi mundi styðja þær og taka þátt í þeim. Höfundur er ljóðskáld og fyrrverandi bókavörur.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar