Lífið

Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálma­sonar

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Saga Garðarsdóttir og Sverrir Guðnason fara með aðalhlutverk í myndinni.
Saga Garðarsdóttir og Sverrir Guðnason fara með aðalhlutverk í myndinni.

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar verður frumsýnd á Íslandi 14. ágúst næstkomandi. Um er að ræða ljúfsára skilnaðarmynd, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, sem fylgir eftir fjölskyldu yfir fjórar árstíðir.

Myndin heitir Ástin sem eftir er og fylgir fjölskyldu þar sem foreldrarnir stíga sín fyrstu skref í átt að skilnaði; fylgst er með hversdagslífi fjölskyldunnar yfir fjórar árstíðir. Áhorfendur fylgjast með fjölskyldunni ganga í gegnum óvænt, fyndin og hjartnæm augnablik sem endurspegla breytt sambönd innan hennar.

Hér fyrir neðan má sjá senu úr myndinni þar sem persónur Sögu og Sverris ræða saman síðla kvölds:

Ástin sem eftir er var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi í maí. Var það í þriðja sinn sem verk eftir Hlyn var valið til sýninga á hátíðinni, áður höfðu Volaða land og Hvítur, hvítur dagur verið sýndar á hátíðinni. 

Aftur á móti er Ástin sem eftirer fyrsta íslenska kvikmyndin sem hefur verið valin í Premiere-flokk Cannes-hátíðarinnar. 

Saga Garðarsdóttir vakti mikla athygli á rauða dreglinum á Cannes-hátíðinni í maí og ræddi Vísir við hana um dvölina í Cannes, gullhamra Bill Murray og reynsluna af því að leika í myndinni.

Auk Sögu og Sverris fara Ingvar E. Sigurðsson, Ída Mekkin Hlynsdóttir og tvíburabræðurnir Þorgils og Grímur Hlynssynir með hlutverk í myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.