Fótbolti

Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oliver Stefánsson fagnar marki með Skagamönnum í sumar.
Oliver Stefánsson fagnar marki með Skagamönnum í sumar. Vísir/Pawel

ÍA hefur selt Oliver Stefánsson til pólska liðsins GKS Tychy sem leikur í næst efstu deild í Póllandi.

Oliver er uppalinn Skagamaður og snéri aftur heim á Akranes fyrir síðasta tímabil frá Breiðabliki. Síðasti leikur Olivers í bili fyrir ÍA var 1-0 sigur á KR um síðustu helgi og endaði hann því tíma sinn í Skagaliðinu á eftirminnilegan hátt.

Oliver er enn bara 22 ára gamall og hefur spilað með miðvörður með Skagamönnum en getur einnig skilað bakvarðarstöðunni og spilað sem afturliggjandi miðjumaður.

Þetta verður önnur tilraun hans við atvinnumennsku en fór fyrst kornungur út til Norrköping í Svíþjóð en erfið meiðsli einkenndu tíma hans þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×