Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. júlí 2025 20:04 Bryndís Rut Logadóttir, Þjónustustjóri Hrafnistu á Sléttuvegi (t.v.) og Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, vegglistakona og sjálflærður málari með verkið á bak við sig. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík eru sérstaklega kátir þessa dagana því til að lífga upp á tilveru fólksins var ákveðið að breyta gráum ljótum vegg fyrir utan heimilið í glæsilegt útilistaverk með íslenskri náttúru, fjöllum, sjó, verbúð, kúm og sjómanni á árabáti. 99 hjúkrunarrými eru á Sléttunni á Sléttuvegi í Fossvoginum og svo er heilmikið af þjónustuíbúðum þar í nágrenninu fyrir eldri borgara. Heiðurinn af nýja útilistaverkinu á vegg, sem var grár og ljótur á vegglistakonan Karen Ýr, sem er á síðustu metrunum við að klára verkið. „Hér erum við bara að bæta útsýni íbúanna og gefa þeim eitthvað fallegt að horfa á. Þessi fyrsta hæð hefur bara verið með gráan vegg, sem útsýni og okkur fannst það ekki alveg nógu skemmtilegt,” segir Bryndís Rut Logadóttir, Þjónustustjóri Hrafnistu á Sléttuvegi. Hvert er þemað á veggnum? „Það er náttúrulega svolítið í anda Sjómannadagsráðs þannig að við vildum hafa eitthvað sem tengdist sjómennskunni,” segir Bryndís og bætir við. „Þau eru svo ánægð með herbergin sín núna þau, sem búa hérna. Þeim finnst þau vera með besta útsýnið í bænum.” Mikil ánægja er með útilistaverkið á veggnum en það er langt komið í vinnslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Listakonan, Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, segir verkefnið á Hrafnistu einstaklega skemmtilegt. „Já alveg gríðarlega. Það er náttúrulega alltaf þegar maður fær að mála fallega íslenska landslagið, það náttúrulega alltaf mjög skemmtilegt. Sérstaklega þegar maður er að mála fyrir elliheimili og bara fólk, sem á heima hérna og maður sér, að þau séu að njóta þess að fá einhverja liti. Það er alltaf bara mjög skemmtilegt og gefandi að sjá brosin hjá fólkinu, sem gengur fram hjá og svona,” segir Karen Ýr. Og íbúar hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi eru mjög ánægðir með listaverkið. „Þetta er lifandi og skemmtilegt fyrir augað og umgang. Mér finnst það alveg einstakt. Ég er alsæl með verkið”, segir Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi. Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins er alsæl með nýja útilistaverkið við gluggann sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sléttan heitir hjúkrunarheimili Hrafnistu í Fossvogi í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karen Ýr upplýsingar og myndir af verkum hennar Reykjavík Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira
99 hjúkrunarrými eru á Sléttunni á Sléttuvegi í Fossvoginum og svo er heilmikið af þjónustuíbúðum þar í nágrenninu fyrir eldri borgara. Heiðurinn af nýja útilistaverkinu á vegg, sem var grár og ljótur á vegglistakonan Karen Ýr, sem er á síðustu metrunum við að klára verkið. „Hér erum við bara að bæta útsýni íbúanna og gefa þeim eitthvað fallegt að horfa á. Þessi fyrsta hæð hefur bara verið með gráan vegg, sem útsýni og okkur fannst það ekki alveg nógu skemmtilegt,” segir Bryndís Rut Logadóttir, Þjónustustjóri Hrafnistu á Sléttuvegi. Hvert er þemað á veggnum? „Það er náttúrulega svolítið í anda Sjómannadagsráðs þannig að við vildum hafa eitthvað sem tengdist sjómennskunni,” segir Bryndís og bætir við. „Þau eru svo ánægð með herbergin sín núna þau, sem búa hérna. Þeim finnst þau vera með besta útsýnið í bænum.” Mikil ánægja er með útilistaverkið á veggnum en það er langt komið í vinnslu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Listakonan, Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, segir verkefnið á Hrafnistu einstaklega skemmtilegt. „Já alveg gríðarlega. Það er náttúrulega alltaf þegar maður fær að mála fallega íslenska landslagið, það náttúrulega alltaf mjög skemmtilegt. Sérstaklega þegar maður er að mála fyrir elliheimili og bara fólk, sem á heima hérna og maður sér, að þau séu að njóta þess að fá einhverja liti. Það er alltaf bara mjög skemmtilegt og gefandi að sjá brosin hjá fólkinu, sem gengur fram hjá og svona,” segir Karen Ýr. Og íbúar hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi eru mjög ánægðir með listaverkið. „Þetta er lifandi og skemmtilegt fyrir augað og umgang. Mér finnst það alveg einstakt. Ég er alsæl með verkið”, segir Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins á Sléttuvegi. Fanney Erna Magnúsdóttir, 95 ára íbúi hjúkrunarheimilisins er alsæl með nýja útilistaverkið við gluggann sinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sléttan heitir hjúkrunarheimili Hrafnistu í Fossvogi í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Karen Ýr upplýsingar og myndir af verkum hennar
Reykjavík Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Styttur og útilistaverk Myndlist Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira