Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar 18. júlí 2025 20:31 Kæra fullorðna fólk, síðustu fimm vikurnar höfum við í Jafningjafræðslu Hins Hússins frætt um 1300 ungmenni, þar af lang flest í vinnuskólum Reykjavíkur. Við eyðum deginum með þeim og fræðum þau um ýmis málefni, sem liggja þeim ofarlega á hjarta, á jafningjagrundvelli. Við dæmum þau ekki, heldur hlustum við og þannig náum við þeim úr skelinni og byggjum upp ómetanlegt traust sem getur aðeins myndast milli jafnaldra. Við höfum átt þann heiður að læra ýmislegt af þeim en við höfum líka tekið eftir ákveðnu mynstri sem við getum ekki hunsað. Ungmennin okkar lifa í netheimi sem er stöðugt að reyna að selja þeim eitthvað, t.d. hugmyndafræði sem byggir á fordómum, fjárhættuspil, klám og óraunhæfar væntingar bæði til sín og annara. Þetta er svo sem ekkert nýtt en það hefur aldrei verið jafn létt að lifa tvöföldu lífi og fela skaðandi ávana. Ungu strákarnir okkar eiga undir högg að sækja hvað varðar spilafíkn hér á landi. Spilafíknin var að okkar mati mest sláandi. Þessar veðmálasíður eru markaðssettar að kornungum strákum, í gegnum t.d. tölvuleiki, samfélagsmiðla og íþróttaefni. Þessir leikir nýta sér ýmsar þekktar aðferðir til að fanga athyglina og hefja fíkn. Þessi ungmenni eru mörg að taka þátt í þessum fjárhættuspilum án þess að foreldrar þeirra viti af því eða jafnvel að nota peningana þeirra í leyfisleysi. Við tókum einnig eftir því að klám er eitthvað sem ungmenni eiga í basli með, þá sérstaklega ungir strákar. Klámfíkn getur haft gífurlega miklar félagslegar afleiðingar og er hún líklega sú fíkn sem er auðveldast að fela. Hún er lúmsk og sá sem hana hefur áttar sig oft ekki á skaðlegu áhrifunum. Ungmenni fara að hafa óraunhæfar kröfur til hvors annars, bera minni virðingu fyrir mörkum og eru líklegri til að beita kynferðislegu ofbeldi. Það hefur verið mikil umfjöllun um bakslag í baráttu kvenna, hinsegin fólks og fólks af erlendum uppruna. Við getum staðfest að þetta bakslag hefur einnig átt sér stað meðal ungmenna. Þessir fordómar byggja nær alltaf á falsfréttum, einkum á TikTok. Ungmennin eru að lenda í bergmálshelli eigin skoðana á samfélagsmiðlum þar sem þau sjá aðeins efni sem ýtir undir og stigmagnar fordóma þeirra. Þau sjá aðeins efni frá fólki sem hefur sömu skoðanir og þau og sjá þess vegna aðeins eina hlið á mörgum málum. Þetta á þó ekki bara við um ungmennin okkar heldur alla. Jafningjafræðsla Hins Hússins 2025. Rauði þráðurinn í þessu öllu saman er einmannaleikinn. Börn eru farin að leika töluvert minna saman og kjósa frekar að eyða tímanum sínum í netheiminum. Sumir eiga hundruði vina í símanum en hafa misst öll tengsl við fólkið í raunheiminum og hafa þar af leiðandi engan til að tala við og draga sig því í hlé. Úr einmanaleikanum vex nær allt það neikvæða í samfélaginu okkar. Hann kemur ungmennum í viðkvæma stöðu gagnvart skaðlegu efni á netinu og í raunheiminum og dregur niður sjálfstraust þeirra. Þó þetta kunni að hljóma hræðilega, viljum við fullvissa ykkur um eitt, ungmennin okkar eru mögnuð. Þau eru klár, opin og stórskemmtileg, og þau eru framtíðin okkar allra. Þessi kynslóð er sú fyrsta sem elst upp við gjörbreytta heimsmynd og það kallar á nýjar leiðir og lausnir. Með þessum breytingum fylgja áskoranir, en líka ný tækifæri. Við í Jafningjafræðslunni erum handviss um að þessi kynslóð, okkar kynslóð, muni verða okkur öllum til sóma. Hún hefur styrkinn og hugrekkið til að rjúfa gamlar, skaðlegar hefðir og skapa betri heim. Nú er komið að ykkur, kæru foreldrar og forráðamenn að taka við keflinu. Takið samtalið, spyrjið hvernig börnunum ykkar líður og ekki bara hvernig var í skólanum. Ræðið við börnin ykkar um fjárhættuspil, klám, fordóma og allar þær hættur sem bíða þeirra. Ekki forðast þessi samtöl bara af því að þau eru erfið eða óþægileg. Nú er komið að ykkur að grípa boltann! Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar fyrir hönd Jafningjafræðslu í Hins Hússins.. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Klám Fjárhættuspil Samfélagsmiðlar Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kæra fullorðna fólk, síðustu fimm vikurnar höfum við í Jafningjafræðslu Hins Hússins frætt um 1300 ungmenni, þar af lang flest í vinnuskólum Reykjavíkur. Við eyðum deginum með þeim og fræðum þau um ýmis málefni, sem liggja þeim ofarlega á hjarta, á jafningjagrundvelli. Við dæmum þau ekki, heldur hlustum við og þannig náum við þeim úr skelinni og byggjum upp ómetanlegt traust sem getur aðeins myndast milli jafnaldra. Við höfum átt þann heiður að læra ýmislegt af þeim en við höfum líka tekið eftir ákveðnu mynstri sem við getum ekki hunsað. Ungmennin okkar lifa í netheimi sem er stöðugt að reyna að selja þeim eitthvað, t.d. hugmyndafræði sem byggir á fordómum, fjárhættuspil, klám og óraunhæfar væntingar bæði til sín og annara. Þetta er svo sem ekkert nýtt en það hefur aldrei verið jafn létt að lifa tvöföldu lífi og fela skaðandi ávana. Ungu strákarnir okkar eiga undir högg að sækja hvað varðar spilafíkn hér á landi. Spilafíknin var að okkar mati mest sláandi. Þessar veðmálasíður eru markaðssettar að kornungum strákum, í gegnum t.d. tölvuleiki, samfélagsmiðla og íþróttaefni. Þessir leikir nýta sér ýmsar þekktar aðferðir til að fanga athyglina og hefja fíkn. Þessi ungmenni eru mörg að taka þátt í þessum fjárhættuspilum án þess að foreldrar þeirra viti af því eða jafnvel að nota peningana þeirra í leyfisleysi. Við tókum einnig eftir því að klám er eitthvað sem ungmenni eiga í basli með, þá sérstaklega ungir strákar. Klámfíkn getur haft gífurlega miklar félagslegar afleiðingar og er hún líklega sú fíkn sem er auðveldast að fela. Hún er lúmsk og sá sem hana hefur áttar sig oft ekki á skaðlegu áhrifunum. Ungmenni fara að hafa óraunhæfar kröfur til hvors annars, bera minni virðingu fyrir mörkum og eru líklegri til að beita kynferðislegu ofbeldi. Það hefur verið mikil umfjöllun um bakslag í baráttu kvenna, hinsegin fólks og fólks af erlendum uppruna. Við getum staðfest að þetta bakslag hefur einnig átt sér stað meðal ungmenna. Þessir fordómar byggja nær alltaf á falsfréttum, einkum á TikTok. Ungmennin eru að lenda í bergmálshelli eigin skoðana á samfélagsmiðlum þar sem þau sjá aðeins efni sem ýtir undir og stigmagnar fordóma þeirra. Þau sjá aðeins efni frá fólki sem hefur sömu skoðanir og þau og sjá þess vegna aðeins eina hlið á mörgum málum. Þetta á þó ekki bara við um ungmennin okkar heldur alla. Jafningjafræðsla Hins Hússins 2025. Rauði þráðurinn í þessu öllu saman er einmannaleikinn. Börn eru farin að leika töluvert minna saman og kjósa frekar að eyða tímanum sínum í netheiminum. Sumir eiga hundruði vina í símanum en hafa misst öll tengsl við fólkið í raunheiminum og hafa þar af leiðandi engan til að tala við og draga sig því í hlé. Úr einmanaleikanum vex nær allt það neikvæða í samfélaginu okkar. Hann kemur ungmennum í viðkvæma stöðu gagnvart skaðlegu efni á netinu og í raunheiminum og dregur niður sjálfstraust þeirra. Þó þetta kunni að hljóma hræðilega, viljum við fullvissa ykkur um eitt, ungmennin okkar eru mögnuð. Þau eru klár, opin og stórskemmtileg, og þau eru framtíðin okkar allra. Þessi kynslóð er sú fyrsta sem elst upp við gjörbreytta heimsmynd og það kallar á nýjar leiðir og lausnir. Með þessum breytingum fylgja áskoranir, en líka ný tækifæri. Við í Jafningjafræðslunni erum handviss um að þessi kynslóð, okkar kynslóð, muni verða okkur öllum til sóma. Hún hefur styrkinn og hugrekkið til að rjúfa gamlar, skaðlegar hefðir og skapa betri heim. Nú er komið að ykkur, kæru foreldrar og forráðamenn að taka við keflinu. Takið samtalið, spyrjið hvernig börnunum ykkar líður og ekki bara hvernig var í skólanum. Ræðið við börnin ykkar um fjárhættuspil, klám, fordóma og allar þær hættur sem bíða þeirra. Ekki forðast þessi samtöl bara af því að þau eru erfið eða óþægileg. Nú er komið að ykkur að grípa boltann! Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar fyrir hönd Jafningjafræðslu í Hins Hússins..
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun