Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2025 09:03 Alireza Faghani tekur í hendi Donalds Trump en fyrir þetta er hann álitinn verða föðurlandssvikari í Íran. Getty/Robbie Jay Barratt Alireza Faghani dæmdi úrslitaleik HM félagsliða á dögunum en eftirmálar leiksins hafa kallað fram herferð gegn honum í Íran þótt ekkert íranskt félag eða íranskur leikmaður hafi komið við sögu í úrslitaleik Chelsea og Paris Saint Germain. Það voru nefnilega engir dómar í leiknum eða annað sem tengist frammistöðunni hjá dómaranum sem kallaði fram þessi hörðu viðbrögð. Ástæðan er sú að Faghani dómari hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir leikinn. Trump var heiðursgestur á úrslitaleiknum í New York og afhenti leikmönnum og dómurum verðlaun eftir hann. Það var því ómögulegt fyrir Faghani að hitta hann ekki. Hann tók líka í hendi Trump eftir leikinn sem gerði aðeins illt verra. Íranar líta á hann sem svikara enda fáir óvinsælli í Íran en Bandaríkjaforseti eftir árásir bandaríska hersins á landið. Faghani er úthúðað í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og á götum úti. Frétt um afleiðingar þess að Alireza Faghani hitti Donald Trump.NRK Sport Faghani dæmir fyrir Ástralíu en hann er fæddur í Íran. Faghani flúði Íran í september 2019 en hann hefur alþjóðlegur dómari frá 2008. Faghani hefur mátt þola hótanir og það væri ekki skynsamlegt fyrir hann að heimsækja gamla föðurlandið. Sharam Alghasi norsk-íranskur prófessor segir NRK frá því að mikið hafi verið skrifað um Faghani í Íran. Hann segir að stjórnvöld í landinu hafi ákveðið að gera Faghani að föðurlandssvikara og þar sem þau stjórna öllum fjölmiðlum í landinu er umræðan um hann á einn veg. Mikla athygli vekur líka risastór veggmynd sem hefur verið sett upp í Íran þar sem sjá má Faghani með kartöflu um hálsinn í stað verðlaunapeningsins sem hann fékk fyrir að dæma úrslitaleikinn. Umræddur Alghasi segir að það væri ekki að spyrja að leikslokum ef Faghani myndi heimsækja Íran. „Ef hann kæmi til Íran þá væri hann að fórna öllu,“ sagði Alghasi. HM félagsliða í fótbolta 2025 Íran Donald Trump Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Það voru nefnilega engir dómar í leiknum eða annað sem tengist frammistöðunni hjá dómaranum sem kallaði fram þessi hörðu viðbrögð. Ástæðan er sú að Faghani dómari hitti Donald Trump Bandaríkjaforseta eftir leikinn. Trump var heiðursgestur á úrslitaleiknum í New York og afhenti leikmönnum og dómurum verðlaun eftir hann. Það var því ómögulegt fyrir Faghani að hitta hann ekki. Hann tók líka í hendi Trump eftir leikinn sem gerði aðeins illt verra. Íranar líta á hann sem svikara enda fáir óvinsælli í Íran en Bandaríkjaforseti eftir árásir bandaríska hersins á landið. Faghani er úthúðað í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og á götum úti. Frétt um afleiðingar þess að Alireza Faghani hitti Donald Trump.NRK Sport Faghani dæmir fyrir Ástralíu en hann er fæddur í Íran. Faghani flúði Íran í september 2019 en hann hefur alþjóðlegur dómari frá 2008. Faghani hefur mátt þola hótanir og það væri ekki skynsamlegt fyrir hann að heimsækja gamla föðurlandið. Sharam Alghasi norsk-íranskur prófessor segir NRK frá því að mikið hafi verið skrifað um Faghani í Íran. Hann segir að stjórnvöld í landinu hafi ákveðið að gera Faghani að föðurlandssvikara og þar sem þau stjórna öllum fjölmiðlum í landinu er umræðan um hann á einn veg. Mikla athygli vekur líka risastór veggmynd sem hefur verið sett upp í Íran þar sem sjá má Faghani með kartöflu um hálsinn í stað verðlaunapeningsins sem hann fékk fyrir að dæma úrslitaleikinn. Umræddur Alghasi segir að það væri ekki að spyrja að leikslokum ef Faghani myndi heimsækja Íran. „Ef hann kæmi til Íran þá væri hann að fórna öllu,“ sagði Alghasi.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Íran Donald Trump Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira