Lífið

Charli xcx gifti sig

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Athöfnin fór fram í Lundúnum í dag.
Athöfnin fór fram í Lundúnum í dag. Skjáskot

Raftónlistarkonan fræga Charlie xcx giftist ástmanni sínum til þriggja ára í dag. Sá heppni heitir George Daniel og spilar á trommur í rokkhljómsveitinni 1975.

Giftingarathöfnin var lítil í sniðum og fór fram í Lundúnum í dag. Brúðkaupsveislan fór svo fram í veislusal í Hackney og samkvæmt miðlum vestanhafs sóttu aðeins um tuttugu manns veisluna. Raunar var veislan svo íburðarlaus að nýbökuðu hjónin gengu úr kirkjunni og í veislusalinn.

Charlie, sem heitir réttu nafni Charlotte emma Aitchison, var klædd hlýralausum beinhvítum brúðarkjól. George var klæddur svörtum jakkafötum og bar hvíta rós í bringuvasanum en ekkert bindi.

Hjónin hafa verið saman í þrjú ár en til þeirra sást fyrst í mars ársins 2022 þar sem þau spókuðu sig í New York og leiddust. Í nóvember ársins 2023 tilkynnti Charlie um trúlofunina.

Hjónin nýbökuðu hafa ekki orðið við viðtalsbeiðnum slúðurmiðlanna enda eru þau að fagna þessum tímamótum með sínum nánustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.