Brúðkaup

Fréttamynd

Rat­leikur sem endaði með ó­væntu brúð­kaupi

Árni Oddur Þórðarson fyrrverandi forstjóri Marel og Kristrún Auður Viðarsdóttir fjárfestir giftu sig óvænt í Dómkirkjunni í gær. Árni Oddur og Kristrún hafa verið saman í um tvö ár. Hjónin höfðu ekki boðið til brúðkaups heldur var veislan óvænt. Greint var fyrst frá brúðkaupinu á vef mbl.is í gær. 

Lífið
Fréttamynd

„Full­komið frá upp­hafi til enda, svo ekki sé minna sagt“

„Dagurinn líður hjá á ljóshraða og mitt besta ráð er að sleppa takinu, treysta ferlinu og njóta,“ segir hin nýgifta Fanney Ingvarsdóttir. Hún giftist ástinni sinni Teiti Páli Reynissyni í Gamla Bíói í ágúst og var dagurinn draumi líkastur. Blaðamaður ræddi við Fanneyju um stóra daginn og brúðkaupsferðina sem sprengdi skalann á rómantíkinni.

Lífið
Fréttamynd

„Besti mánu­dagur í manna minnum“

Fyrr­ver­andi knatt­spyrnumaður­inn Emil Páls­son og Sunna Rún Heiðars­dótt­ir læknir eru orðin hjón. Parið lét gefa sig saman í gær og fögnuðu tímamótunum með lítilli veislu í heimahúsi.

Lífið
Fréttamynd

Ólafía Þórunn og Thomas orðin hjón

Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Thomasi Bojanowski gengu í hjónaband við fallega athöfn í Fríkirkjunni í Hafnarfirði 17 ágúst síðastliðinn.

Lífið
Fréttamynd

Ekki lengur kærustu­par, núna orðin hjón

Um helgina fór eitt fallegasta brúðkaup sumarsins fram þegar Björgvin Axel og Sandra Lind giftu sig. Þau eru bæði með Downs og búa bæði í íbúðakjarnanum Stuðlaskarði í Hafnarfirði. 

Innlent
Fréttamynd

Tára­flóð eftir ó­vænt at­riði brúð­gumans

Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, og Rannver Sigurjónsson kírópraktor, giftu sig við hátíðlega athöfn í Hallgrímskirkju 17. ágúst síðastliðinn. Nýbökuðu hjónin svífa um á bleiku skýi og njóta nú hveitibrauðsdaganna á fimm stjörnu hóteli á grísku eyjunni Krít. Lífið á Vísi ræddi við hjúin um ástina og stóra daginn.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Gleðigangan, ástin og Pamela Ander­son

Liðin vika var með eindæmum hátíðleg. Gleðigangan bar þar hæst og fyllti samfélagsmiðla af ást, glimmeri og fjölbreytileika um helgina. Þá voru sólríkar myndir af erlendum slóðum áberandi á samfélagsmiðlum og sóttu Íslendingar meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn.

Lífið
Fréttamynd

„Þannig að við erum ekki gift“

Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play og Snorri Másson fjölmiðlamaður eru ekki gift líkt og þau héldu. Ástæðan er sú að Þjóðskrá og Sýslumaður samþykkja ekki annað en að fá í hendurnar frumrit af fæðingarvottorði Nadine sem staðsett er í Katar.

Lífið
Fréttamynd

„Hugsuðum hver and­skotinn væri í gangi“

Eftir langan undirbúning og mikla eftirvæntingu var senn komið að því. Ladislav Carda og Lucie Surovcova komu til landsins frá Tékklandi á föstudag og ætluðu að gifta sig í Reynisfjöru tveimur dögum síðar.

Lífið
Fréttamynd

„Það var eigin­lega ég sem bað hann um að giftast mér, held ég“

Rithöfundurinn, þúsundþjalasmiðurinn og athafnakonan Silja Björk og Ísak Vilhjálmsson, deildarstjóri hjá Klettabæ, fögnuðu ástinni með pomp og prakt þegar þau gengu í hjónaband síðastliðna helgi. Brúðkaupið fór fram í sveitasælu og segjast þau enn vera að ná sér niður eftir hinn fullkomna dag. Lífið á Vísi ræddi við hjúin um ástina og stóra daginn.

Lífið
Fréttamynd

Arna Ýr uppljóstrar um kostnað brúð­kaupsins

Brúðkaup Örnu Ýrar Jónsdóttur, fegurðardrottningar og hjúkrunarfræðinema, og eiginmanns hennar Vignis Þór Bollasonar kírópraktors, kostaði rúmar átta milljónir. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjasta hlaðvarpsþætti Stöllur í öllu sem er í umsjón Örnu Ýrar og Chrissie Thelmu.

Lífið
Fréttamynd

Þakk­látir að búa í landi þar sem þeir geta gifst ástinni sinni

„Í hjörtum okkar ríkir þakklæti fyrir það að búa í landi þar sem við tveir getum gifst manneskjunni sem við elskum,“ segja hinir nýgiftu Bjarni Snæbjörnsson og Bjarmi Fannar. Þeir gengu í hjónaband í Ráðhúsi Reykjavíkur 21. júní síðastliðinn við litla og einlæga athöfn.

Lífið
Fréttamynd

Andrés og Margrét gengin í það heilaga

Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra á Morgunblaðinu, og Margrét Júlíana Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Moombix og söngkona, giftu sig við hátíðlega athöfn í Dómkirkunni í dag.

Lífið
Fréttamynd

„Ástin var svo sannar­lega í loftinu þetta kvöld“

Nýgiftu hjónin Mariane Sól Úlfarsdóttir Hame og Kristján Eldur Aronsson eru búin að vera saman síðan þau voru unglingar. Þau áttu drauma brúðkaupsdag í Reykjavík og njóta nú saman í ævintýralegri brúðkaupsferð. Mariane ræddi við blaðamann um brúðkaupið.

Lífið
Fréttamynd

Rúrik í brúð­kaupi Karius

Rúrik Gíslason, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, var gestur í brúðkaupi fyrrverandi markvarðar Liverpool um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Skoski hópdansinn endaði ó­vænt sem al­gjör há­punktur

„Það er svo lýsandi fyrir lífið í rauninni, það fer ekki endilega alltaf eins og maður heldur að það fari, en oftast rætist samt úr hlutunum og maður myndi ekki vilja hafa þá neitt öðruvísi,“ segja nýgiftu hjónin Anna Jia og Michael Wilkes, sem héldu draumabrúðkaup í Skotlandi í síðustu viku.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnubrúðkaup á Siglu­firði: „Partý sem fór hálf­partinn úr böndunum“

Snorri Másson fjölmiðlamaður og Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play giftu sig við hátíðlega athöfn á Siglufirði liðna helgi þar sem þjóðlegt þema einkenndi herlegheitin í ljósi áttatíu ára lýðveldisafmælisins. Um hundrað og fimmtíu gestir mættu í gleðskapinn. Lúðrasveit, skrúðganga og íslenski fáninn settu sterkan svip á daginn.

Lífið
Fréttamynd

Heitustu trendin fyrir sumarið 2024

Sundlaugar landsins fyllast, umferðin minnkar og þegar að sólin lætur sjá sig færist bros yfir landsmenn. Sumarið er komið í allri sinni dýrð hérlendis óháð fjölbreyttu veðurfari og mismiklu sumarfríi. Þessi árstíð einkennist gjarnan af tilhlökkun og gleði en samhliða því þróast hin ýmsu sumartrend. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um heitustu trendin í sumar, hvort sem það er í fjallgöngum, grillmat, hárgreiðslu eða öðru.

Lífið
Fréttamynd

Hlutu „Óskarinn“ í brúðkaupsskipulagningu

„Þetta sýnir okkur að það sé tekið eftir þeirri vinnu sem við höfum lagt í að koma Íslandi á kortið sem ákjósanlegum áfangastað fyrir brúðkaup og viðburði“, segja forsvarsmenn ferðaskrifstofunnar Pink Iceland, sem hlaut í apríl verðlaun sem uppáhalds skipuleggjandi áfangastaðabrúðkaupa í Evrópu og Asíu. Skrifstofan er talin brautryðjandi í skipulagningu brúðkaupa fyrir erlenda gesti sem vilja gifta sig á Íslandi.

Lífið
Fréttamynd

Ó­trú­legt sveitabrúðkaup í Hval­firðinum

Ofurhlaupaparið Sig­ur­jón Ern­ir Sturlu­son og Simona Va­reikaité gengu í hnapphelduna við fallega athöfn í Innri-Hólms­kirkju í Hval­fjarðarsveit 6. apríl síðastliðinn, á tíu ára sambandsafmæli þeirra. Líf og fjör var í athöfninni og dilluðu hjónin sér út kirkjugólfið við mikil fagnaðarlæti gesta.

Lífið