Sport

Fengu gull­verð­laun sín loksins af­hent 28 árum of seint

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þessir voru búnir að bíða lengi eftir að fá þessi gullverðlaun um hálsinn.
Þessir voru búnir að bíða lengi eftir að fá þessi gullverðlaun um hálsinn. @britishathletics

Óvenjuleg verðlaunaafhending fór fram í gær á Demantamóti í frjálsum íþróttum í London. Upp á verðlaunapallinn stigu menn sem eru allir hættir fyrir löngu að keppa.

Breska boðhlaupssveitin frá HM í Aþenu árið 1997 fékk í gær loksins afhent gullverðlaunin sín.

Þeir unnu silfurverðlaun á sínum tíma en sveit Bandaríkjanna missti gullverðlaunin þegar Antonio Pettigrew viðurkenndi að hafa notað ólögleg lyf.

Við tóku löng málaferli, frekar rannsókn, áfrýjanir og svo endurúthlutun. Í gær var loksins komið að því að Bretarnir fengu að stíga upp á verðlaunapallinn, 28 árum of seint.

Roger Black, Iwan Thomas, Jamie Baulch, Mark Richardson og Mark Hylton fengu allir afhent gullið en Hylton hljóp í undanriðlinum en ekki í úrslitahlaupinu.

Seb Coe, forseti Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, afhenti löndum sínum verðlaunin.

Auðvitað misstu þeir af því að upplifa þessa stund árið 1997 en það voru samt sextíu þúsund manns sem fögnuðu þeim í gær sem er vissulega einhver sárabót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×