Fótbolti

Búinn í læknis­skoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bryan Mbeumo er við það að ganga í raðir Manchester United.
Bryan Mbeumo er við það að ganga í raðir Manchester United. Lee Parker - CameraSport via Getty Images

Bryan Mbeumo er svo gott sem orðinn leikmaður Manchester United eftir að framherjinn gekkst undir læknisskoðun í dag.

Sky Sports, ásamt öðrum miðlum, greina frá því að Mbeumo hafi gengist undir læknisskoðun hjá United í dag. Einnig er greint frá því að samningaviðræður hans við félagið séu langt komnar.

Mbeumo kemur til United frá Brentford þar sem hann hefur leikið frá árinu 2019. Á þessum sex árum hjá Brentford hefur hann leikið 222 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 65 mörk.

Samkvæmt heimildum Sky Sports er líklegt að búið verði að ganga frá kaupunum áður en United heldur til Bandaríkjanna þar sem liðið mætir West Ham, Bournemouth og Everton í æfingaleikjum fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni. Liðið flýgur til Bandaríkjanna á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×