Fór upp Eiffelturninn á hjóli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 12:02 Aurelien Fontenoy hjólaði upp Eiffelturninn á mettíma en hann mátti ekki snerta jörðina allan tímann. @toureiffelofficielle Heimsmetin eru margs konar og eitt þeirra var slegið í Eiffelturninum í París á dögunum. Aurelien Fontenoy setti þá nýtt heimsmet í því að vera fljótastur til að komast upp á aðra hæð Eiffelturnsins á trial-fjallahjóli, eða hæsta pallinn sem hægt er að komast upp á með stiga. Fontenoy fór upp 686 tröppur á tólf mínútum og þrjátíu sekúndum. Hann mátti ekki láta fæturna snerta jörðina á meðan hann hjólaði upp Eiffelturninn. Fyrra heimsmetið var frá árinu 2002 þegar Hugues Richard náði því á 19 mínútum og 4 sekúndum. Það eru ekki mörg heimsmet í íþróttum sem standa í meira en 23 ár. Hoppa, hoppa, hoppa mikið! Málið með að hjóla upp 686 tröppur er þó að það er ekki hægt að stíga mikið á pedalana. View this post on Instagram A post shared by El Diario Vasco (@diariovasco) „Fyrir þessa áskorun nota ég bremsuna og þarf bara að þjappa dekkinu saman því ég er ekki með neina fjöðrun eða neitt, þetta er bara stíft hjól,“ segir Fontenoy í viðtali við CNN. „Þannig að við þurfum bara að pumpa með bremsunni og hoppa, hoppa, hoppa mikið!“ Það hefur kostað mikinn undirbúning að komast á þennan stað, sem hófst með óteljandi klukkustundum af æfingum í ræktinni. Krefjandi skipulagning Skipulagning heimsmetstilraunar í kringum eitt frægasta kennileiti Evrópu var mjög krefjandi. „Þetta er áskorun sem ég skipulagði fyrir kannski þremur eða fjórum árum,“ útskýrir hann. „Ég byrjaði fyrir fjórum árum í Tour Trinity og átti að fara í Eiffelturninn á eftir. En Covid-19, svo Ólympíuleikarnir, svo framkvæmdir og málun turnsins. Þannig að það var mikil vinna að skipuleggja þetta!“ Sú staðreynd að tilraunin var svo lengi í undirbúningi jók einnig álagið á Fontenoy. „Við fengum bara eitt tækifæri. Síðasta met var árið 2002 og við þurftum tuttugu ár til að gera nýja áskorun hér því það er svo mikil vinna að skipuleggja það. Svo ég sagði að ég vildi ekki klúðra því. Svo já, það er smá stress. Einnig, þegar þú segir við vin þinn „Ég ætla að reyna að slá metið,“ og þú segir það líka við styrktaraðilann þinn, þá eru allir að búast við einhverju frá þér,“ segir hann. Hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur „Þegar ég kom í mark var ég gjörsamlega búinn á því því þetta eru 12 mínútur, en hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur. Ég var ofboðslega ánægður því, ég sýndi ekkert, en það var smá stress fyrir mig að slá þetta met,“ sagði Fontenoy. View this post on Instagram A post shared by La tour Eiffel (@toureiffelofficielle) Hjólreiðar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Sjá meira
Aurelien Fontenoy setti þá nýtt heimsmet í því að vera fljótastur til að komast upp á aðra hæð Eiffelturnsins á trial-fjallahjóli, eða hæsta pallinn sem hægt er að komast upp á með stiga. Fontenoy fór upp 686 tröppur á tólf mínútum og þrjátíu sekúndum. Hann mátti ekki láta fæturna snerta jörðina á meðan hann hjólaði upp Eiffelturninn. Fyrra heimsmetið var frá árinu 2002 þegar Hugues Richard náði því á 19 mínútum og 4 sekúndum. Það eru ekki mörg heimsmet í íþróttum sem standa í meira en 23 ár. Hoppa, hoppa, hoppa mikið! Málið með að hjóla upp 686 tröppur er þó að það er ekki hægt að stíga mikið á pedalana. View this post on Instagram A post shared by El Diario Vasco (@diariovasco) „Fyrir þessa áskorun nota ég bremsuna og þarf bara að þjappa dekkinu saman því ég er ekki með neina fjöðrun eða neitt, þetta er bara stíft hjól,“ segir Fontenoy í viðtali við CNN. „Þannig að við þurfum bara að pumpa með bremsunni og hoppa, hoppa, hoppa mikið!“ Það hefur kostað mikinn undirbúning að komast á þennan stað, sem hófst með óteljandi klukkustundum af æfingum í ræktinni. Krefjandi skipulagning Skipulagning heimsmetstilraunar í kringum eitt frægasta kennileiti Evrópu var mjög krefjandi. „Þetta er áskorun sem ég skipulagði fyrir kannski þremur eða fjórum árum,“ útskýrir hann. „Ég byrjaði fyrir fjórum árum í Tour Trinity og átti að fara í Eiffelturninn á eftir. En Covid-19, svo Ólympíuleikarnir, svo framkvæmdir og málun turnsins. Þannig að það var mikil vinna að skipuleggja þetta!“ Sú staðreynd að tilraunin var svo lengi í undirbúningi jók einnig álagið á Fontenoy. „Við fengum bara eitt tækifæri. Síðasta met var árið 2002 og við þurftum tuttugu ár til að gera nýja áskorun hér því það er svo mikil vinna að skipuleggja það. Svo ég sagði að ég vildi ekki klúðra því. Svo já, það er smá stress. Einnig, þegar þú segir við vin þinn „Ég ætla að reyna að slá metið,“ og þú segir það líka við styrktaraðilann þinn, þá eru allir að búast við einhverju frá þér,“ segir hann. Hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur „Þegar ég kom í mark var ég gjörsamlega búinn á því því þetta eru 12 mínútur, en hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur. Ég var ofboðslega ánægður því, ég sýndi ekkert, en það var smá stress fyrir mig að slá þetta met,“ sagði Fontenoy. View this post on Instagram A post shared by La tour Eiffel (@toureiffelofficielle)
Hjólreiðar Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Snorri kynnir EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Sjá meira