„Þetta er ekki eiturgas“ Smári Jökull Jónsson skrifar 20. júlí 2025 21:31 Þorsteinn Jóhannsson er sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun Vísir/Lýður Valberg Dæmi er um að fólk loki sig af með loftræstitæki vegna gosmóðunnar sem legið hefur yfir höfuðborgarsvæðinu í dag. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun vill að farið sé varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. Líkt og íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa tekið eftir hefur skyggni í borginni í dag verið lélegt en ástæðan er gosmóða sem myndast vegna eldgossins við Sundhnúka. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun segir fólk ekki þurfa að vera smeykt. „Við erum alltaf að segja við fólk því við verðum var við áhyggjur, þetta er ekki eiturgas. Það er enginn að verða fyrir áhrifum alvarlegum á nokkrum andardráttum en þetta er sannarlega nokkur mengun á íslenskan mælikvarða,“ sagði Þorsteinn Jóhannsson í kvöldfréttum Sýnar. Fólk lokar sig af með loftræstitæki Jóhann segir ekki um að ræða sama efni og kemur upp við gígana við Sundhnúka. Gosmóðan séu agnir en ekki gastegund og jafnvel heldur meira ertandi. Fólk geti því fundið meira fyrir þeim. „Hraust fólk á öllum aldri þarf ekki hafa mikil áhrif á það. Þú getur farið út og jafnvel í létt garðverk en ég myndi ekki fara út að hlaupa og ekki fara upp á Esju. Það er hvort sem er ekkert útsýni uppi á Esju núna. Takmarka alla óþarfa áreynslu utandyra.“ Hraust fólk gæti fundið fyrir óþægindum í hálsi og viðkvæmir hópar með undirliggjandi sjúkdóma og astma enn frekar. Þá sé ekki mælt með að börn séu látin sofa úti í vögnum á meðan ástandið varir. „Svo er reyndar mjög lítill hópur fólks sem er mjög viðkvæmur, fólk með alvarlega undirliggjandi lugnasjúkdóma, lungnaþembu og mjög slæman astma. Það getur fundið alveg rækilega fyrir þessu. Við heyrum alveg af fólki sem bara lokar sig af í einu herbergi með loftræstitæki.“ Líkur eru á að mengunin minnki strax á morgun þegar bætir í vind. Jóhann segir að íþróttafólk gæti fundið fyrir óþægindum eftir áreynslu en í kvöld fer meðal annars fram leikur Víkings og Vals í Bestu deild karla. Hann vill þó að fólk fari varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. „Kannski ekki endilega aflýsa æfingum, kannski vera í einhverjum öðruvísi æfingum. Meira tækniæfingum en ekki taka langa hlaupaæfingu.“ Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Líkt og íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa tekið eftir hefur skyggni í borginni í dag verið lélegt en ástæðan er gosmóða sem myndast vegna eldgossins við Sundhnúka. Sérfræðingur hjá umhverfis- og orkustofnun segir fólk ekki þurfa að vera smeykt. „Við erum alltaf að segja við fólk því við verðum var við áhyggjur, þetta er ekki eiturgas. Það er enginn að verða fyrir áhrifum alvarlegum á nokkrum andardráttum en þetta er sannarlega nokkur mengun á íslenskan mælikvarða,“ sagði Þorsteinn Jóhannsson í kvöldfréttum Sýnar. Fólk lokar sig af með loftræstitæki Jóhann segir ekki um að ræða sama efni og kemur upp við gígana við Sundhnúka. Gosmóðan séu agnir en ekki gastegund og jafnvel heldur meira ertandi. Fólk geti því fundið meira fyrir þeim. „Hraust fólk á öllum aldri þarf ekki hafa mikil áhrif á það. Þú getur farið út og jafnvel í létt garðverk en ég myndi ekki fara út að hlaupa og ekki fara upp á Esju. Það er hvort sem er ekkert útsýni uppi á Esju núna. Takmarka alla óþarfa áreynslu utandyra.“ Hraust fólk gæti fundið fyrir óþægindum í hálsi og viðkvæmir hópar með undirliggjandi sjúkdóma og astma enn frekar. Þá sé ekki mælt með að börn séu látin sofa úti í vögnum á meðan ástandið varir. „Svo er reyndar mjög lítill hópur fólks sem er mjög viðkvæmur, fólk með alvarlega undirliggjandi lugnasjúkdóma, lungnaþembu og mjög slæman astma. Það getur fundið alveg rækilega fyrir þessu. Við heyrum alveg af fólki sem bara lokar sig af í einu herbergi með loftræstitæki.“ Líkur eru á að mengunin minnki strax á morgun þegar bætir í vind. Jóhann segir að íþróttafólk gæti fundið fyrir óþægindum eftir áreynslu en í kvöld fer meðal annars fram leikur Víkings og Vals í Bestu deild karla. Hann vill þó að fólk fari varlega hvað varðar íþróttaæfingar barna. „Kannski ekki endilega aflýsa æfingum, kannski vera í einhverjum öðruvísi æfingum. Meira tækniæfingum en ekki taka langa hlaupaæfingu.“
Loftgæði Eldgos á Reykjanesskaga Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira