Sport

Rakarastofa og sjón­varp fyrir alla í flottasta búnings­klefa heims

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessi búningsklefi er ekkert slor.
Þessi búningsklefi er ekkert slor. mynd/jets

Það gengur lítið á vellinum hjá NFL-liði New York Jets en leikmenn liðsins geta ekki kvartað yfir aðstöðunni.

Búið er að taka búningsklefa liðsins algjörlega í gegn. Hann var ekkert slor fyrir en er algjörlega ótrúlegur eftir breytingarnar.

Það verður pláss fyrir 92 leikmenn í klefanum. Hver leikmaður er með sitt eigið sjónvarp og þrjár viftur sem kæla leikmenn niður eða þurrka skó og búnað leikmanna. Það er svo auðvitað rafmagn og leðursæti í hverjum bás sömuleiðis.

Nýtt gufubað var græjað í klefann og það er Sonos-hljóðkerfi í gufunni svo leikmenn geti hlustað á eitthvað skemmtilegt ef þeir vilja.

Eftir góða gufu er ekki verra að henda sér í stólinn hjá rökurum félagsins. Láta snyrta skeggið og stytta hárið. Það mun líklega ekki skemma upplifunina að sitja í rándýrum stólum frá árinu 1950.

Hljóðkerfið í klefanum er af dýrustu gerð og led-lýsingin alls ráðandi. Nú er bara spurning hvort þessi breyting skili einhverju út á vellinum.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×