Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Árni Sæberg skrifar 23. júlí 2025 15:57 Zakarías, til vinstri, og Hlynur Snær, til hægri, tóku málin í eigin hendur. Félagarnir Hlynur Snær Stefánsson og Zakarías Friðriksson hættu að nenna að standa í því að selja notaðar íþróttavörur á Facebook og hafa því boðað opnun Sportbássins. Þangað getur fólk komið með íþróttavörur sem safna ryki og þeir sjá um að koma þeim í verð. Í samtali við Vísi segjast þeir hafa séð skýrt skarð á markaðnum fyrir þægilega og umhverfisvæna leið til þess að selja og kaupa notaðar íþróttavörur. „Hugmyndin kom út frá því að við töldum fáar sem engar leiðir til þess að selja notaðar íþróttavörur á netinu fyrir utan Facebook-hópa en oft og tíðum getur það verið leiðinlegt ferli að þurfa að standa í og við vorum sjálfir alveg hættir að nenna standa í því. Hjá okkur skráir þú bara vöruna inn á Sportbasinn.is, kemur með vöruna í verslun og við sjáum um rest. Þú færð svo greitt þegar varan selst.“ Afþakka rifinn og götóttan fatnað Þeir segja formlega opnun verslunarinnar verða næstkomandi föstudag klukkan 10, í Faxafeni 12 í Reykjavík. Þeir sem vilji ólmir losa sig við notaðar íþróttavörur fyrir þann tíma geti þó mætt á milli 16 og 18 í dag og á morgun til að skila af sér vörum. Opnunartíminn verði svo milli 10 og 18 á virkum og milli 11 og 17 um helgar. Þó megi ekki koma með hvað sem er enda þurfi allar vörurnar að vera í ásættanlegu ástandi. Þeir ítreka að búðin taki hvorki við rifnum né götóttum fatnaði. Enn sem komið er nóg pláss á fataslánum, enda eru tveir dagar í opnun. Seljandi sjái sjálfur um að verðleggja vöruna og skrái hana inn á Sportbasinn.is. Verslunin sjái svo um að stilla vörunum upp á sína staði í verslun. Þá benda þeir á að sérstök aðstaða verði á svæðinu til þess að gufustrauja flíkur, taka myndir og hengja á herðatré áður en starfsmenn taka við þeim. Þegar varan selst fari 72 prósent af söluverðinu í vasa seljanda og búðin haldi eftir 28 prósenta þóknun. „Þess má þó geta að engin básaleiga er hjá Sportbásnum líkt og oft tíðkast í hringrásarverslunum á Íslandi og er því enginn kostnaður við að skrá vörur.“ Gefa notuðum íþróttavörum nýtt líf Þeir Hlynur Snær og Zakarías segja verslunina selja notaðar íþróttavörur fyrir börn og fullorðna; skó, fatnað, golfvörur og íþróttabúnað af öllu tagi. Allar vörur séu í góðu ástandi og starfsmenn passi upp á að hafa virkt gæðaeftirlit með vörum áður en þær fara inn í verslun. Að sögn stofnendanna eru golfarar þeir sem hafa sýnt versluninni mestan áhuga. „Við viljum hjálpa fólki að komast yfir gæðavörur á hagstæðara verði og einnig einfalda fólki að gefa vörum sem það er hætt að nota nýtt líf.“ Verslun Umhverfismál Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Sjá meira
Í samtali við Vísi segjast þeir hafa séð skýrt skarð á markaðnum fyrir þægilega og umhverfisvæna leið til þess að selja og kaupa notaðar íþróttavörur. „Hugmyndin kom út frá því að við töldum fáar sem engar leiðir til þess að selja notaðar íþróttavörur á netinu fyrir utan Facebook-hópa en oft og tíðum getur það verið leiðinlegt ferli að þurfa að standa í og við vorum sjálfir alveg hættir að nenna standa í því. Hjá okkur skráir þú bara vöruna inn á Sportbasinn.is, kemur með vöruna í verslun og við sjáum um rest. Þú færð svo greitt þegar varan selst.“ Afþakka rifinn og götóttan fatnað Þeir segja formlega opnun verslunarinnar verða næstkomandi föstudag klukkan 10, í Faxafeni 12 í Reykjavík. Þeir sem vilji ólmir losa sig við notaðar íþróttavörur fyrir þann tíma geti þó mætt á milli 16 og 18 í dag og á morgun til að skila af sér vörum. Opnunartíminn verði svo milli 10 og 18 á virkum og milli 11 og 17 um helgar. Þó megi ekki koma með hvað sem er enda þurfi allar vörurnar að vera í ásættanlegu ástandi. Þeir ítreka að búðin taki hvorki við rifnum né götóttum fatnaði. Enn sem komið er nóg pláss á fataslánum, enda eru tveir dagar í opnun. Seljandi sjái sjálfur um að verðleggja vöruna og skrái hana inn á Sportbasinn.is. Verslunin sjái svo um að stilla vörunum upp á sína staði í verslun. Þá benda þeir á að sérstök aðstaða verði á svæðinu til þess að gufustrauja flíkur, taka myndir og hengja á herðatré áður en starfsmenn taka við þeim. Þegar varan selst fari 72 prósent af söluverðinu í vasa seljanda og búðin haldi eftir 28 prósenta þóknun. „Þess má þó geta að engin básaleiga er hjá Sportbásnum líkt og oft tíðkast í hringrásarverslunum á Íslandi og er því enginn kostnaður við að skrá vörur.“ Gefa notuðum íþróttavörum nýtt líf Þeir Hlynur Snær og Zakarías segja verslunina selja notaðar íþróttavörur fyrir börn og fullorðna; skó, fatnað, golfvörur og íþróttabúnað af öllu tagi. Allar vörur séu í góðu ástandi og starfsmenn passi upp á að hafa virkt gæðaeftirlit með vörum áður en þær fara inn í verslun. Að sögn stofnendanna eru golfarar þeir sem hafa sýnt versluninni mestan áhuga. „Við viljum hjálpa fólki að komast yfir gæðavörur á hagstæðara verði og einnig einfalda fólki að gefa vörum sem það er hætt að nota nýtt líf.“
Verslun Umhverfismál Mest lesið Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Sjá meira