Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2025 07:00 Martín Zubimendi hefur mikla trú á knattspyrnustjóranum Mikel Arteta. Getty/Stuart MacFarlane Spænski miðjumaðurinn Martín Zubimendi vildi ekki fara til Liverpool fyrir ári síðan en hefur núna samið við Arsenal. Hann hefur nú sagt af hverju hann fór núna í ensku úrvalsdeildina en ekki í fyrra. Samkvæmt nýju viðtali við Zubimendi þá var það þjálfari Liverpool, Arne Slot, sem var ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann vildi ekki koma til Liverpool. Slot gerði Liverpool að enskum meisturum á sínu fyrsta tímabili. Arsenal keypti spænska landsliðsmanninn frá Real Sociedad á 51 milljón pund fyrr í þessum mánuði. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig. Ég vildi vera áfram hjá Real en svo fóru tilboðin að hrannast inn og þá fer maður að hugsa um sína möguleika,“ sagði Zubimendi. Hann vildi ekki fara til Liverpool fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) „Það var ekki rétti tíminn fyrir mig að fara í fyrra. Mér fannst Real bjóða mér upp á meiri möguleika og að ég ætti enn eftir að læra mikið þar. Það var best fyrir mig að vera áfram hjá Real ,“ sagði Zubimendi. „Ég veit ekki hvað hann [Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal] sá í mér en ég sé hann sem einn besta þjálfara Evrópu í dag. Þegar upp var staðið þá vildi ég fara til gæðaþjálfara ef ég myndi yfirgefa Real Sociedad,“ sagði Zubimendi og gerði óviljandi eða kannski viljandi lítið úr Arne Slot með þessum orðum sínum. „Ég held að ég hafi fundið hann. Ég sé á þessum fáu dögum sem ég hef verið hér hversu nákvæmur hann er með alla hluti leiksins. Ég held að hann sé þessi gæðaþjálfari sem ég var að leita af,“ sagði Zubimendi. Arsenal hefur ekki unnið titil í fimm ár undir stjórn Mikael Arteta en er búið að vera í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni þrjú ár í röð og komst i undanúrslit Meistaradeildarinnar síðasta vetur. En mun Zubimendi breyta silfri í gull á komandi tímabili? „Ég vona það. Það mikilvægasta fyrir liðið og félagið er að læra af tímabilunum á undan. Við getum lært af því hvernig síðasta tímabil endaði. Meiðslin höfðu mikil áhrif og því minni meiðsli því meiri möguleiki á titli,“ sagði Zubimendi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Goals (Fanpage) 🏆 (@liverpoolgoals) Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira
Samkvæmt nýju viðtali við Zubimendi þá var það þjálfari Liverpool, Arne Slot, sem var ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann vildi ekki koma til Liverpool. Slot gerði Liverpool að enskum meisturum á sínu fyrsta tímabili. Arsenal keypti spænska landsliðsmanninn frá Real Sociedad á 51 milljón pund fyrr í þessum mánuði. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig. Ég vildi vera áfram hjá Real en svo fóru tilboðin að hrannast inn og þá fer maður að hugsa um sína möguleika,“ sagði Zubimendi. Hann vildi ekki fara til Liverpool fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) „Það var ekki rétti tíminn fyrir mig að fara í fyrra. Mér fannst Real bjóða mér upp á meiri möguleika og að ég ætti enn eftir að læra mikið þar. Það var best fyrir mig að vera áfram hjá Real ,“ sagði Zubimendi. „Ég veit ekki hvað hann [Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal] sá í mér en ég sé hann sem einn besta þjálfara Evrópu í dag. Þegar upp var staðið þá vildi ég fara til gæðaþjálfara ef ég myndi yfirgefa Real Sociedad,“ sagði Zubimendi og gerði óviljandi eða kannski viljandi lítið úr Arne Slot með þessum orðum sínum. „Ég held að ég hafi fundið hann. Ég sé á þessum fáu dögum sem ég hef verið hér hversu nákvæmur hann er með alla hluti leiksins. Ég held að hann sé þessi gæðaþjálfari sem ég var að leita af,“ sagði Zubimendi. Arsenal hefur ekki unnið titil í fimm ár undir stjórn Mikael Arteta en er búið að vera í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni þrjú ár í röð og komst i undanúrslit Meistaradeildarinnar síðasta vetur. En mun Zubimendi breyta silfri í gull á komandi tímabili? „Ég vona það. Það mikilvægasta fyrir liðið og félagið er að læra af tímabilunum á undan. Við getum lært af því hvernig síðasta tímabil endaði. Meiðslin höfðu mikil áhrif og því minni meiðsli því meiri möguleiki á titli,“ sagði Zubimendi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Goals (Fanpage) 🏆 (@liverpoolgoals)
Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Sjá meira