Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2025 07:00 Martín Zubimendi hefur mikla trú á knattspyrnustjóranum Mikel Arteta. Getty/Stuart MacFarlane Spænski miðjumaðurinn Martín Zubimendi vildi ekki fara til Liverpool fyrir ári síðan en hefur núna samið við Arsenal. Hann hefur nú sagt af hverju hann fór núna í ensku úrvalsdeildina en ekki í fyrra. Samkvæmt nýju viðtali við Zubimendi þá var það þjálfari Liverpool, Arne Slot, sem var ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann vildi ekki koma til Liverpool. Slot gerði Liverpool að enskum meisturum á sínu fyrsta tímabili. Arsenal keypti spænska landsliðsmanninn frá Real Sociedad á 51 milljón pund fyrr í þessum mánuði. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig. Ég vildi vera áfram hjá Real en svo fóru tilboðin að hrannast inn og þá fer maður að hugsa um sína möguleika,“ sagði Zubimendi. Hann vildi ekki fara til Liverpool fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) „Það var ekki rétti tíminn fyrir mig að fara í fyrra. Mér fannst Real bjóða mér upp á meiri möguleika og að ég ætti enn eftir að læra mikið þar. Það var best fyrir mig að vera áfram hjá Real ,“ sagði Zubimendi. „Ég veit ekki hvað hann [Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal] sá í mér en ég sé hann sem einn besta þjálfara Evrópu í dag. Þegar upp var staðið þá vildi ég fara til gæðaþjálfara ef ég myndi yfirgefa Real Sociedad,“ sagði Zubimendi og gerði óviljandi eða kannski viljandi lítið úr Arne Slot með þessum orðum sínum. „Ég held að ég hafi fundið hann. Ég sé á þessum fáu dögum sem ég hef verið hér hversu nákvæmur hann er með alla hluti leiksins. Ég held að hann sé þessi gæðaþjálfari sem ég var að leita af,“ sagði Zubimendi. Arsenal hefur ekki unnið titil í fimm ár undir stjórn Mikael Arteta en er búið að vera í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni þrjú ár í röð og komst i undanúrslit Meistaradeildarinnar síðasta vetur. En mun Zubimendi breyta silfri í gull á komandi tímabili? „Ég vona það. Það mikilvægasta fyrir liðið og félagið er að læra af tímabilunum á undan. Við getum lært af því hvernig síðasta tímabil endaði. Meiðslin höfðu mikil áhrif og því minni meiðsli því meiri möguleiki á titli,“ sagði Zubimendi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Goals (Fanpage) 🏆 (@liverpoolgoals) Enski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Samkvæmt nýju viðtali við Zubimendi þá var það þjálfari Liverpool, Arne Slot, sem var ein af stóru ástæðunum fyrir því að hann vildi ekki koma til Liverpool. Slot gerði Liverpool að enskum meisturum á sínu fyrsta tímabili. Arsenal keypti spænska landsliðsmanninn frá Real Sociedad á 51 milljón pund fyrr í þessum mánuði. „Þetta var ekki auðveld ákvörðun fyrir mig. Ég vildi vera áfram hjá Real en svo fóru tilboðin að hrannast inn og þá fer maður að hugsa um sína möguleika,“ sagði Zubimendi. Hann vildi ekki fara til Liverpool fyrir ári síðan. View this post on Instagram A post shared by ESPN UK (@espnuk) „Það var ekki rétti tíminn fyrir mig að fara í fyrra. Mér fannst Real bjóða mér upp á meiri möguleika og að ég ætti enn eftir að læra mikið þar. Það var best fyrir mig að vera áfram hjá Real ,“ sagði Zubimendi. „Ég veit ekki hvað hann [Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal] sá í mér en ég sé hann sem einn besta þjálfara Evrópu í dag. Þegar upp var staðið þá vildi ég fara til gæðaþjálfara ef ég myndi yfirgefa Real Sociedad,“ sagði Zubimendi og gerði óviljandi eða kannski viljandi lítið úr Arne Slot með þessum orðum sínum. „Ég held að ég hafi fundið hann. Ég sé á þessum fáu dögum sem ég hef verið hér hversu nákvæmur hann er með alla hluti leiksins. Ég held að hann sé þessi gæðaþjálfari sem ég var að leita af,“ sagði Zubimendi. Arsenal hefur ekki unnið titil í fimm ár undir stjórn Mikael Arteta en er búið að vera í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni þrjú ár í röð og komst i undanúrslit Meistaradeildarinnar síðasta vetur. En mun Zubimendi breyta silfri í gull á komandi tímabili? „Ég vona það. Það mikilvægasta fyrir liðið og félagið er að læra af tímabilunum á undan. Við getum lært af því hvernig síðasta tímabil endaði. Meiðslin höfðu mikil áhrif og því minni meiðsli því meiri möguleiki á titli,“ sagði Zubimendi. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Goals (Fanpage) 🏆 (@liverpoolgoals)
Enski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira