Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar 24. júlí 2025 07:00 Í grein Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar sem birtist á Vísi 22. júlí er því haldið fram að gagnrýnin á samstarf við ESB í öryggismálum sé byggð á þeirri skoðun að verið sé að „læða“ landinu inn í sambandið „bakdyramegin“. Hér er hætta á að umræðan verði persónugerð og gerð tortryggileg. Sú gagnrýni sem fram hefur komið beinist ekki að því að áformað sé að svipta þjóðina atkvæðarétti sínum – heldur að stjórnvaldsákvarðanir og túlkun eldri viljayfirlýsinga séu að þróast í átt að nýju aðildarferli án þess að það hafi verið formlega ákveðið á Alþingi eða í ríkisstjórn. Enginn hefur haldið því fram að Ísland gangi í ESB án þjóðaratkvæðis. Ágreiningurinn snýst um það hverjir ákveða að hefja aðildarferli, með hvaða hætti og á hvaða forsendum. Tilvísun í sextán ára gamla þingsályktun uppfyllir ekki kröfu um nauðsynlegt pólitískt umboð nú. EES og aðild: ólíkar forsendur og valdheimildir Því er haldið fram að EES-samningurinn sé „eins konar bakdyraaðild“. Slík framsetning er villandi, þar sem hún gefur í skyn að aðildarsamband sé til staðar, þótt raunverulegur munur sé bæði lagalegur og stjórnskipulegur. EES-samstarfið er byggt á milliríkjasamningi þar sem Ísland hefur neitunarvald og aðgangur að innri markaði er ekki bundinn sameiginlegu löggjafarferli. Aðild að ESB felur hins vegar í sér yfirfærslu á ákvörðunarvaldi til stofnana sem Ísland hefur takmörkuð áhrif á. Að líkja þessu tvennu saman dregur úr möguleikanum á að gera mikilvægan greinarmun. Áhrif smáríkis innan ESB – eða samstarf á eigin forsendum? Greinin heldur því fram að aðild Íslands myndi gera landið betur í stakk búið til að hafa áhrif á stefnu ESB. Þetta er sjónarmið sem margir deila – en það er líka rétt að benda á að ákvörðunarvaldinu er ekki jafnt skipt innan ESB. Evrópuþingið hefur ekki frumkvæðisrétt að lagasetningu, og lítil ríki hafa ekki bolmagn til að móta stefnu nema með samkomulagi við stór ríki eða áhrifamikla hagsmunahópa. Aðild getur vitanlega falið í sér áhrif – en ekki endilega umfram það sem þegar felst í samstarfi innan EES. Orðræðan um andstöðu og spurningin um ferli Í greininni eru notuð hugtök á borð við „heilaspuni“ og „hálfsannleikur“ þegar rætt er um andstöðu við aðild. Slíkt orðalag hefur sjaldan uppbyggilegt gildi í opinberri umræðu og getur dregið athyglina frá þeim efnisatriðum sem málið snýst um – hvort sem þau lúta að sjávarútvegi, stjórnarskrárbundnu sjálfstæði löggjafarvalds, eða áliti fólks á pólitískri ábyrgð og ákvarðanatöku. Magnús bendir á að aðildarsamningur krefjist stjórnarskrárbreytinga og þjóðaratkvæðis. Það er rétt. En í greininni vantar umfjöllun um það að ekkert ferli er í gangi í dag sem byggir á nauðsynlegu pólitísku umboði. Að vísa í vilja sem var mótaður 2009 – áður en viðræður voru stöðvaðar og forsendur breyttust – sem grundvöll nýrra skrefa, er pólitískt viðkvæmt. Áhersla á lýðræðislega niðurstöðu þarf líka að fela í sér virðingu fyrir því hvar umræðan stendur og hvaða aðilar bera ábyrgð á að kalla eftir nýjum ákvörðunum. Höfundur er hagfræðingur og í stjórn Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar sem birtist á Vísi 22. júlí er því haldið fram að gagnrýnin á samstarf við ESB í öryggismálum sé byggð á þeirri skoðun að verið sé að „læða“ landinu inn í sambandið „bakdyramegin“. Hér er hætta á að umræðan verði persónugerð og gerð tortryggileg. Sú gagnrýni sem fram hefur komið beinist ekki að því að áformað sé að svipta þjóðina atkvæðarétti sínum – heldur að stjórnvaldsákvarðanir og túlkun eldri viljayfirlýsinga séu að þróast í átt að nýju aðildarferli án þess að það hafi verið formlega ákveðið á Alþingi eða í ríkisstjórn. Enginn hefur haldið því fram að Ísland gangi í ESB án þjóðaratkvæðis. Ágreiningurinn snýst um það hverjir ákveða að hefja aðildarferli, með hvaða hætti og á hvaða forsendum. Tilvísun í sextán ára gamla þingsályktun uppfyllir ekki kröfu um nauðsynlegt pólitískt umboð nú. EES og aðild: ólíkar forsendur og valdheimildir Því er haldið fram að EES-samningurinn sé „eins konar bakdyraaðild“. Slík framsetning er villandi, þar sem hún gefur í skyn að aðildarsamband sé til staðar, þótt raunverulegur munur sé bæði lagalegur og stjórnskipulegur. EES-samstarfið er byggt á milliríkjasamningi þar sem Ísland hefur neitunarvald og aðgangur að innri markaði er ekki bundinn sameiginlegu löggjafarferli. Aðild að ESB felur hins vegar í sér yfirfærslu á ákvörðunarvaldi til stofnana sem Ísland hefur takmörkuð áhrif á. Að líkja þessu tvennu saman dregur úr möguleikanum á að gera mikilvægan greinarmun. Áhrif smáríkis innan ESB – eða samstarf á eigin forsendum? Greinin heldur því fram að aðild Íslands myndi gera landið betur í stakk búið til að hafa áhrif á stefnu ESB. Þetta er sjónarmið sem margir deila – en það er líka rétt að benda á að ákvörðunarvaldinu er ekki jafnt skipt innan ESB. Evrópuþingið hefur ekki frumkvæðisrétt að lagasetningu, og lítil ríki hafa ekki bolmagn til að móta stefnu nema með samkomulagi við stór ríki eða áhrifamikla hagsmunahópa. Aðild getur vitanlega falið í sér áhrif – en ekki endilega umfram það sem þegar felst í samstarfi innan EES. Orðræðan um andstöðu og spurningin um ferli Í greininni eru notuð hugtök á borð við „heilaspuni“ og „hálfsannleikur“ þegar rætt er um andstöðu við aðild. Slíkt orðalag hefur sjaldan uppbyggilegt gildi í opinberri umræðu og getur dregið athyglina frá þeim efnisatriðum sem málið snýst um – hvort sem þau lúta að sjávarútvegi, stjórnarskrárbundnu sjálfstæði löggjafarvalds, eða áliti fólks á pólitískri ábyrgð og ákvarðanatöku. Magnús bendir á að aðildarsamningur krefjist stjórnarskrárbreytinga og þjóðaratkvæðis. Það er rétt. En í greininni vantar umfjöllun um það að ekkert ferli er í gangi í dag sem byggir á nauðsynlegu pólitísku umboði. Að vísa í vilja sem var mótaður 2009 – áður en viðræður voru stöðvaðar og forsendur breyttust – sem grundvöll nýrra skrefa, er pólitískt viðkvæmt. Áhersla á lýðræðislega niðurstöðu þarf líka að fela í sér virðingu fyrir því hvar umræðan stendur og hvaða aðilar bera ábyrgð á að kalla eftir nýjum ákvörðunum. Höfundur er hagfræðingur og í stjórn Heimssýnar.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar