Innlent

Gosmóða mælist í morguns­árið en ætti að minnka með deginum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gosmóða hefur mælst víða á landinu núna í morgunsárið.
Gosmóða hefur mælst víða á landinu núna í morgunsárið. Vísir/Ívar

Gosvirkni á Sundhnúksgígaröðinni hefur verið nokkuð stöðug frá því í gærmorgun. Enn gýs úr einum gíg en hraunið rennur til austurs og dreifir úr sér innan við kílómetra frá gígnum.

Lítil eða hæg hreyfing er á ystu hrauðjöðrum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

„Í dag mun gasmengun (SO2) berast til norðursvesturs um morgunin og gæti hennar orðið vart í Reykjanes- og Suðurnesjabæ en þegar líður á daginn berst hún til norðurs og getur hennar orðið vart í Vogun, á Höfuðborgarsvæðinu, Borgarnesi og Akranesi,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að gosmóða hafi mælst víða á landinu núna í morgunsárið en með vaxandi suðaustanátt ætti að draga úr henni í dag. Hins vegar spáir hægviðri á morgun og þá gæti hún gert vart við sig aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×