Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2025 14:33 Ein af hverjum fjórum þunguðum konum á Gasa er vannærð og eitt af hverjum fjórum börnum sömuleiðis. Erfitt hefur reynst að senda neyðaraðstoð inn á ströndina, þrátt fyrir fullyrðingar Ísraelsstjórnar um að engar hömlur séu á neyðaraðstoð. AP/Vísir Alþjóðastjórnmálafræðingur segir ákvörðun Frakklandsforseta að viðurkenna Palestínu skipta máli en koma seint. Ísraelar hraði nú áætlunum sínum á Gasaströndinni til að ná fram markmiðum um að hreinsa Palestínumenn af svæðinu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti í gærkvöldi að hann ætli að viðurkenna Palestínu sem ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Frakkland verður þar með fyrsta G7 ríkið til að viðurkenna tilvist Palestínu. „Það er vissulega stórt skref en það kemur seint. Það eru í raun og veru 134 ríki sem hafa viðurkennt Palestínu og þar af eru nokkur ríki, sem eru núna í Evrópusambandinu, eins og Kýpur, Malta og Pólland sem viðurkenndu Palestínu 1988,“ segir Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur. Eitt af hverjum fjórum börnum vannærð Macron mun í dag funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Fridrich Merz, kanslara Þýskalands, í gegnum síma vegna mannúðarástandsins sem fer síversnandi á Gasaströndinni. Hungursneyð ríkir á svæðinu og samkvæmt frönsku hjálparsamtökunum MSF er eitt af hverjum fjórum börnum og ein af hverjum fjórum þunguðum konum vannærð. Magnea segir ástandið minna á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu og Kósóvó á tíunda áratugnum. „Það er vissulega verið að stunda þjóðernishreinsanir á Vesturbakkanum og ef ekki þjóðarmorð á Gasa þá tilraun til þjóðarmorðs,“ segir Magnea. „Það var þjóðarmorð í Bosníu og það var ekki stöðvað í fjögur ár og það var stöðvað með loftárásum á Serbíu 1995. Það hefur enginn verið tilbúinn að beita vopnavaldi gegn Ísrael, nema kannski Hútar í Jemen.“ Fjármálaráðherrann kynnti áform um rivíeru Fjármálaráðherra Ísraels kynnti á fundi á þriðjudag áætlanir um hvernig gera eigi Gasa að rivíeru. Samkvæmt áætlunum á að hrekja Palestínumenn af svæðinu til afrískra landa og reisa þar ísraelska lúxusbyggð - sem yrði áfangastaður fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Ísraelsstjórn er að gefa í, það er verið að auglýsa eftir fólki til að koma og vinna við niðurrifið á Gasa þar sem á að byggja baðstrandarbæ.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 25. júlí 2025 08:49 Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. 25. júlí 2025 08:20 Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. 24. júlí 2025 16:51 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti tilkynnti í gærkvöldi að hann ætli að viðurkenna Palestínu sem ríki á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september. Frakkland verður þar með fyrsta G7 ríkið til að viðurkenna tilvist Palestínu. „Það er vissulega stórt skref en það kemur seint. Það eru í raun og veru 134 ríki sem hafa viðurkennt Palestínu og þar af eru nokkur ríki, sem eru núna í Evrópusambandinu, eins og Kýpur, Malta og Pólland sem viðurkenndu Palestínu 1988,“ segir Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur. Eitt af hverjum fjórum börnum vannærð Macron mun í dag funda með Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Fridrich Merz, kanslara Þýskalands, í gegnum síma vegna mannúðarástandsins sem fer síversnandi á Gasaströndinni. Hungursneyð ríkir á svæðinu og samkvæmt frönsku hjálparsamtökunum MSF er eitt af hverjum fjórum börnum og ein af hverjum fjórum þunguðum konum vannærð. Magnea segir ástandið minna á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu og Kósóvó á tíunda áratugnum. „Það er vissulega verið að stunda þjóðernishreinsanir á Vesturbakkanum og ef ekki þjóðarmorð á Gasa þá tilraun til þjóðarmorðs,“ segir Magnea. „Það var þjóðarmorð í Bosníu og það var ekki stöðvað í fjögur ár og það var stöðvað með loftárásum á Serbíu 1995. Það hefur enginn verið tilbúinn að beita vopnavaldi gegn Ísrael, nema kannski Hútar í Jemen.“ Fjármálaráðherrann kynnti áform um rivíeru Fjármálaráðherra Ísraels kynnti á fundi á þriðjudag áætlanir um hvernig gera eigi Gasa að rivíeru. Samkvæmt áætlunum á að hrekja Palestínumenn af svæðinu til afrískra landa og reisa þar ísraelska lúxusbyggð - sem yrði áfangastaður fyrir ísraelska og vestræna ferðamenn. „Ísraelsstjórn er að gefa í, það er verið að auglýsa eftir fólki til að koma og vinna við niðurrifið á Gasa þar sem á að byggja baðstrandarbæ.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 25. júlí 2025 08:49 Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. 25. júlí 2025 08:20 Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. 24. júlí 2025 16:51 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Sjá meira
Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Yfirvöld í Ísrael og Bandaríkjunum hafa fordæmt ákvörðun Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki. 25. júlí 2025 08:49
Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Fjármálaráðherra Ísraels var á meðal ræðumanna á ráðstefnu sem fór fram á þriðjudaginn í þingsal Ísraela. Hún bar yfirskriftina: „Rivíeran á Gasa: úr hugsjón í raunveruleikann“ og þar kynntu ísraelskir þingmenn og fulltrúar ólöglegra landtökumanna áætlanir sínar um þjóðernishreinsun í Palestínu. 25. júlí 2025 08:20
Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Hjálparstarfsmaður UNRWA staddur á Gasa lýsir fólkinu þar sem hvorki lífs né liðnu, heldur einfaldlega sem gangandi líkum. Aðstæður á svæðinu eru þess eðlis að hjálparstarfsfólk og blaðamenn geta vart unnið vinnuna sína. 24. júlí 2025 16:51