Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar 25. júlí 2025 18:00 Ríkisstjórn Íslands með Valkyrjurnar svokölluðu í broddi fylkingar, vísar gjarnan í mikla fækkun umsókna um dvalarleyfi/vernd hér á landi. Á fyrstu 6. mánuðum ársins 2025 eru 629 umsóknir um vernd, sem gerir að öllum líkindum 1400-1500 umsóknir allt árið 2025 sem er nú ekki lítið. Ríkisstjórnin þegir síðan þunnu hljóði yfir því að bakdyramegin í nafni fjölskyldusameininga hafa komið samkvæmt staðfestum tölum hér að neðan frá Útlendingastofnun. 2023: 1.470, 2024: 1.493 og 2025: 789 sem eru að meðaltali 126. einstaklingur á mánuði frá mismunandi uppruna- löndum. Það þýðir að í raun munu koma til landsins árið 2025 samtals 1500 einstaklingar á fjölskyldusameininga reglunni sem er hrein viðbót við hefðbundnar umsóknir um alþjóðlega vernd sem áður eru nefndar. Samtalan (3000) fjölskyldusameining og verndar umsóknir 2025 nálgast íbúatölu Vestmannaeyja sem er nálægt 4000 manns, svona til samanburðar. Líklega eru 25 % hópsins 65 ára eða eldri. Sem aftur þýðir að líklega fer enginn 65.ára og eldri inn á vinnumarkað, heldur beint inn í stoðkerfi heilbrigðis og almannatryggingamála með stórkostlegum kostnaði fyrir skattgreiðendur/ríkissjóð. Hér að neðan gefur á að líta reglur Útlendingastofnunar um hverjir fái dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, sem er í raun afar varasöm leið að mínu mati. „Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameininga eru almennt veitt mökum, börnum yngri en 18 ára og foreldrum eldri en 67 ára. Til þess að eiga rétt á slíku leyfi þarf fjölskyldusameiningin að vera við íslenskan ríkisborgara, EES/EFTA-borgara eða handhafa ákveðinna dvalarleyfa, Aðeins fylgdarlaus börn með dvalarleyfi sem flóttamenn eiga rétt á fjölskyldusameiningu við systkini sín (yngri en 18 ára) og foreldra (á öllum aldri)“ Þá hafa einstaka fjölmiðlar að undanförnu verið ötulir í að birta viðtöl við einstaklinga frá Bosníu og Bretlandi sem hafa verið búsettir hér áratugum saman og gagnrýna harðlega að hér sé vaxandi útlendingaandúð í þeirra garð. Þarna er um að ræða fólk sem hefur menntað sig og verið kjörið til ábyrgðastarfa fyrir stéttarfélög og sveitarstjórnir. Þetta er nú meira bullið, Íslendingar hafa alltaf tekið vel á móti erlendum íbúum sem hafa fest hér rætur, staðið sig vel og lagt af mörkum til samfélagsins. Hins vegar sættir meirihluti almennings sig ekki við, að hingað streymi fólk í þúsunda tali á ári hverju og leggist á þegar útþanin velferðarkerfin og þiggi hér framfærslu á kostnað ríkis og almennings. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands með Valkyrjurnar svokölluðu í broddi fylkingar, vísar gjarnan í mikla fækkun umsókna um dvalarleyfi/vernd hér á landi. Á fyrstu 6. mánuðum ársins 2025 eru 629 umsóknir um vernd, sem gerir að öllum líkindum 1400-1500 umsóknir allt árið 2025 sem er nú ekki lítið. Ríkisstjórnin þegir síðan þunnu hljóði yfir því að bakdyramegin í nafni fjölskyldusameininga hafa komið samkvæmt staðfestum tölum hér að neðan frá Útlendingastofnun. 2023: 1.470, 2024: 1.493 og 2025: 789 sem eru að meðaltali 126. einstaklingur á mánuði frá mismunandi uppruna- löndum. Það þýðir að í raun munu koma til landsins árið 2025 samtals 1500 einstaklingar á fjölskyldusameininga reglunni sem er hrein viðbót við hefðbundnar umsóknir um alþjóðlega vernd sem áður eru nefndar. Samtalan (3000) fjölskyldusameining og verndar umsóknir 2025 nálgast íbúatölu Vestmannaeyja sem er nálægt 4000 manns, svona til samanburðar. Líklega eru 25 % hópsins 65 ára eða eldri. Sem aftur þýðir að líklega fer enginn 65.ára og eldri inn á vinnumarkað, heldur beint inn í stoðkerfi heilbrigðis og almannatryggingamála með stórkostlegum kostnaði fyrir skattgreiðendur/ríkissjóð. Hér að neðan gefur á að líta reglur Útlendingastofnunar um hverjir fái dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, sem er í raun afar varasöm leið að mínu mati. „Dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameininga eru almennt veitt mökum, börnum yngri en 18 ára og foreldrum eldri en 67 ára. Til þess að eiga rétt á slíku leyfi þarf fjölskyldusameiningin að vera við íslenskan ríkisborgara, EES/EFTA-borgara eða handhafa ákveðinna dvalarleyfa, Aðeins fylgdarlaus börn með dvalarleyfi sem flóttamenn eiga rétt á fjölskyldusameiningu við systkini sín (yngri en 18 ára) og foreldra (á öllum aldri)“ Þá hafa einstaka fjölmiðlar að undanförnu verið ötulir í að birta viðtöl við einstaklinga frá Bosníu og Bretlandi sem hafa verið búsettir hér áratugum saman og gagnrýna harðlega að hér sé vaxandi útlendingaandúð í þeirra garð. Þarna er um að ræða fólk sem hefur menntað sig og verið kjörið til ábyrgðastarfa fyrir stéttarfélög og sveitarstjórnir. Þetta er nú meira bullið, Íslendingar hafa alltaf tekið vel á móti erlendum íbúum sem hafa fest hér rætur, staðið sig vel og lagt af mörkum til samfélagsins. Hins vegar sættir meirihluti almennings sig ekki við, að hingað streymi fólk í þúsunda tali á ári hverju og leggist á þegar útþanin velferðarkerfin og þiggi hér framfærslu á kostnað ríkis og almennings. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar