Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. júlí 2025 23:13 Bjarni Rúnar segir að lausna sé leitað í samtali við ÖBÍ. Hugmyndir um að koma upp gagnagrunni sem tengi stæðiskort hreyfihamlaðra við bílnúmer geti komið að góðum notum í baráttunni við ranglega útgefnar sektir. Vísir/Arnar Deildarstjóri hjá borginni segir unnið að lausn sem eigi að koma í veg fyrir að hreyfihamlaðir séu sektaðir fyrir að leggja í gjaldskyld stæði borgarinnar. Auðvelt sé að fá ranglega veittar sektir felldar niður. Í kvöldfréttum okkar í gær var rætt við formann aðgengishóps ÖBÍ, sem sagði handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða ítrekað fá sektir fyrir að greiða ekki í bílastæði, þrátt fyrir að þeir eigi að geta lagt endurskjaldslaust í slík stæði. Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir skýrt að hreyfihamlaðir eigi ekki að greiða fyrir að leggja í stæði sem almennt eru gjaldskyld, enda kveði lög á um það. „Við höfum verið að vinna með ÖBÍ að því að reyna að finna lausnir á því hvernig hægt er að útfæra það að það sé skýrt hvaða ökutæki tilheyra hreyfihömluðum einstaklingum,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá borginni. Vilja tengja kort við bílnúmer Vilji standi til að taka höndum saman við sýslymann og koma upp skrá eða gagnagrunni þar sem hægt væri að fletta upp bílnúmerum sem tengd væru við stæðiskort hreyfihamlaðra. Oft geti verið erfitt að koma auga á kortin, sem í núverandi fyrirkomulagi eru ekki tengd við ákveðið bílnúmer. „Það á að vera sýnilegt úr framrúðu, en er það ekki alltaf. Ég tala nú ekki um stærri ökutæki, sem erfitt er að sjá upp í.“ Myndavélabíllinn ekki vandamálið Bjarni segir að myndavélabíll sem bílastæðasjóður tók í notkun í vor hafi ekki aukið á vandamálið. „Við erum auðvitað líka með fólk sem labbar um og fylgist með hvar eru ökutæki sem eru með stæðiskort fyrir hreyfihamlaða og hvar ekki.“ Þó geti komið fyrir að stöðuverðir nái ekki að grípa bíla sem áður hafi verið myndaðir af bílnum, og handhafar kortanna þurfi að senda inn endurupptökubeiðnir vegna sekta. „Þá höfum við verið mjög opin fyrir því að fella niður gjöld sem hafa verið ranglega sett á, algjörlega.“ Bílastæði Málefni fatlaðs fólks Samgöngur Reykjavík Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Fluttur á slysadeild eftir hópárás Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Í kvöldfréttum okkar í gær var rætt við formann aðgengishóps ÖBÍ, sem sagði handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða ítrekað fá sektir fyrir að greiða ekki í bílastæði, þrátt fyrir að þeir eigi að geta lagt endurskjaldslaust í slík stæði. Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg segir skýrt að hreyfihamlaðir eigi ekki að greiða fyrir að leggja í stæði sem almennt eru gjaldskyld, enda kveði lög á um það. „Við höfum verið að vinna með ÖBÍ að því að reyna að finna lausnir á því hvernig hægt er að útfæra það að það sé skýrt hvaða ökutæki tilheyra hreyfihömluðum einstaklingum,“ segir Bjarni Rúnar Ingvarsson, deildarstjóri samgangna hjá borginni. Vilja tengja kort við bílnúmer Vilji standi til að taka höndum saman við sýslymann og koma upp skrá eða gagnagrunni þar sem hægt væri að fletta upp bílnúmerum sem tengd væru við stæðiskort hreyfihamlaðra. Oft geti verið erfitt að koma auga á kortin, sem í núverandi fyrirkomulagi eru ekki tengd við ákveðið bílnúmer. „Það á að vera sýnilegt úr framrúðu, en er það ekki alltaf. Ég tala nú ekki um stærri ökutæki, sem erfitt er að sjá upp í.“ Myndavélabíllinn ekki vandamálið Bjarni segir að myndavélabíll sem bílastæðasjóður tók í notkun í vor hafi ekki aukið á vandamálið. „Við erum auðvitað líka með fólk sem labbar um og fylgist með hvar eru ökutæki sem eru með stæðiskort fyrir hreyfihamlaða og hvar ekki.“ Þó geti komið fyrir að stöðuverðir nái ekki að grípa bíla sem áður hafi verið myndaðir af bílnum, og handhafar kortanna þurfi að senda inn endurupptökubeiðnir vegna sekta. „Þá höfum við verið mjög opin fyrir því að fella niður gjöld sem hafa verið ranglega sett á, algjörlega.“
Bílastæði Málefni fatlaðs fólks Samgöngur Reykjavík Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Fluttur á slysadeild eftir hópárás Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira