Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2025 21:00 Guðný S. Bjarnadóttir lenti sjálf í því fyrir nokkrum árum að máli hennar var flett upp í LÖKE hjá þremur lögregluembættum. Aðeins eitt þeirra hafði málið til rannsóknar. Vísir/Bjarni Kona, sem flett var upp í upplýsingakerfi lögreglunnar hjá þremur lögregluembættum í kjölfar þess að hún tilkynnti nauðgun, segir löngu tímabært að aðgengi að upplýsingum verði endurskoðað. Bæta þurfi eftirlit með störfum lögreglu Mál tveggja lögreglumanna, sem eru ákærðir fyrir brot í starfi, voru þingfest í byrjun vikunnar í héraðsdómi Reykjaness. Annar þeirra er grunaður um að hafa flett upp sex málum í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, sem tengdust nákomnum vandamönnum hans án þess að það tengdist starfi lögreglumannsins. „Ég hugsa fyrst og fremst um öryggi þeirra sem leita til lögreglunnar, öryggi brotaþola og rannsóknarhagsmuni. Ég set stórt spurningamerki við það að lögreglumenn hafi þetta greitt aðgengi að viðkvæmum upplýsingum,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Óþægileg tilfinning Í kerfinu eru einnig skráðar niður tilkynningar til lögreglu. Guðný lenti í því sjálf árið 2021 eftir að hún leitaði til neyðarmóttöku kynferðisbrota og tilkynnti nauðgun til lögreglu að máli hennar var flett upp af þremur mismunandi embættum. Aðeins eitt þeirra hafði málið til rannsóknar. „Þetta er mjög óþægileg tilfinning vegna þess að við almenningur, eigum ekki rétt á því hver er að fletta okkur upp eða í hvaða tilgangi.“ Brotaþolar hafi áhyggjur af því að folk sem það þekkir og starfar innan kerfisins geti flett þeim upp. „Það hefur komið upp mál þar sem viðkomandi sem skrifar upp á niðurfellingarbréf tengdist sakborningi í kynferðisbrotamáli. Þetta er auðvitað eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir Guðný. Verði að hefta aðgengið Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sagði í vikunni að uppflettingarmálið komi á óvart. Oftast væru lögreglumenn áminntir fyrir brot sem þetta eða málin enduðu með lögreglustjórasátt, sem Guðný segir ekki til þess fallið að leysa vandann. „Það verður að hefta aðgengi að svona viðkvæmum upplýsingum og það þarf að vera miklu betra eftirlit með störfum lögreglu. Við þurfum að fara að skoða hvernig við getum verndað rétt brotaþola og þeirra sem leita til lögreglunnar.“ Lögreglan Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir geranda sinn hafa fengið myndir frá lögreglu af nöktum líkama sínum „Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka.“ 29. janúar 2024 07:00 Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45 „Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Mál tveggja lögreglumanna, sem eru ákærðir fyrir brot í starfi, voru þingfest í byrjun vikunnar í héraðsdómi Reykjaness. Annar þeirra er grunaður um að hafa flett upp sex málum í upplýsingakerfi lögreglunnar, LÖKE, sem tengdust nákomnum vandamönnum hans án þess að það tengdist starfi lögreglumannsins. „Ég hugsa fyrst og fremst um öryggi þeirra sem leita til lögreglunnar, öryggi brotaþola og rannsóknarhagsmuni. Ég set stórt spurningamerki við það að lögreglumenn hafi þetta greitt aðgengi að viðkvæmum upplýsingum,“ segir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Vitundar - samtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Óþægileg tilfinning Í kerfinu eru einnig skráðar niður tilkynningar til lögreglu. Guðný lenti í því sjálf árið 2021 eftir að hún leitaði til neyðarmóttöku kynferðisbrota og tilkynnti nauðgun til lögreglu að máli hennar var flett upp af þremur mismunandi embættum. Aðeins eitt þeirra hafði málið til rannsóknar. „Þetta er mjög óþægileg tilfinning vegna þess að við almenningur, eigum ekki rétt á því hver er að fletta okkur upp eða í hvaða tilgangi.“ Brotaþolar hafi áhyggjur af því að folk sem það þekkir og starfar innan kerfisins geti flett þeim upp. „Það hefur komið upp mál þar sem viðkomandi sem skrifar upp á niðurfellingarbréf tengdist sakborningi í kynferðisbrotamáli. Þetta er auðvitað eitthvað sem við viljum ekki sjá,“ segir Guðný. Verði að hefta aðgengið Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna sagði í vikunni að uppflettingarmálið komi á óvart. Oftast væru lögreglumenn áminntir fyrir brot sem þetta eða málin enduðu með lögreglustjórasátt, sem Guðný segir ekki til þess fallið að leysa vandann. „Það verður að hefta aðgengi að svona viðkvæmum upplýsingum og það þarf að vera miklu betra eftirlit með störfum lögreglu. Við þurfum að fara að skoða hvernig við getum verndað rétt brotaþola og þeirra sem leita til lögreglunnar.“
Lögreglan Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir geranda sinn hafa fengið myndir frá lögreglu af nöktum líkama sínum „Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka.“ 29. janúar 2024 07:00 Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45 „Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Segir geranda sinn hafa fengið myndir frá lögreglu af nöktum líkama sínum „Ég kærði kynferðisofbeldið sem ég var beitt til lögreglu vegna þess að ég hélt að lögin myndu vernda mig. Mér datt ekki í hug að kerfið myndi sjálfkrafa brjóta á mér líka.“ 29. janúar 2024 07:00
Treysta ekki lögregluembætti með ofbeldismenn í vinnu til að rannsaka ofbeldismál Stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola segir fáránlegt að ítrekað hafi komið upp mál varðandi kynferðislega áreitni, ofbeldi eða einelti innan lögreglunnar á síðastliðnu ári. Málin grafi undan trausti til lögreglu og kerfisins alls. 21. janúar 2024 23:45
„Hann tók ákvörðun og hann braut á mér“ Kona sem kærði kynferðisbrot til lögreglu í október segir að mál hennar hafi verið sett neðst í málabunka kynferðisbrotadeildar vegna þess að hún hafi ekki kært málið fyrr en þremur dögum eftir að brotið var framið gegn henni. Fimm og hálfur mánuður hafi liðið frá því að hún kærði brotið þar til meintur ofbeldismaður hennar var boðaður í skýrslutöku af lögreglu. 3. apríl 2022 10:01