Fótbolti

Mikil­vægur sigur Völsunga

Siggeir Ævarsson skrifar
Jakob Héðinn skoraði þrjú mörk í dag
Jakob Héðinn skoraði þrjú mörk í dag Facebook Græni herinn

Völsungur vann mikilvægan 4-0 sigur á Selfossi í Lengjudeild karla í dag en liðin eru í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar.

Hinn tvítugi Jakob Héðinn Róbertsson skoraði þrennu í leiknum í dag og er orðinn langmarkahæsti leikmaður Völsung í deildinni með átta mörk og raunar farinn að blanda sér í baráttuna um gullskóinn í deildinni þar sem hann er þriðji markahæstur.

Jakob kom heimamönnum í 2-0 í fyrri hálfleik en gestirnir spiluðu megnið af seinni hálfleik manni færri eftir að Alfredo Ivan Arguello Sanabria fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Jakob fullkomnaði þrennuna á 81. mínútu og Ismael Salmi Yagoub gekk svo endanlega frá leiknum tveimur mínútum síðar.

Sigurinn fleytir Völsungi í 17 stig sem þýðir að liðið er efst í þéttum pakka í neðri hluta deildarinnar, fimm stigum á eftir Keflavík sem situr í 6. sæti með 22 stig.

Grindavík, Selfoss og Fylkir koma svo í þéttum pakka á eftir Húsvíkingum með 14, 13 og 11 stig en þar rétt fyrir aftan sitja Fjölnir og Leiknir í fallsætum með tíu stig hvort.


Tengdar fréttir

Jón Daði meiddur og endur­koman bíður

Endurkoma Jóns Daða Böðvarssonar til Selfoss bíður enn en Jón er meiddur og verður ekki með liðinu í dag sem sækir Völsung heim á Húsavík í Lengjudeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×