Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júlí 2025 10:30 Diljá bað ítrekað um myndatöku til að staðfesta beinbrotið. Getty/Manuel Winterberger Landsliðskonan Diljá Ýr Zomers lenti í leiðindameiðslum í vetur, hún vissi sjálf að eitthvað mikið væri að en læknamistök ollu því að meiðslin urðu lengri en þau hefðu þurft að vera. Sprunga myndaðist í beini í fæti Diljár en beinbrotið var ekki greint strax, henni var sagt að hún væri bara bólgin og var látin byrja endurhæfingu. „Og gengur bara mjög brösuglega, en ég er samt með frekar háan sársaukaþröskuld þannig að ég píndi mig í gegnum þetta. Ég fann eitthvað aðeins en bara okei og æfi í heila viku, bara á annarri löppinni í rauninni. Ætlaði að vera klár í leik, er svo að hita upp á hliðarlínuna og þá smellur eitthvað aftur. Ég gat ekki labbað eftir það og þá fannst mér komið gott. Ég bað um beinmyndatöku og þeir sendu mig í CT skanna og þar sást mjög klár sprunga í beininu“ sagði Diljá. Alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið Eftir langan tíma tókst því loks að greina beinbrotið en Diljá segist sjálf hafa vitað löngu áður hvað væri að. „Það var alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið þannig að ég skildi ekki afhverju þeir vildu ekki tjékka hvort það væri eitthvað brotið þarna, því þannig var tilfinningin við bara að labba… Switzerland v Iceland - UEFA Women's EURO 2025 Group A BERN, SWITZERLAND - JULY 06: Dilja Zomers of Iceland arrives at the stadium prior to the UEFA Women's EURO 2025 Group A match between Switzerland and Iceland at Stadion Wankdorf on July 06, 2025 in Bern, Switzerland. (Photo by Aitor Alcalde - UEFA/UEFA via Getty Images) Þeir voru alltaf að ýta og finna hvar mér var illt og alltaf þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont, en samt sögðu þeir alltaf: Nei þetta er ekki það, þetta er ekki það. Svo voru komnar nokkrar vikur af því að reyna eitthvað annað, þá sagði ég bara: Heyrðu, er ekki hægt að tjékka á þessu? Og þá náttúrulega kom bara í ljós þessi sprunga.“ Sigraðist á meiðslunum og fór á EM Eftir að meiðslin voru rétt greind tók nokkurra mánaða endurhæfing við hjá Diljá en hún náði markmiði sínu, að komast á EM í Sviss með íslenska landsliðinu. Diljá lagði allt í sölurnar til þess að ná Evrópumótinu í Sviss með íslenska landsliðinu. Vísir/Anton Brink Hún skipti svo um félag, fór til Brann í Noregi og horfir nú fram á betri tíma. „Þetta fór svona og ég er bara stolt af því að hafa náð á EM eftir allan þennan tíma. Bæði að hausinn hafi verið klár og líkaminn hafi verið klár í það. Ég set þessi meiðsli bara til hliðar og held áfram núna“ sagði Diljá brosandi að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. 19. júlí 2025 12:32 Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sjá meira
Sprunga myndaðist í beini í fæti Diljár en beinbrotið var ekki greint strax, henni var sagt að hún væri bara bólgin og var látin byrja endurhæfingu. „Og gengur bara mjög brösuglega, en ég er samt með frekar háan sársaukaþröskuld þannig að ég píndi mig í gegnum þetta. Ég fann eitthvað aðeins en bara okei og æfi í heila viku, bara á annarri löppinni í rauninni. Ætlaði að vera klár í leik, er svo að hita upp á hliðarlínuna og þá smellur eitthvað aftur. Ég gat ekki labbað eftir það og þá fannst mér komið gott. Ég bað um beinmyndatöku og þeir sendu mig í CT skanna og þar sást mjög klár sprunga í beininu“ sagði Diljá. Alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið Eftir langan tíma tókst því loks að greina beinbrotið en Diljá segist sjálf hafa vitað löngu áður hvað væri að. „Það var alltaf vont þegar þeir ýttu á beinið þannig að ég skildi ekki afhverju þeir vildu ekki tjékka hvort það væri eitthvað brotið þarna, því þannig var tilfinningin við bara að labba… Switzerland v Iceland - UEFA Women's EURO 2025 Group A BERN, SWITZERLAND - JULY 06: Dilja Zomers of Iceland arrives at the stadium prior to the UEFA Women's EURO 2025 Group A match between Switzerland and Iceland at Stadion Wankdorf on July 06, 2025 in Bern, Switzerland. (Photo by Aitor Alcalde - UEFA/UEFA via Getty Images) Þeir voru alltaf að ýta og finna hvar mér var illt og alltaf þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont, en samt sögðu þeir alltaf: Nei þetta er ekki það, þetta er ekki það. Svo voru komnar nokkrar vikur af því að reyna eitthvað annað, þá sagði ég bara: Heyrðu, er ekki hægt að tjékka á þessu? Og þá náttúrulega kom bara í ljós þessi sprunga.“ Sigraðist á meiðslunum og fór á EM Eftir að meiðslin voru rétt greind tók nokkurra mánaða endurhæfing við hjá Diljá en hún náði markmiði sínu, að komast á EM í Sviss með íslenska landsliðinu. Diljá lagði allt í sölurnar til þess að ná Evrópumótinu í Sviss með íslenska landsliðinu. Vísir/Anton Brink Hún skipti svo um félag, fór til Brann í Noregi og horfir nú fram á betri tíma. „Þetta fór svona og ég er bara stolt af því að hafa náð á EM eftir allan þennan tíma. Bæði að hausinn hafi verið klár og líkaminn hafi verið klár í það. Ég set þessi meiðsli bara til hliðar og held áfram núna“ sagði Diljá brosandi að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. 19. júlí 2025 12:32 Mest lesið Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Sjá meira
„Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum. 19. júlí 2025 12:32