Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2025 07:00 Karl III Bretakonungur hrósaði enska kvennalandsliðinu í hástert. Samsett Eftir sigur enska landsliðsins á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu hefur hamingjuóskunum rignt yfir liðið. Breska konungsfjölskyldan lét ekki sitt eftir liggja. Enska kvennalandsliðið vann frækinn sigur gegn heimsmeisturum Spánar í úrslitaleik EM sem fram fór í gær. Jafnt var á öllum tölum eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. Með sigrinum vörðu þær ensku því Evrópumeistaratitilinn sem þær unnu fyrir þremur árum á heimavelli og eðlilega hefur fólk keppst við að senda þeim hamingjuóskir. Karl III Bretakonungur sendi liðinu til að mynda falleg skilaboð eftir sigurinn. „Í fleiri ár en mig langar að muna hafa enskir stuðningsmenn sungið lagið fræga um að fótboltinn sé að koma heim,“ ritaði konungurinn. „Þegar þið komið aftur heim með bikarinn sem þið unnuð á Wembley fyrir þremur árum er það uppspretta mikils stolts, með íþróttahæfni og magnaðri liðsheild, að Ljónynjurnar hafa staðið við þessi orð.“ „Það er þess vegna sem þið eigið innilegar þakkir og aðdáun allrar fjölskyldu minnar skilið.“ „Vel gert Ljónynjur. Næsta verkefni er svo að koma heim með heimsmeistaratitilinn 2027 ef þið getið.“ Congratulations to our valiant @Lionesses! 🦁🦁🦁A message from The King following the team’s victory at the Women’s Euros 2025.#WEURO2025 pic.twitter.com/mRBAdeGSOf— The Royal Family (@RoyalFamily) July 27, 2025 Konungurinn er þó ekki sá eini sem hefur sent liðinu hamingjuóskir. Vilhjálmur prins og Karlotta prinsessa fylgdust með leiknum úr stúkunni og sögðu að þau „gætu ekki verið stoltari“ af liðinu og Keir Starmer forsætisráðherra segir að liðið hafi verið að skrifa söguna. EM 2025 í Sviss Karl III Bretakonungur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Enska kvennalandsliðið vann frækinn sigur gegn heimsmeisturum Spánar í úrslitaleik EM sem fram fór í gær. Jafnt var á öllum tölum eftir venjulegan leiktíma og framlengingu og því réðust úrslitin ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. Með sigrinum vörðu þær ensku því Evrópumeistaratitilinn sem þær unnu fyrir þremur árum á heimavelli og eðlilega hefur fólk keppst við að senda þeim hamingjuóskir. Karl III Bretakonungur sendi liðinu til að mynda falleg skilaboð eftir sigurinn. „Í fleiri ár en mig langar að muna hafa enskir stuðningsmenn sungið lagið fræga um að fótboltinn sé að koma heim,“ ritaði konungurinn. „Þegar þið komið aftur heim með bikarinn sem þið unnuð á Wembley fyrir þremur árum er það uppspretta mikils stolts, með íþróttahæfni og magnaðri liðsheild, að Ljónynjurnar hafa staðið við þessi orð.“ „Það er þess vegna sem þið eigið innilegar þakkir og aðdáun allrar fjölskyldu minnar skilið.“ „Vel gert Ljónynjur. Næsta verkefni er svo að koma heim með heimsmeistaratitilinn 2027 ef þið getið.“ Congratulations to our valiant @Lionesses! 🦁🦁🦁A message from The King following the team’s victory at the Women’s Euros 2025.#WEURO2025 pic.twitter.com/mRBAdeGSOf— The Royal Family (@RoyalFamily) July 27, 2025 Konungurinn er þó ekki sá eini sem hefur sent liðinu hamingjuóskir. Vilhjálmur prins og Karlotta prinsessa fylgdust með leiknum úr stúkunni og sögðu að þau „gætu ekki verið stoltari“ af liðinu og Keir Starmer forsætisráðherra segir að liðið hafi verið að skrifa söguna.
EM 2025 í Sviss Karl III Bretakonungur Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira