Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 07:31 Lucy Bronze spilaði í gegnum meiðsli sem myndu halda flestum frá fótboltavellinum. Getty/Leiting Gao Lucy Bronze er ein af hetjum enska kvennalandsliðsins sem tryggði sér Evrópumeistartitilinn í gær en hún bjó líklegast til nýja skilgreiningu á því á þessu móti hvað það þýðir að harka af sér. Bronze sagði frá því í viðtali eftir úrslitaleikinn á móti Spáni að hún hafi spilað fótbrotin á mótinu. Bronze er með sprungu í sköflungnum en lét það ekki stoppa sig heldur spilaði í gegnum meiðslin. Bronze er 33 ára gömul og er elst í enska liðinu. Það er líklegt að þetta sé hennar síðasta Evrópumót. Hún ætlaði ekki að missa af því. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Bronze átti mikinn þátt í endurkomunni á móti Svíum í átta liða úrslitunum þar sem hún skoraði mikilvægt mark eftir að Svíar komust í 2-0. Hún skoraði svo aftur úr sínu víti í vítakeppninni. Bronze þurfti að yfirgefa völlinn í úrslitaleiknum en það var vegna annarra meiðsla og meiðsla á hinum fætinum. „Ég hef reyndar spilað allt mótið með sprungu í sköflungnum og svo náði ég að meiða mig á hnénu á hinum fætinum,“ sagði Lucy Bronze við BBC. „Þess vegna fékk ég svo mikið hrós frá stelpunum eftir Svíaleikinn. Þetta hefur verið mjög sársaukafullt. Þetta er samt bara það sem það kostar þig að spila fyrir England og ég er til í það,“ sagði hin ótrúlega Bronze. Hún viðurkenndi samt að þetta hafi verið hrikalega vont. „Við misstum aldrei trúna á okkur sjálfar. Það var mikill hávaði fyrir utan liðið en við þjöppuðum okkur saman og grófum djúpt. Það er svo mikill innblástur að fá að vera hluti af þessu liði. Það er ótrúlegt hvað við höfum afrekað,“ sagði Bronze. „Það er stórkostleg tilfinning sem fylgir því að vinna í vítakeppni en það er líka hræðilegt að tapa úrslitaleik þannig. Ég þekki vel margar af þessum Barcelona stelpum sem klikkuðu á víti. Það er mjög erfitt en ég var líka í þessum sporum fyrir nokkrum árum,“ sagði Bronze. „Við áttum bara að vinna þetta mót og við sýndum mikla þrautseigju í dag. Við höfum sýnt öllum það á þessu móti að þú verður alltaf að trúa á þig sjálfan sama hvað aðrir segja um þig,“ sagði Bronze. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) EM 2025 í Sviss Mest lesið Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Sjá meira
Bronze sagði frá því í viðtali eftir úrslitaleikinn á móti Spáni að hún hafi spilað fótbrotin á mótinu. Bronze er með sprungu í sköflungnum en lét það ekki stoppa sig heldur spilaði í gegnum meiðslin. Bronze er 33 ára gömul og er elst í enska liðinu. Það er líklegt að þetta sé hennar síðasta Evrópumót. Hún ætlaði ekki að missa af því. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Bronze átti mikinn þátt í endurkomunni á móti Svíum í átta liða úrslitunum þar sem hún skoraði mikilvægt mark eftir að Svíar komust í 2-0. Hún skoraði svo aftur úr sínu víti í vítakeppninni. Bronze þurfti að yfirgefa völlinn í úrslitaleiknum en það var vegna annarra meiðsla og meiðsla á hinum fætinum. „Ég hef reyndar spilað allt mótið með sprungu í sköflungnum og svo náði ég að meiða mig á hnénu á hinum fætinum,“ sagði Lucy Bronze við BBC. „Þess vegna fékk ég svo mikið hrós frá stelpunum eftir Svíaleikinn. Þetta hefur verið mjög sársaukafullt. Þetta er samt bara það sem það kostar þig að spila fyrir England og ég er til í það,“ sagði hin ótrúlega Bronze. Hún viðurkenndi samt að þetta hafi verið hrikalega vont. „Við misstum aldrei trúna á okkur sjálfar. Það var mikill hávaði fyrir utan liðið en við þjöppuðum okkur saman og grófum djúpt. Það er svo mikill innblástur að fá að vera hluti af þessu liði. Það er ótrúlegt hvað við höfum afrekað,“ sagði Bronze. „Það er stórkostleg tilfinning sem fylgir því að vinna í vítakeppni en það er líka hræðilegt að tapa úrslitaleik þannig. Ég þekki vel margar af þessum Barcelona stelpum sem klikkuðu á víti. Það er mjög erfitt en ég var líka í þessum sporum fyrir nokkrum árum,“ sagði Bronze. „Við áttum bara að vinna þetta mót og við sýndum mikla þrautseigju í dag. Við höfum sýnt öllum það á þessu móti að þú verður alltaf að trúa á þig sjálfan sama hvað aðrir segja um þig,“ sagði Bronze. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
EM 2025 í Sviss Mest lesið Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Íslenski boltinn „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Íslenski boltinn Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Leik lokið: Fram - KR 0-1 | Vesturbæingar ná í fyrsta útisigurinn Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Sjá meira