„Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2025 21:31 Benedikt V. Warén skoraði og lagði upp í kvöld. Vísir/Diego „Það er bara geggjað að fá sigur. Þetta er búið að vera smá erfitt í síðustu leikjum,“ sagði Benedikt Waren, leikmaður Stjörnunnar, eftir 4-1 sigur liðsins gegn Aftureldingu í kvöld. „Það er bara gríðarlega mikilvægt að vinna hér, á okkar heimavelli og þetta eru bara frábær þrjú stig.“ Þetta var fyrsti deildarsigur Stjörnunnar í rúman mánuð, en liðið vann síðast deildarleik gegn ÍA þann 22. júní. „Þetta er búið að vera svolítð súrt núna, en við höldum bara áfram. Við erum búnir að eiga fína kafla núna í sumar og við ætlum að gera vel. Við erum með mjög gott lið og þurfum bara að halda áfram að gera vel,“ sagði Benedikt, sem lagði upp og skoraði í kvöld. Stjörnumenn áttu ekki eitt einasta skot á mark í fyrri hálfleik, en dæmið snérist við í seinni hálfleik eftir að Axel Óskar Andrésson fékk rautt spjald í liði Aftureldingar stuttu fyrir hlé. Benedikt vildi þó ekki meina að rauða spjaldið hafi haft of mikil áhrif. „Ég veit það nú ekki. Maður getur ekki sagt til um hvernig þetta hefði verið. En auðvitað breyta rauð spjöld leikjum.“ „En mér fannst við líka bara spila vel. Við vorum búnir að tala um það fyrir leikinn að ef þeir ætluðu að liggja niðri þá værum við með plan B. Mér fannst við gera það vel. Við vorum að finna sendingar á fjær og mér fannst þetta ganga bara mjög vel.“ Þá segir hann að Jökull Elísabetarson, þjálfari liðsins, hafi gefið skýr skilaboð í hálfleik. „Það var bara að vera þolinmóðir. Það voru enn 45 mínútur eftir og við þurftum ekkert að vera að drífa okkur. Bara fá boltann út í vænginn og reyna að koma honum inn í teig. Það er það sem virkar þegar liðin liggja svona neðarlega.“ Að lokum segir hann sigurinn gefa liðinu mikið. „Já klárlega. Það er smá í næsta leik og það gerir svo mikið að vinna leiki. Maður er í þessu fyrir þetta. Þetta var bara geggjað,“ sagði Benedikt að lokum. Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
„Það er bara gríðarlega mikilvægt að vinna hér, á okkar heimavelli og þetta eru bara frábær þrjú stig.“ Þetta var fyrsti deildarsigur Stjörnunnar í rúman mánuð, en liðið vann síðast deildarleik gegn ÍA þann 22. júní. „Þetta er búið að vera svolítð súrt núna, en við höldum bara áfram. Við erum búnir að eiga fína kafla núna í sumar og við ætlum að gera vel. Við erum með mjög gott lið og þurfum bara að halda áfram að gera vel,“ sagði Benedikt, sem lagði upp og skoraði í kvöld. Stjörnumenn áttu ekki eitt einasta skot á mark í fyrri hálfleik, en dæmið snérist við í seinni hálfleik eftir að Axel Óskar Andrésson fékk rautt spjald í liði Aftureldingar stuttu fyrir hlé. Benedikt vildi þó ekki meina að rauða spjaldið hafi haft of mikil áhrif. „Ég veit það nú ekki. Maður getur ekki sagt til um hvernig þetta hefði verið. En auðvitað breyta rauð spjöld leikjum.“ „En mér fannst við líka bara spila vel. Við vorum búnir að tala um það fyrir leikinn að ef þeir ætluðu að liggja niðri þá værum við með plan B. Mér fannst við gera það vel. Við vorum að finna sendingar á fjær og mér fannst þetta ganga bara mjög vel.“ Þá segir hann að Jökull Elísabetarson, þjálfari liðsins, hafi gefið skýr skilaboð í hálfleik. „Það var bara að vera þolinmóðir. Það voru enn 45 mínútur eftir og við þurftum ekkert að vera að drífa okkur. Bara fá boltann út í vænginn og reyna að koma honum inn í teig. Það er það sem virkar þegar liðin liggja svona neðarlega.“ Að lokum segir hann sigurinn gefa liðinu mikið. „Já klárlega. Það er smá í næsta leik og það gerir svo mikið að vinna leiki. Maður er í þessu fyrir þetta. Þetta var bara geggjað,“ sagði Benedikt að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti