„Vorum búnir að vera miklu betri“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júlí 2025 21:48 Magnús Már í djúpum pælingum. vísir / diego Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var eðlilega svekktur eftir 4-1 tap sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld. Leikurinn litaðist helst af því að Axel Óskar Andrésson, leikmaður Aftureldingar, nældi sér í rautt spjald í fyrri hálfleik. „Þetta er mjög súrt og sérstaklega kannski í ljósi þess hvernig leikurinn spilast áður en þetta rauða spjald kemur. Það breytir leiknum. Axel er búin að fá nokkur gul í sumar en fær þarna rautt og því miður hefur það mikil áhrif á leikmyndina,“ sagði Magnús Már í leikslok. „Við vorum búnir að vera miklu betri, eða ógna allavega miklu meira, fram að því og skora eitt mark og vorum nær því að skora annað en þeir að jafna. Þannig að það er mjög svekkjandi að þetta rauða spjald komi og það er erfitt að vera svona lengi manni færri. Kannski brugðumst við ekki vel evið, en það hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið 11 á móti 11.“ Axel nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili og í raun ekkert hægt að setja út á þá dóma. Magnús segir það þó ekki hafa neitt upp á sig að vera ósáttur við Axel eftir leikinn. „Nei það hefur ekkert upp á sig að vera ósáttur við hann. Þetta bara gerðist. Hann er keppnismaður og hann veit það ábyggilega sjálfur að hann hefði betur átt að bremsa sig af þarna. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur í sumar þannig ég er ekkert ósáttur við hann. Hann er búinn að vera algjör klettur í vörninni hjá okkur. Þetta er bara eitthvað sem gerðist.“ Þá segir Magnús að brekkan hafi verið brött í seinni hálfleik. „Já, þetta var bratt. Mér fannst við verjast vel framan af í sinni hálfleik og ég held að fyrsta færið þeirra hafi komið þegar þeir jafna í 1-1. Eftir það ganga þeir á lagið og því miður var erfitt að reyna að snúa því við þegar við vorum manni færri.“ „Eins og ég segi hefði verið gaman að sjá hvernig þetta hefði farið ef við hefðum verið 11 á móti 11, en Stjarnan er gott lið sem kom bara á okkur og er með góða menn fram á við. Það er erfitt að verjast þeim manni færri svona lengi og þeir gengu á lagið og unnu sanngjarnan sigur.“ Mosfellingar fengu hins vegar tvö dauðafæri til að tvöfalda foyrstuna í leiknum, það seinna snemma í seinni hálfleik þegar Hrannar Sbær slapp einn í gegn. „Eins og ég segi þá áttum við betri færi í 1-0 stöðunni til að koma þessu í 2-0. Þetta var bara frábærlega varið hjá Árna sem er búinn að vera frábær í sumar. Þetta er bara eitt færi og svona gerist. Það er bara fuck it og næsti leikur.“ Þá vill Magnús ekki meina að sínir menn hafi gefið eftir seinni hluta leiksins, þrátt fyrir að mörk Stjörnunnar hafi oft og tíðum verið ansi ódýr. „Nei, ég er ekki alveg á því. Við erum að verja teiginn okkar og þetta er ógrynni af fyrirgjöfum sem þeir eiga. Á endanum gefur sig kannski eitthvað og það gerist á þessum augnablikum.“ „Við hefðum klárlega getað gert betur í einhverjum augnablikum. Ég á eftir að skoða það betur hvernig það var. En nei, mér fannst engin uppgjöf,“ sagði Magnús að lokum. Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjá meira
„Þetta er mjög súrt og sérstaklega kannski í ljósi þess hvernig leikurinn spilast áður en þetta rauða spjald kemur. Það breytir leiknum. Axel er búin að fá nokkur gul í sumar en fær þarna rautt og því miður hefur það mikil áhrif á leikmyndina,“ sagði Magnús Már í leikslok. „Við vorum búnir að vera miklu betri, eða ógna allavega miklu meira, fram að því og skora eitt mark og vorum nær því að skora annað en þeir að jafna. Þannig að það er mjög svekkjandi að þetta rauða spjald komi og það er erfitt að vera svona lengi manni færri. Kannski brugðumst við ekki vel evið, en það hefði verið gaman að sjá hvernig þessi leikur hefði farið 11 á móti 11.“ Axel nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili og í raun ekkert hægt að setja út á þá dóma. Magnús segir það þó ekki hafa neitt upp á sig að vera ósáttur við Axel eftir leikinn. „Nei það hefur ekkert upp á sig að vera ósáttur við hann. Þetta bara gerðist. Hann er keppnismaður og hann veit það ábyggilega sjálfur að hann hefði betur átt að bremsa sig af þarna. Hann er búinn að vera frábær fyrir okkur í sumar þannig ég er ekkert ósáttur við hann. Hann er búinn að vera algjör klettur í vörninni hjá okkur. Þetta er bara eitthvað sem gerðist.“ Þá segir Magnús að brekkan hafi verið brött í seinni hálfleik. „Já, þetta var bratt. Mér fannst við verjast vel framan af í sinni hálfleik og ég held að fyrsta færið þeirra hafi komið þegar þeir jafna í 1-1. Eftir það ganga þeir á lagið og því miður var erfitt að reyna að snúa því við þegar við vorum manni færri.“ „Eins og ég segi hefði verið gaman að sjá hvernig þetta hefði farið ef við hefðum verið 11 á móti 11, en Stjarnan er gott lið sem kom bara á okkur og er með góða menn fram á við. Það er erfitt að verjast þeim manni færri svona lengi og þeir gengu á lagið og unnu sanngjarnan sigur.“ Mosfellingar fengu hins vegar tvö dauðafæri til að tvöfalda foyrstuna í leiknum, það seinna snemma í seinni hálfleik þegar Hrannar Sbær slapp einn í gegn. „Eins og ég segi þá áttum við betri færi í 1-0 stöðunni til að koma þessu í 2-0. Þetta var bara frábærlega varið hjá Árna sem er búinn að vera frábær í sumar. Þetta er bara eitt færi og svona gerist. Það er bara fuck it og næsti leikur.“ Þá vill Magnús ekki meina að sínir menn hafi gefið eftir seinni hluta leiksins, þrátt fyrir að mörk Stjörnunnar hafi oft og tíðum verið ansi ódýr. „Nei, ég er ekki alveg á því. Við erum að verja teiginn okkar og þetta er ógrynni af fyrirgjöfum sem þeir eiga. Á endanum gefur sig kannski eitthvað og það gerist á þessum augnablikum.“ „Við hefðum klárlega getað gert betur í einhverjum augnablikum. Ég á eftir að skoða það betur hvernig það var. En nei, mér fannst engin uppgjöf,“ sagði Magnús að lokum.
Besta deild karla Stjarnan Afturelding Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Frá Fram á Hlíðarenda Íslenski boltinn Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjá meira