Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júlí 2025 23:53 Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Steinunn Þórðardóttir, öldrunarlæknir og formaður Læknafélags Íslands, segir að engar langtímarannsóknir hafi verið gerðar um áhrif kreatíns á einkenni heilabilunarsjúkdóma eins og Alzheimer. Hins vegar séu sterkar vísbendingar um ágæti efnisins fyrir fólk sem er í styrktarþjálfun og annarri hreyfingu, en þar skorti þó einnig langtímarannsóknir. Fæðubótarefnið kreatín er nú auglýst eins og enginn sé morgundagurinn og ýmislegt fullyrt um ágæti efnisins og áhrif þess á heila- og líkamsstarfsemi. Steinunn Þórðardóttir var til viðtals um kreatín og önnur fæðubótarefni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Rætt var um rannsókn frá Kansas í Bandaríkjunum þar sem nítjan Alzheimer sjúklingar fengu 20 grömm af kreatíni á hverjum degi í átta vikur. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að kreatínið gæti dregið úr einkennum heilabilunarinnar. Steinunn segir að rannsóknin hafi verið lítil rannsókn, svokölluð pilot rannsókn, sem hugsuð er til að gefa vísbendingar um það hvort það sé rétt að fara í stærri rannsóknir. „Eitt sem sló mig er að þarna var enginn samanburðarhópur ... ég hefði viljað sjá annan hóp sem fékk lyfleysu og sjá hvort að þeim hefði farið líka fram.“ „Eitt sem ég hnaut um þegar ég var að lesa þessa rannsókn var að meirihluti þátttakenda voru karlar, hvítir karlar ... konur eru í meirihluta þeirra sem fá Alzheimer, hvað segir þetta um konur, eða fólk af öðrum kynþáttum?“ Kreatínið virðist gagnlegt fyrir fólk á hreyfingu Steinunn segir að ekki séu komnar neinar stórar langtímarannsóknir á áhrifum kreatíns, og langtímaáhrif notkunar fæðubótarefnisins séu því ekki þekkt, ekki heldur varðandi styrktarþjálfun og annað. „En það virðist vera skaðlaust, fyrir hraust fólk til lengri tíma jafnvel í stórum skömmtum, en þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós.“ Mest rannsakaða fæðubótarefnið heyrir maður oft? „Já og svona með sterkustu vísbendingarnar á bak við sig um raunverulega virkni, fyrir þá sem eru í styrktarþjálfun, sem eru í hreyfingu, hef ég bara fulla trú á því að það sé rétt, og held að þetta sé raunverulega gagnlegt.“ Þá segir Steinunn að það ætti ekki að vera hættulegt að taka of mikið kreatín. „Ef þú ert með eðlilega nýrnastarfsemi þá skolast þetta út ef líkaminn hefur ekki not fyrir þetta.“ Steinunn segir svo að D vítamín sé það fæðubótarefni sem flestir ættu að taka. „Við Íslendingar eigum að huga að D vítamíni, líka bara út af beinunum, gríðarlega mikilvægt fæðubótarefni sem við eigum öll að taka.“ „Þetta með að það hafi áhrif á heilann er alltaf betur og betur að koma í ljós. Það eru rannsóknir sem sýna að D vítamín geti seinkað vitrænni skerðingu og að svona sjúkdómar komi fram,“ segir Steinunn Þórðardóttir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Fæðubótarefni Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Fæðubótarefnið kreatín er nú auglýst eins og enginn sé morgundagurinn og ýmislegt fullyrt um ágæti efnisins og áhrif þess á heila- og líkamsstarfsemi. Steinunn Þórðardóttir var til viðtals um kreatín og önnur fæðubótarefni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Rætt var um rannsókn frá Kansas í Bandaríkjunum þar sem nítjan Alzheimer sjúklingar fengu 20 grömm af kreatíni á hverjum degi í átta vikur. Niðurstöðurnar gáfu til kynna að kreatínið gæti dregið úr einkennum heilabilunarinnar. Steinunn segir að rannsóknin hafi verið lítil rannsókn, svokölluð pilot rannsókn, sem hugsuð er til að gefa vísbendingar um það hvort það sé rétt að fara í stærri rannsóknir. „Eitt sem sló mig er að þarna var enginn samanburðarhópur ... ég hefði viljað sjá annan hóp sem fékk lyfleysu og sjá hvort að þeim hefði farið líka fram.“ „Eitt sem ég hnaut um þegar ég var að lesa þessa rannsókn var að meirihluti þátttakenda voru karlar, hvítir karlar ... konur eru í meirihluta þeirra sem fá Alzheimer, hvað segir þetta um konur, eða fólk af öðrum kynþáttum?“ Kreatínið virðist gagnlegt fyrir fólk á hreyfingu Steinunn segir að ekki séu komnar neinar stórar langtímarannsóknir á áhrifum kreatíns, og langtímaáhrif notkunar fæðubótarefnisins séu því ekki þekkt, ekki heldur varðandi styrktarþjálfun og annað. „En það virðist vera skaðlaust, fyrir hraust fólk til lengri tíma jafnvel í stórum skömmtum, en þetta er eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós.“ Mest rannsakaða fæðubótarefnið heyrir maður oft? „Já og svona með sterkustu vísbendingarnar á bak við sig um raunverulega virkni, fyrir þá sem eru í styrktarþjálfun, sem eru í hreyfingu, hef ég bara fulla trú á því að það sé rétt, og held að þetta sé raunverulega gagnlegt.“ Þá segir Steinunn að það ætti ekki að vera hættulegt að taka of mikið kreatín. „Ef þú ert með eðlilega nýrnastarfsemi þá skolast þetta út ef líkaminn hefur ekki not fyrir þetta.“ Steinunn segir svo að D vítamín sé það fæðubótarefni sem flestir ættu að taka. „Við Íslendingar eigum að huga að D vítamíni, líka bara út af beinunum, gríðarlega mikilvægt fæðubótarefni sem við eigum öll að taka.“ „Þetta með að það hafi áhrif á heilann er alltaf betur og betur að koma í ljós. Það eru rannsóknir sem sýna að D vítamín geti seinkað vitrænni skerðingu og að svona sjúkdómar komi fram,“ segir Steinunn Þórðardóttir. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Fæðubótarefni Heilbrigðismál Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Sjá meira