Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2025 14:01 Anna Svandís í garðinum á Drangsnesi sem vekur verðskuldaða eftirtekt. Vísir/KTD Hjón á Drangsnesi taka því fagnandi þegar ferðamenn birtast í garðinum þeirra til að dást að listaverkum. Þau lýsa lífinu á Drangsnesi sem ljúfu og ekkert svo langt að skreppa suður til Reykjavíkur sé tilefni til. Ferðafólk á Ströndum stoppar margt hvert í versluninni í Drangsnesi en það eru ekki síður margir sem kíkja hér yfir götuna og dást að einum fallegasta garði landsins. Garðurinn er þrjátíu ára verkefni hjónanna Birgis Karls Guðmundssonar og Önnu Svandísar Gunnarsdóttur. „Það er svo erfitt að fá tré til að vaxa hérna, þess vegna hirtum við bara grjót og kúlur,“ segir Anna og gerir ekki mikið úr öllu saman. Þau lögðu einfaldlega möl í garðinn sem hefur síðan orðið eitt helsta flaggskip bæjarins. Bubbi bróðir Svandísar á heiðurinn að listaverkum sem hann skar út á bryggjuhátíð bæjarins í gegnum árin. Auk þeirra má finna ýmsa skrautsteina, skeljar, fjörugrjót, rekavið og ýmsa gamla bátshluti. Jafnvel fallega steina sem fluttir voru vestur alla leið frá Stöðvarfirði. Mörg hundruð kílómetra bíltúr úr steinabænum austur á fjörðum. Það sem vekur mesta athygli ferðalanga er lítið steinaþorp í garðinum þar sem Anna hefur málað kirkju, hús og íbúa. Í klettunum fyrir ofan þorpið eru svo dvergar sem vaka yfir öllu saman. Ferðafólk bankar stundum upp á til að forvitnast um garðinn. „Já já, það spyr okkur stundum en stundum labbar það að gamni sínu og við erum ekkert að neita því. Það má alveg fara ef það vill.“ Fyrir veturinn safna hjónin skrautinu saman og geyma ýmist í kjallaranum eða geymsluskúr sem Birgir byggð. Hann er heimamaður í húð og hár og nældi í Önnu sína á Þórskaffi á síðustu öld. Reykvíking sem sökum ástarinnar hefur búið á Drangsnesi í 37 ár. „Veturinn hefur ekki verið svo harður undanfarin ár. Það er allt í lagi. Maður venst þessu. Þó maður sé fæddur og uppalinn í Reykjavík. Svo er ekkert svo langt að fara suður til Reykjavíkur. Við skreppum þangað oft.“ Kaldrananeshreppur Ferðaþjónusta Styttur og útilistaverk Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Sjá meira
Ferðafólk á Ströndum stoppar margt hvert í versluninni í Drangsnesi en það eru ekki síður margir sem kíkja hér yfir götuna og dást að einum fallegasta garði landsins. Garðurinn er þrjátíu ára verkefni hjónanna Birgis Karls Guðmundssonar og Önnu Svandísar Gunnarsdóttur. „Það er svo erfitt að fá tré til að vaxa hérna, þess vegna hirtum við bara grjót og kúlur,“ segir Anna og gerir ekki mikið úr öllu saman. Þau lögðu einfaldlega möl í garðinn sem hefur síðan orðið eitt helsta flaggskip bæjarins. Bubbi bróðir Svandísar á heiðurinn að listaverkum sem hann skar út á bryggjuhátíð bæjarins í gegnum árin. Auk þeirra má finna ýmsa skrautsteina, skeljar, fjörugrjót, rekavið og ýmsa gamla bátshluti. Jafnvel fallega steina sem fluttir voru vestur alla leið frá Stöðvarfirði. Mörg hundruð kílómetra bíltúr úr steinabænum austur á fjörðum. Það sem vekur mesta athygli ferðalanga er lítið steinaþorp í garðinum þar sem Anna hefur málað kirkju, hús og íbúa. Í klettunum fyrir ofan þorpið eru svo dvergar sem vaka yfir öllu saman. Ferðafólk bankar stundum upp á til að forvitnast um garðinn. „Já já, það spyr okkur stundum en stundum labbar það að gamni sínu og við erum ekkert að neita því. Það má alveg fara ef það vill.“ Fyrir veturinn safna hjónin skrautinu saman og geyma ýmist í kjallaranum eða geymsluskúr sem Birgir byggð. Hann er heimamaður í húð og hár og nældi í Önnu sína á Þórskaffi á síðustu öld. Reykvíking sem sökum ástarinnar hefur búið á Drangsnesi í 37 ár. „Veturinn hefur ekki verið svo harður undanfarin ár. Það er allt í lagi. Maður venst þessu. Þó maður sé fæddur og uppalinn í Reykjavík. Svo er ekkert svo langt að fara suður til Reykjavíkur. Við skreppum þangað oft.“
Kaldrananeshreppur Ferðaþjónusta Styttur og útilistaverk Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ Sjá meira