Sögulegur klæðnaður á dreglinum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. júlí 2025 17:03 Leikararnir Chad Michael Murray, Jamie Lee Curtis og Lindsay Lohan á frumsýningu Freakier Friday í New York í gær. Jamie McCarthy/Getty Images for Disney Það hefur vart farið fram hjá neinum aðdáanda skvísukvikmynda eða chick flicks að Lindsay Lohan og Jaime Lee Curtis eiga nú sögulega endurkomu á stóra skjánum. Tvíeykið hefur vakið mikla athygli á dreglum víða um heim og sömuleiðis hjartaknúsarinn Chad Michael Murray. Kvikmyndin Freaky Friday með ofantöldum leikurum sló í gegn árið 2003 og nú 22 árum seinna er framhaldsmynd mætt í kvikmyndahús. Árið 2003 var Chad Michael Murray einhver heitasti hjartaknúsari senunnar en það hefur lítið á honum borið yfir síðustu tvo áratugina. Lindsay Lohan, sem sló upphaflega í gegn í tvöföldu hlutverki sem tvíburasysturnar Annie og Hallie í ikonísku gamanmyndinni Parent Trap, hefur farið í gegnum hæðir og lægðir á sínum ferli en virðist eiga öfluga endurkomu um þessar mundir. Hún skín allavega gríðarlega skært í hvert sinn á dreglinum í klæðnaði sem minnir stundum á söguleg lúkk hennar úr Parent Trap. „Smá glans, smá silki, fullt af ást og smá innblástur frá Hallie Parker,“ skrifaði Lohan undir þessa mynd af sér á Instagram og vísar þar til annarrar tvíburasysturinnar í Parent Trap. View this post on Instagram A post shared by Lindsay Lohan (@lindsaylohan) Kjóllinn er frá ítölsku tískugoðsögninni Roberto Cavalli. Lindsay Lohan samdægurs komin í kjól frá Roberto Cavalli. XNY/Star Max/GC Images Í gærdag rokkaði hún ljósgula köflótta pilsadragt frá hátískuhúsinu Balmain með gula spöng í stíl. View this post on Instagram A post shared by Lindsay Lohan (@lindsaylohan) „Annie James orka með smá Freakier Friday tvisti,“ skrifar Lohan við myndina. Lindsay Lohan glæsileg í Balmain. Aeon/GC Images Freakier Friday er væntanleg í kvikmyndahús hérlendis 7. ágúst næstkomandi og því tilvalið fyrir aðdáendur að fara 22 ár aftur í tímann og rifja fyrri myndina upp. Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Sjá meira
Kvikmyndin Freaky Friday með ofantöldum leikurum sló í gegn árið 2003 og nú 22 árum seinna er framhaldsmynd mætt í kvikmyndahús. Árið 2003 var Chad Michael Murray einhver heitasti hjartaknúsari senunnar en það hefur lítið á honum borið yfir síðustu tvo áratugina. Lindsay Lohan, sem sló upphaflega í gegn í tvöföldu hlutverki sem tvíburasysturnar Annie og Hallie í ikonísku gamanmyndinni Parent Trap, hefur farið í gegnum hæðir og lægðir á sínum ferli en virðist eiga öfluga endurkomu um þessar mundir. Hún skín allavega gríðarlega skært í hvert sinn á dreglinum í klæðnaði sem minnir stundum á söguleg lúkk hennar úr Parent Trap. „Smá glans, smá silki, fullt af ást og smá innblástur frá Hallie Parker,“ skrifaði Lohan undir þessa mynd af sér á Instagram og vísar þar til annarrar tvíburasysturinnar í Parent Trap. View this post on Instagram A post shared by Lindsay Lohan (@lindsaylohan) Kjóllinn er frá ítölsku tískugoðsögninni Roberto Cavalli. Lindsay Lohan samdægurs komin í kjól frá Roberto Cavalli. XNY/Star Max/GC Images Í gærdag rokkaði hún ljósgula köflótta pilsadragt frá hátískuhúsinu Balmain með gula spöng í stíl. View this post on Instagram A post shared by Lindsay Lohan (@lindsaylohan) „Annie James orka með smá Freakier Friday tvisti,“ skrifar Lohan við myndina. Lindsay Lohan glæsileg í Balmain. Aeon/GC Images Freakier Friday er væntanleg í kvikmyndahús hérlendis 7. ágúst næstkomandi og því tilvalið fyrir aðdáendur að fara 22 ár aftur í tímann og rifja fyrri myndina upp.
Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Fleiri fréttir Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Sjá meira