Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júlí 2025 19:11 Grétar segir að kirkjuverðir séu oft látnir heyra það. Samsett Dæmi eru um að ferðamenn laumi sér inn í Hallgrímskirkju á meðan þar fara fram útfarir. Kirkjuhaldari segir ferðamenn upp til hópa hegða sér vel þó heitar tilfinningar séu oft í spilinu þegar þeir fá ekki að sjá inn í þessa frægustu kirkju landsins. Starfsmenn við dyr séu oft látnir heyra það. Sumar íslenskar kirkjur eru orðnar miklu meira en bara kirkjur. Þær eru orðnar að ferðamannastöðum. Og það getur reynst þrautinni þyngri að flétta hefðbundnum helgistörfum í þeim kirkjum saman við mikinn áhuga ferðamanna. Þetta er raunin í Víkurkirkju í Mýrdal en greint var frá því í dag að þar hafi komið fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja útfarir í kirkjunni. Þar hefur ágengni ferðamanna gengið svo langt að björgunarsveitir sinna lokun við veg að kirkjunni á meðan útförum stendur. Heitar tilfinningar hjá ferðamönnum sem dvelja stutt Grétar Einarsson kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, þeirri kirkju sem tekur við flestum fjölda ferðamanna á Íslandi, segir ferðamönnum geta fylgt mikil áskorun. „Við erum fyrst og fremst kirkja, þannig að helgihald og athafnir ganga alltaf fyrir öllu öðru. En þetta getur alveg verið áskorun. Þetta er gríðarlegur fjöldi af fólki sem hingað kemur, við erum að tala um hundruði þúsunda.“ Ýmist sé kirkjunni allri lokað þegar helgihald sé í gangi eða þá einungis kirkjuskipinu og segir Grétar það misjafnt hve tilbúnir ferðamenn séu í að hlýta lokuninni. „Það kemur alveg fyrir að túristar séu að lauma sér inn í athafnir, það er brúðkaup og ansi oft útfarir. Það er þannig að við erum með dyravörslu þegar við lokum allri kirkjunni og líka þegar við þurfum að loka kirkjuskipinu, þannig að við sigtum inn.“ Þá hefur Grétar sjálfur staðið í dyravörslu og segir heitar tilfinningar oft ráða för hjá ferðamönnum, sem hann tekur þó fram að hagi sér upp til hópa vel. „Ýmis samskipti þar sem dvelja svolítið með manni og eru erfið þegar þau koma, því eins og ég segi áreitið er gríðarlegt. Orðaskipti sem kannski eru ekki í hvorki guðs húsi né siðaðra manna húsi boðleg og fingramál sem kannski er miður boðlegra.“ Hann segist þó hafa samúð með ferðafólki sem dvelji hér í stutta stund. „Það er líka mikilvægt að hafa það í huga að margir ferðamenn sem koma í kirkju eru ekki bara að koma til að skoða kirkjuna, þeir eru líka að koma til að eiga sínar bænastund í kirkjunni eða eins og hér gerist með ljósberann skrifa niður sínar hugsanir eða eitthvað álíka.“ Ferðaþjónusta Þjóðkirkjan Reykjavík Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Sumar íslenskar kirkjur eru orðnar miklu meira en bara kirkjur. Þær eru orðnar að ferðamannastöðum. Og það getur reynst þrautinni þyngri að flétta hefðbundnum helgistörfum í þeim kirkjum saman við mikinn áhuga ferðamanna. Þetta er raunin í Víkurkirkju í Mýrdal en greint var frá því í dag að þar hafi komið fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja útfarir í kirkjunni. Þar hefur ágengni ferðamanna gengið svo langt að björgunarsveitir sinna lokun við veg að kirkjunni á meðan útförum stendur. Heitar tilfinningar hjá ferðamönnum sem dvelja stutt Grétar Einarsson kirkjuhaldari í Hallgrímskirkju, þeirri kirkju sem tekur við flestum fjölda ferðamanna á Íslandi, segir ferðamönnum geta fylgt mikil áskorun. „Við erum fyrst og fremst kirkja, þannig að helgihald og athafnir ganga alltaf fyrir öllu öðru. En þetta getur alveg verið áskorun. Þetta er gríðarlegur fjöldi af fólki sem hingað kemur, við erum að tala um hundruði þúsunda.“ Ýmist sé kirkjunni allri lokað þegar helgihald sé í gangi eða þá einungis kirkjuskipinu og segir Grétar það misjafnt hve tilbúnir ferðamenn séu í að hlýta lokuninni. „Það kemur alveg fyrir að túristar séu að lauma sér inn í athafnir, það er brúðkaup og ansi oft útfarir. Það er þannig að við erum með dyravörslu þegar við lokum allri kirkjunni og líka þegar við þurfum að loka kirkjuskipinu, þannig að við sigtum inn.“ Þá hefur Grétar sjálfur staðið í dyravörslu og segir heitar tilfinningar oft ráða för hjá ferðamönnum, sem hann tekur þó fram að hagi sér upp til hópa vel. „Ýmis samskipti þar sem dvelja svolítið með manni og eru erfið þegar þau koma, því eins og ég segi áreitið er gríðarlegt. Orðaskipti sem kannski eru ekki í hvorki guðs húsi né siðaðra manna húsi boðleg og fingramál sem kannski er miður boðlegra.“ Hann segist þó hafa samúð með ferðafólki sem dvelji hér í stutta stund. „Það er líka mikilvægt að hafa það í huga að margir ferðamenn sem koma í kirkju eru ekki bara að koma til að skoða kirkjuna, þeir eru líka að koma til að eiga sínar bænastund í kirkjunni eða eins og hér gerist með ljósberann skrifa niður sínar hugsanir eða eitthvað álíka.“
Ferðaþjónusta Þjóðkirkjan Reykjavík Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira