Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. ágúst 2025 08:21 Laura Dahlmeier með eitt af mörgum gullverðlaunum sem hún vann á stórmótum á ferlinum. Getty/Martin Rose Klifurfélagi Ólympíumeistarans og skíðaskotfimidrottningarinnar Lauru Dahlmeier hefur sagt frá því sem kom fyrir þegar þær voru að klifra saman erfiða klifurleið upp Laila Peak í Pakistan. Dahlmeier var fyrir grjóthruni og nú er ljóst að hún er látin. Það er of hættulegt er að sækja líkið þar sem það er á fjallinu. Marina Krauss var með Dahlmeier í ferðinni. Eftir að Laura hætti að keppa í skíðaskotfimi hefur hún klifrað margar erfiðar klifurleiðir út um allan heim en að þessu sinni var hún afar óheppin. „Ég horfði á stóran stein lenda á henni,“ sagði Marina Krauss við Bayerischer Rundfunk. @Sportbladet Marina sendi út neyðarkall og reyndi síðan að gera hvað hún gat til að bjarga Dahlmeier. Aðstæður voru hræðilegar eins og kom enn betur í ljós þegar reyndir björgunarsveitarmenn og fjallamenn komust ekki heldur til hennar. Vindur, slæmt skyggni og slæmur staður áttu allt þátt í því að verkefnið var ómögulegt. Þetta er líka í næstum því sex þúsund metra hæð. „Hún skall líka utan í fjallinu eftir að steinninn lenti á henni. Eftir það þá hreyfði hún sig ekkert. Það var ómögulegt fyrir mig að ná til hennar þar sem hún lá. Ég kallaði til hennar en ég fékk ekkert svar,“ sagði Krauss. Bæði Marina og Laura voru reyndar klifurkonur og þær gerðu sér vel grein fyrir áhættunni að vera klifra á þessum hættulega stað. Veðurspáin var hins vegar góð og þær töldu sig hafa getuna og kunnáttuna til að klifra þarna. Í miðri ferðinni þá breyttist veðrið og snjórinn varð mýkri. „Við ákváðum því að hætta við að fara áfram upp á toppinn. Ef við hefðum verið hálftíma á undan á ferðinni þá hefðum við ekki lent í neinum vandræðum,“ sagði Krauss. Aðstæður eru það slæmar á slysstaðnum að ákveðið var að ekki sé mögulegt að ná í líkið eins og staðan er núna. Laura vildi líka sjálf að enginn setti sig í lífshættu til að bjarga henni. Dahlmeier vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og sjö gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún vann alls fimmtán verðlaun á HM á ferlinum. Árið 2019 setti hún skíðin upp á hillu. Ólympíugullin sín vann hún á Vetrarleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu árið 2018, í 7,5 kílómetra sprettgöngu og í 10 kílómetra eltigöngu. Skíðaíþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Þór Þ. - Keflavík | Gestirnir komnir á beinu brautina? Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild Sjá meira
Dahlmeier var fyrir grjóthruni og nú er ljóst að hún er látin. Það er of hættulegt er að sækja líkið þar sem það er á fjallinu. Marina Krauss var með Dahlmeier í ferðinni. Eftir að Laura hætti að keppa í skíðaskotfimi hefur hún klifrað margar erfiðar klifurleiðir út um allan heim en að þessu sinni var hún afar óheppin. „Ég horfði á stóran stein lenda á henni,“ sagði Marina Krauss við Bayerischer Rundfunk. @Sportbladet Marina sendi út neyðarkall og reyndi síðan að gera hvað hún gat til að bjarga Dahlmeier. Aðstæður voru hræðilegar eins og kom enn betur í ljós þegar reyndir björgunarsveitarmenn og fjallamenn komust ekki heldur til hennar. Vindur, slæmt skyggni og slæmur staður áttu allt þátt í því að verkefnið var ómögulegt. Þetta er líka í næstum því sex þúsund metra hæð. „Hún skall líka utan í fjallinu eftir að steinninn lenti á henni. Eftir það þá hreyfði hún sig ekkert. Það var ómögulegt fyrir mig að ná til hennar þar sem hún lá. Ég kallaði til hennar en ég fékk ekkert svar,“ sagði Krauss. Bæði Marina og Laura voru reyndar klifurkonur og þær gerðu sér vel grein fyrir áhættunni að vera klifra á þessum hættulega stað. Veðurspáin var hins vegar góð og þær töldu sig hafa getuna og kunnáttuna til að klifra þarna. Í miðri ferðinni þá breyttist veðrið og snjórinn varð mýkri. „Við ákváðum því að hætta við að fara áfram upp á toppinn. Ef við hefðum verið hálftíma á undan á ferðinni þá hefðum við ekki lent í neinum vandræðum,“ sagði Krauss. Aðstæður eru það slæmar á slysstaðnum að ákveðið var að ekki sé mögulegt að ná í líkið eins og staðan er núna. Laura vildi líka sjálf að enginn setti sig í lífshættu til að bjarga henni. Dahlmeier vann tvenn gullverðlaun á Ólympíuleikum og sjö gullverðlaun á heimsmeistaramótum. Hún vann alls fimmtán verðlaun á HM á ferlinum. Árið 2019 setti hún skíðin upp á hillu. Ólympíugullin sín vann hún á Vetrarleikunum í Pyeongchang í Suður Kóreu árið 2018, í 7,5 kílómetra sprettgöngu og í 10 kílómetra eltigöngu.
Skíðaíþróttir Ólympíuleikar Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti Fleiri fréttir Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn Þór Þ. - Keflavík | Gestirnir komnir á beinu brautina? Þýskaland - Króatía | Dagur eða Alfreð í úrslit á EM Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild Sjá meira