Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 17:54 Maðurinn ók eins og brjálæðingur um Keflavíkurflugvöll og Reykjanesbraut en lögregla gat ekki sannað að hann væri svo veikur að geði að það þyrfti að vista hann lengur í varðhaldi. Vísir/Vilhelm Landsréttur ógilti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem er sakaður um glannaakstur á stolnum bíl um flugbraut Keflavíkurflugvallar. Ökuníðingurinn var að sögn lögreglu undir áhrifum fíkniefna og með reipi um hálsinn þegar hann var handtekinn. Þá hafði hann ekið á tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut og einnig reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél. Gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms Reykjaness var í dag ógiltur af Landsrétti í máli manns sem er sakaður um stórfelldan ofsaakstur 20. júlí sem greint var frá á sínum tíma. Nafn mannsins, aldur eða þjóðerni er ekki tilgreint í dómnum. Lögregla grunar manninn um að hafa klifrað yfir öryggishlið við Keflavíkurflugvöll, stolið bifreið sem lögð var við flugturn og ekið henni yfir flugbrautir í notkun. Svo ók hann út af haftasvæði út í almenna umferð eftir að hafa reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél, að sögn lögreglu. Hann er sakaður um að hafa ekið bílnum á Reykjanesbraut á allt að 189 km/klst hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Talsverð umferð var meðan á eftirförinni stóð, segir í greinargerð lögreglu, en á endanum stöðvaði ökumaðurinn bílinn þegar hann nálgaðist afleggjarann að Grindavík. Hann fékk þá fyrirmæli um að fara úr bifreiðinni og var hann handtekinn á staðnum. Skýrsla hefur verið tekin af varnaraðila. Ekki nóg með það, heldur segir lögreglan að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna með reipi um hálsinn við handtöku.. „Hann var sjáanlega undir áhrifum fíkniefna en hann var mjög þurr í munni og sjáöldur hans samandregin. Við öryggisleit fannst smelluláspoki með óþekktu hvítu efni í vinstri buxnavasa, ætluðu kókaíni.“ Í dómi héraðsdóms segir að hann hafi sögu um andleg veikindi og vímuefnaneyslu. Lögregla hafi aflað nokkurra dómsúrskurða til að framkvæma rannsóknaraðgerðir er lúta að efnisinnihaldi farsíma varnaraðila, upplýsingum um fjarskiptasamskipti og bankaupplýsingum hans. Framkvæmd hefur verið húsleit í herbergi varnaraðila, að sögn lögreglu. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjaness var aftur á móti felldur úr gildi í dag af Landsrétti með vísan til þess að ekki liggi fyrir gögn um geðhagi varnaraðila né áhættumat lögreglu. Matsmaður var dómkvaddur en matsgerð liggur ekki fyrir. Því þykir Landsrétti gæsluvarðhald ekki vera nauðsynlegt, þar sem sóknaraðili hafi ekki fært fram fullnægjandi rök til stuðnings því. Hann gengur því laus. Isavia Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Gæsluvarðhaldsúrskurður héraðsdóms Reykjaness var í dag ógiltur af Landsrétti í máli manns sem er sakaður um stórfelldan ofsaakstur 20. júlí sem greint var frá á sínum tíma. Nafn mannsins, aldur eða þjóðerni er ekki tilgreint í dómnum. Lögregla grunar manninn um að hafa klifrað yfir öryggishlið við Keflavíkurflugvöll, stolið bifreið sem lögð var við flugturn og ekið henni yfir flugbrautir í notkun. Svo ók hann út af haftasvæði út í almenna umferð eftir að hafa reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél, að sögn lögreglu. Hann er sakaður um að hafa ekið bílnum á Reykjanesbraut á allt að 189 km/klst hraða, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Talsverð umferð var meðan á eftirförinni stóð, segir í greinargerð lögreglu, en á endanum stöðvaði ökumaðurinn bílinn þegar hann nálgaðist afleggjarann að Grindavík. Hann fékk þá fyrirmæli um að fara úr bifreiðinni og var hann handtekinn á staðnum. Skýrsla hefur verið tekin af varnaraðila. Ekki nóg með það, heldur segir lögreglan að hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna með reipi um hálsinn við handtöku.. „Hann var sjáanlega undir áhrifum fíkniefna en hann var mjög þurr í munni og sjáöldur hans samandregin. Við öryggisleit fannst smelluláspoki með óþekktu hvítu efni í vinstri buxnavasa, ætluðu kókaíni.“ Í dómi héraðsdóms segir að hann hafi sögu um andleg veikindi og vímuefnaneyslu. Lögregla hafi aflað nokkurra dómsúrskurða til að framkvæma rannsóknaraðgerðir er lúta að efnisinnihaldi farsíma varnaraðila, upplýsingum um fjarskiptasamskipti og bankaupplýsingum hans. Framkvæmd hefur verið húsleit í herbergi varnaraðila, að sögn lögreglu. Gæsluvarðhaldsúrskurður Héraðsdóms Reykjaness var aftur á móti felldur úr gildi í dag af Landsrétti með vísan til þess að ekki liggi fyrir gögn um geðhagi varnaraðila né áhættumat lögreglu. Matsmaður var dómkvaddur en matsgerð liggur ekki fyrir. Því þykir Landsrétti gæsluvarðhald ekki vera nauðsynlegt, þar sem sóknaraðili hafi ekki fært fram fullnægjandi rök til stuðnings því. Hann gengur því laus.
Isavia Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Lögreglumál Samgöngur Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira