Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Agnar Már Másson skrifar 2. ágúst 2025 21:00 Húsmæður Vestmanneyja komu til hjálpar þegar þjóðhátíðargestir í Herjólfshöll sátu uppi með blautt dót. Sumir gestir létu þó netin í fótboltamörkunum duga. Visir/Viktor Tugir kvenna í Vestmannaeyjum komu þjóðhátíðargestum til hjálpar í nótt og þurrkuðu föt þeirra og sængur sem höfðu blotnað í óveðrinu sem gekk yfir eyjarnar. Gestir voru ánægðir með þjónustuna. Óveðrið lék gesti á Þjóðhátíð í Eyjum grátt í gærnótt, aðfaranótt laugardags. Tjöld fuku og féllu í vindinum og skór margra gesta urðu gegndrepa í pollunum sem steypiregnið hafði myndað í Herjólfsdal. Sumir létu það reyndar ekki stoppa sig dönsuðu um í bleytunni en margir aðrir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni. Sendi á „Kvenfólk í Eyjum“ Þegar einhverjir gestir komu loks inn í skjól íþróttahallarinnar sátu þeir uppi með rennblaut föt, og janvel rúmföt. Sigríður Inga Kristmannsdóttir, verkefnastjóri hjá ÍBV sem situr í þjóðhátíðarnefnd, fann lausn á því þegar henni datt í hug að nýta sér tengslanet kvenna í Vestmannaeyjum sem yfirleitt aðstoða við þvott á fótboltamótum. Hún birti því færslu inni á Facebook-hópnum „Kvenfólk í Eyjum“. „Við höfum búið svo vel að í kringum fótboltamótin, þegar eitthvað kemur upp á þá eigum við röskar konur sem bjóðast til þess að þurrka þvott fyrir félögin,“ segir hún. „Þannig að ég ákvað bara að prófa hvort þær væru ekki líka til í að þurrka fyrir þjóðhátíðgesti. Og heldur betur. Það var meira framboð en eftirspurn.“ Gestir hæst ánægðir Hátt í þrjátíu konur hafi boðið sig fram til að hjálpa. Gestir gátu þá komið með blautt dót (sængur, kodda, svefnpoka og fatnað) í plastpoka merkta með nafni og símanúmeri. Konurnar tóku einn eða tvo poka poka hver, þurrkuðu innihaldið heima hjá sér og hringdu svo í eigendur þegar dótið var þurrt. Efnalaugin Straumur aðstoðaði einnig við að þurrka, að sögn Ingibjargar. Efnalaugin kom að góðum notum enda með afar stóra þurrkara. Og gestir virtust vera hæstánægðir með þjónustuna sem Eyjakonurnar buðu upp á, segir Sigríður. „Ég gat ekki séð annað.“ Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Veður Góðverk Tengdar fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. 2. ágúst 2025 18:02 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Óveðrið lék gesti á Þjóðhátíð í Eyjum grátt í gærnótt, aðfaranótt laugardags. Tjöld fuku og féllu í vindinum og skór margra gesta urðu gegndrepa í pollunum sem steypiregnið hafði myndað í Herjólfsdal. Sumir létu það reyndar ekki stoppa sig dönsuðu um í bleytunni en margir aðrir leituðu skjóls í Herjólfshöllinni. Sendi á „Kvenfólk í Eyjum“ Þegar einhverjir gestir komu loks inn í skjól íþróttahallarinnar sátu þeir uppi með rennblaut föt, og janvel rúmföt. Sigríður Inga Kristmannsdóttir, verkefnastjóri hjá ÍBV sem situr í þjóðhátíðarnefnd, fann lausn á því þegar henni datt í hug að nýta sér tengslanet kvenna í Vestmannaeyjum sem yfirleitt aðstoða við þvott á fótboltamótum. Hún birti því færslu inni á Facebook-hópnum „Kvenfólk í Eyjum“. „Við höfum búið svo vel að í kringum fótboltamótin, þegar eitthvað kemur upp á þá eigum við röskar konur sem bjóðast til þess að þurrka þvott fyrir félögin,“ segir hún. „Þannig að ég ákvað bara að prófa hvort þær væru ekki líka til í að þurrka fyrir þjóðhátíðgesti. Og heldur betur. Það var meira framboð en eftirspurn.“ Gestir hæst ánægðir Hátt í þrjátíu konur hafi boðið sig fram til að hjálpa. Gestir gátu þá komið með blautt dót (sængur, kodda, svefnpoka og fatnað) í plastpoka merkta með nafni og símanúmeri. Konurnar tóku einn eða tvo poka poka hver, þurrkuðu innihaldið heima hjá sér og hringdu svo í eigendur þegar dótið var þurrt. Efnalaugin Straumur aðstoðaði einnig við að þurrka, að sögn Ingibjargar. Efnalaugin kom að góðum notum enda með afar stóra þurrkara. Og gestir virtust vera hæstánægðir með þjónustuna sem Eyjakonurnar buðu upp á, segir Sigríður. „Ég gat ekki séð annað.“
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Veður Góðverk Tengdar fréttir Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. 2. ágúst 2025 18:02 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. 2. ágúst 2025 18:02