Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. ágúst 2025 20:03 Keppnin fór fram í stórum drullupolli á Flúðum og var einstaklega skemmtileg og spennandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þeir voru ekkert að slaka á eða gefast upp ökumenn átta dráttarvéla, sem tóku þátt í traktorstorfæru á Flúðum um helgina í risa drullupolli. Margir þeirra fóru á bólakaf við aksturinn á meðan það drapst á vélunum hjá öðrum. Torfæran fór fram í gær þar sem ökumenn dráttarvélanna óku ákveðna braut á tíma í drullupollinum. Sumum gekk mjög vel á meðan aðrir lentu í vandræðum þegar það drapst á vélunum eða þegar þær spóluðu bara út í eitt. Traktorstorfæran er alltaf með vinsælustu viðburðum um verslunarmannahelgina á Flúðum. Traktorstorfæran tókst einstaklega vel enda var hún mjög spennandi og vel skipuögð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ótrúlegur viðburður þar sem vitleysingar úr sveitinni og reyndar af öllu landinu koma hérna saman á gömlum dráttarvélum og keppa í drullupolli og þetta hefur alveg gríðarlegt aðdráttarafl,” segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi „Flúðir um versló”. Tobias Már Ölvisson var einn af keppendunum en hann býr á bænum Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Hvað er skemmtilegast við þetta? „Það er bara gamanið, það er einhvern vegin bara vesenið í kringum þetta og þetta reddast,” segir Tobias. Tobias Már Ölvisson keppandi frá Grafarbakka við Flúðir, sem stóð sig vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvor gerðin af dráttarvélum er betri, Massey Ferguson eða Zetor? „Það er Zetor alla leið,” segir hann hlæjandi. Og það var fallegt að sjá eina dráttarvélina merkta „Fyrir Víglund“, sem keppti til minningar og heiðurs um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor. Þetta er fallega gert hjá ykkur. „Takk fyrir það. Það var reynt að leggja mikið upp úr útliti vélarinnar enda hafði Víglundur mikinn áhuga á dráttarvélum og þessi vél er í „Jondy“ litunum en það var hann uppáhalds traktor,“ segir Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem ók vélinni. Feðgarnir Siggeir Sölvi og Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem voru allt í öllu á traktorstorfærunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dráttarvélarnar til heiðurs og minningar um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Verslunarmannahelgin Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira
Torfæran fór fram í gær þar sem ökumenn dráttarvélanna óku ákveðna braut á tíma í drullupollinum. Sumum gekk mjög vel á meðan aðrir lentu í vandræðum þegar það drapst á vélunum eða þegar þær spóluðu bara út í eitt. Traktorstorfæran er alltaf með vinsælustu viðburðum um verslunarmannahelgina á Flúðum. Traktorstorfæran tókst einstaklega vel enda var hún mjög spennandi og vel skipuögð.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ótrúlegur viðburður þar sem vitleysingar úr sveitinni og reyndar af öllu landinu koma hérna saman á gömlum dráttarvélum og keppa í drullupolli og þetta hefur alveg gríðarlegt aðdráttarafl,” segir Bergsveinn Theodórsson, skipuleggjandi „Flúðir um versló”. Tobias Már Ölvisson var einn af keppendunum en hann býr á bænum Grafarbakka í Hrunamannahreppi. Hvað er skemmtilegast við þetta? „Það er bara gamanið, það er einhvern vegin bara vesenið í kringum þetta og þetta reddast,” segir Tobias. Tobias Már Ölvisson keppandi frá Grafarbakka við Flúðir, sem stóð sig vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvor gerðin af dráttarvélum er betri, Massey Ferguson eða Zetor? „Það er Zetor alla leið,” segir hann hlæjandi. Og það var fallegt að sjá eina dráttarvélina merkta „Fyrir Víglund“, sem keppti til minningar og heiðurs um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor. Þetta er fallega gert hjá ykkur. „Takk fyrir það. Það var reynt að leggja mikið upp úr útliti vélarinnar enda hafði Víglundur mikinn áhuga á dráttarvélum og þessi vél er í „Jondy“ litunum en það var hann uppáhalds traktor,“ segir Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem ók vélinni. Feðgarnir Siggeir Sölvi og Benedikt Óskar Ásgeirsson frá Miðfelli við Flúðir, sem voru allt í öllu á traktorstorfærunni í gær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Dráttarvélarnar til heiðurs og minningar um Víglund Þorsteinsson, 10 ára strák úr sveitinni, sem lést af slysförum í vor.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Verslunarmannahelgin Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Ríkið greiddi 642 milljónir vegna ágreinings, eineltis og brottreksturs Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Sjá meira