Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2025 07:02 Draga má þá ályktun af viðræðum brezkra stjórnvalda við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands úr því að erfitt yrði fyrir fámennt ríki eins og Ísland að endurheimta fullveldi sitt kæmi til inngöngu landsins í sambandið ef íslenzku þjóðinni myndi snúast hugur síðar meir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu um Ísland og Evrópusambandið sem Gunnar Pálsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Brussel, setti saman árið 2018. Drögunum, sem ekki voru gefin út, var nýverið komið til Ríkisútvarpins að því er virðist í því skyni að reyna að koma höggi á Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, en í þeim segir einnig að umsókn Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í Evrópusambandið 2009 hafi ekki verið dregin formlega til baka. Fleira er hins vegar að finna þar og hefði því líklega verið rétt að skoða þau betur áður en þau voru afhent. Fram kemur til dæmis í drögunum að útganga Bretlands hafi verið bakslag fyrir Evrópusambandið og að framganga þess í viðræðunum við Breta virtist einkum hafa haft það markmið að hindra að fleiri ríki yfirgæfu sambandið. „Af útgönguviðræðum Bretlands og ESB má ennfremur draga þá ályktun að ekki yrði áhlaupaverk fyrir fámenna þjóða að endurheimta það fullveldi sem framselt yrði með aðild að sambandinu, skyldi henni snúast hugur síðar meir.“ Vert er að geta þess að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, talaði á hliðstæðum nótum í viðtali við hlaðvarpið Chess After Dark 27. ágúst síðastliðinn eða fyrir einungis tæpu ári síðan. Það er áður en hún varð forsætisráðherra. „Ég veit bara að það er rosalega mikil vegferð að fara í það ferli og það er líka vegferð sem þarf að vera mikil samstaða um hjá þjóðinni. Eins og dæmin hafa sýnt, þú gengur ekki svo auðveldlega út úr Evrópusambandinu.“ Hafa má í huga í þessum efnum að talið er að Bretland hefði mögulega ekki sagt skilið við Evrópusambandið hefðu Bretar verið búnir að taka evruna upp í stað pundsins. Ekki fyrir þær sakir að evran væri svo eftirsóknarverð heldur vegna þess að meira er en að segja það að setja á laggirnar nýjan sjálfstæðan gjaldmiðil og skapa honum nauðsynlegan trúverðugleika. Jafnvel fyrir stórt hagkerfi eins og Bretland. Upptaka evrunnar er skylda fyrir ný ríki sambandsins. Mikilvægt er fyrir vikið að hafa það hugfast þegar rætt er um Evrópusambandið að ekki er hlaupið þaðan út þegar inn er komið. Ekki aðeins að mati þeirra sem hugnast slík innganga ekki heldur einnig embættismanna utanríkisráðuneytisins og núverandi forsætisráðherra, allavega fyrir kosningar, auk þess sem reynsla Breta er til marks um það. Með inngöngu í sambandið væri verið að taka ákvörðun sem ekki yrði svo auðveldlega tekin til baka. Ef yfir höfuð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Draga má þá ályktun af viðræðum brezkra stjórnvalda við Evrópusambandið um útgöngu Bretlands úr því að erfitt yrði fyrir fámennt ríki eins og Ísland að endurheimta fullveldi sitt kæmi til inngöngu landsins í sambandið ef íslenzku þjóðinni myndi snúast hugur síðar meir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í drögum að skýrslu um Ísland og Evrópusambandið sem Gunnar Pálsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Brussel, setti saman árið 2018. Drögunum, sem ekki voru gefin út, var nýverið komið til Ríkisútvarpins að því er virðist í því skyni að reyna að koma höggi á Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, en í þeim segir einnig að umsókn Samfylkingarinnar og VG um inngöngu í Evrópusambandið 2009 hafi ekki verið dregin formlega til baka. Fleira er hins vegar að finna þar og hefði því líklega verið rétt að skoða þau betur áður en þau voru afhent. Fram kemur til dæmis í drögunum að útganga Bretlands hafi verið bakslag fyrir Evrópusambandið og að framganga þess í viðræðunum við Breta virtist einkum hafa haft það markmið að hindra að fleiri ríki yfirgæfu sambandið. „Af útgönguviðræðum Bretlands og ESB má ennfremur draga þá ályktun að ekki yrði áhlaupaverk fyrir fámenna þjóða að endurheimta það fullveldi sem framselt yrði með aðild að sambandinu, skyldi henni snúast hugur síðar meir.“ Vert er að geta þess að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, talaði á hliðstæðum nótum í viðtali við hlaðvarpið Chess After Dark 27. ágúst síðastliðinn eða fyrir einungis tæpu ári síðan. Það er áður en hún varð forsætisráðherra. „Ég veit bara að það er rosalega mikil vegferð að fara í það ferli og það er líka vegferð sem þarf að vera mikil samstaða um hjá þjóðinni. Eins og dæmin hafa sýnt, þú gengur ekki svo auðveldlega út úr Evrópusambandinu.“ Hafa má í huga í þessum efnum að talið er að Bretland hefði mögulega ekki sagt skilið við Evrópusambandið hefðu Bretar verið búnir að taka evruna upp í stað pundsins. Ekki fyrir þær sakir að evran væri svo eftirsóknarverð heldur vegna þess að meira er en að segja það að setja á laggirnar nýjan sjálfstæðan gjaldmiðil og skapa honum nauðsynlegan trúverðugleika. Jafnvel fyrir stórt hagkerfi eins og Bretland. Upptaka evrunnar er skylda fyrir ný ríki sambandsins. Mikilvægt er fyrir vikið að hafa það hugfast þegar rætt er um Evrópusambandið að ekki er hlaupið þaðan út þegar inn er komið. Ekki aðeins að mati þeirra sem hugnast slík innganga ekki heldur einnig embættismanna utanríkisráðuneytisins og núverandi forsætisráðherra, allavega fyrir kosningar, auk þess sem reynsla Breta er til marks um það. Með inngöngu í sambandið væri verið að taka ákvörðun sem ekki yrði svo auðveldlega tekin til baka. Ef yfir höfuð. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar