Erlent

Tugir drukknuðu og margra enn saknað

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Adenflói við strendur Jemen. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Adenflói við strendur Jemen. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty

68 drukknuðu og 74 er enn saknað eftir að bát hvolfdi nálægt ströndum Jemen í gærmorgun. Um 150 eþíópískir ríkisborgarar voru um borð en einungis tólf var bjargað.

Bátnum hvolfdi í Adenflóa rétt fyrir sunnan Jemen. Lík 54 þeirra sem voru um borð í bátnum skoluðu upp á ströndum Khanfar-héraðsins í Jemen og fjórtán önnur í Zinjibar-héraðinu, samkvæmt The Guardian.

Af þeim um 150 sem voru í bátnum lifðu einungis tólf af en allra hinna er enn saknað og þau talin hafa drukknað. Enn er verið að leita af eftirlifandi fólki úr bátnum.

Leiðin hjá Jemen er vinsæl leið fyrir fólk frá austurhluta Afríka til að komast til annarra landa og fá þar vinnu. Farandverkafólki er oft smyglað þar yfir á yfirfullum bátum. Hundruð hafa dáið eða horfið á þessari leið á undanförnum mánuðum. Í mars létust tveir og er 186 saknað eftir að öðrum bát hvolfdi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×