Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. ágúst 2025 20:05 Mikið er um gamlar og fallegar dráttarvélar í Hrísey. Magnús Hlynur Hreiðarsson Gamlar dráttarvélar eru aðal ferðamáti íbúa í Hrísey enda ekki um miklar vegalengdir að ræða í eyjunni. Mikið er lagt upp úr fallegu útliti vélanna þannig að þær sómi sér vel á staðnum. Veitingamaður í eyjunni, segir alltaf meira nóg að gera yfir sumartímann. Það er alltaf mikið um ferðamenn, sem fara með Hríseyjarferjunni Sævari frá Árskógsströnd í Hrísey. Þegar komið er í eyjuna má sjá gamlar fallegar dráttarvélar hér og þar en það eru farartæki eyjaskeggja. Linda María Ásgeirsdóttir er með veitingastaðinn Verbúðin 66. En hvernig er að búa í eyjunni? „Það er náttúrulega langbest, þetta er bara besti staðurinn. Svo gengur þú bara hérna um og nýtur þessa lita fallega þorps og þessari eyju,“ segir Linda. Linda María Ásgeirsdóttir, veitingamaður í Hrísey og íbúi í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvers konar fólk býr í Hrísey? „Það er náttúrulega svolítið skrýtið fólk. Það hlýtur að vera pínu skrítið þegar maður býr á eyju þar sem búa ekki fleiri en 130 manns, nei, nei, við erum bara svona venjulegt fólk,“ segir Linda skellihlæjandi. En hvernig gengur hjá Lindu að vera með veitingastað í eyjunni? „Það gengur svona upp og ofan. Það er náttúrulega mikið að gera á sumrin, kannski stundum og mikið. Þannig að það mætti vera minna og jafnara stundum“, segir hún. Það er ótrúlega gaman að sjá allar dráttarvélarnar í Hrísey því þær eru svo fallegar og vel með farnar. Ein af dráttarvélunum í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ekur bara um á dráttarvél hérna? “Já, já, það er skylda, það er bara staðalbúnaður, eiga traktor og kerru,” segir Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímann. Er þetta besti staður landsins eða? „Já, hér jarðtengir maður sig og slakar á, það er bara svoleiðis”. Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímannMagnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ákvaðst þú að setjast að í eyjunni? „Heyrðu, konan mín er fædd og uppalinn hérna. Við eigum hús hérna, sem við erum að gera upp og dveljum hérna á sumrin og í fríum og svona,” segir Gunnar Magnús, alsæll með búsetuna í eyjunni. Dráttarvélum stillt upp við eitt húsið í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrísey Bílar Akureyri Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Það er alltaf mikið um ferðamenn, sem fara með Hríseyjarferjunni Sævari frá Árskógsströnd í Hrísey. Þegar komið er í eyjuna má sjá gamlar fallegar dráttarvélar hér og þar en það eru farartæki eyjaskeggja. Linda María Ásgeirsdóttir er með veitingastaðinn Verbúðin 66. En hvernig er að búa í eyjunni? „Það er náttúrulega langbest, þetta er bara besti staðurinn. Svo gengur þú bara hérna um og nýtur þessa lita fallega þorps og þessari eyju,“ segir Linda. Linda María Ásgeirsdóttir, veitingamaður í Hrísey og íbúi í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvers konar fólk býr í Hrísey? „Það er náttúrulega svolítið skrýtið fólk. Það hlýtur að vera pínu skrítið þegar maður býr á eyju þar sem búa ekki fleiri en 130 manns, nei, nei, við erum bara svona venjulegt fólk,“ segir Linda skellihlæjandi. En hvernig gengur hjá Lindu að vera með veitingastað í eyjunni? „Það gengur svona upp og ofan. Það er náttúrulega mikið að gera á sumrin, kannski stundum og mikið. Þannig að það mætti vera minna og jafnara stundum“, segir hún. Það er ótrúlega gaman að sjá allar dráttarvélarnar í Hrísey því þær eru svo fallegar og vel með farnar. Ein af dráttarvélunum í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ekur bara um á dráttarvél hérna? “Já, já, það er skylda, það er bara staðalbúnaður, eiga traktor og kerru,” segir Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímann. Er þetta besti staður landsins eða? „Já, hér jarðtengir maður sig og slakar á, það er bara svoleiðis”. Gunnar Magnús Arnþórsson, flugvirki og íbúi í Hrísey yfir sumartímannMagnús Hlynur Hreiðarsson Af hverju ákvaðst þú að setjast að í eyjunni? „Heyrðu, konan mín er fædd og uppalinn hérna. Við eigum hús hérna, sem við erum að gera upp og dveljum hérna á sumrin og í fríum og svona,” segir Gunnar Magnús, alsæll með búsetuna í eyjunni. Dráttarvélum stillt upp við eitt húsið í eyjunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrísey Bílar Akureyri Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira