Sport

NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
 Johnson í leik með Arizona.
 Johnson í leik með Arizona. vísir/getty

Fyrrum stjarna í NFL-deildinni á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi fyrir að taka þátt í skipulögðu hundaati.

Sá heitir LeShon Eugene Johnson og er 54 ára gamall. Hann var hlaupari hjá Green Bay Packers, Arizona Cardinals og NY Giants.

Johnson og félagar hans ólu upp hunda í þeim eina tilgangi að berjast við aðra hunda. Dómur verður kveðinn upp yfir honum fljótlega.

Johnson er annar í sögu deildarinnar til þess að vera dæmdur fyrir að ala upp hunda og standa í hundaati en stórstjarnan Michael Vick gerði slíkt hið sama fyrir margt löngu og sat inni í eitt og hálft ár fyrir athæfið.

Þá var Vick skærasta stjarna deildarinnar en missti allt sitt á svo gott sem einni nóttu.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×