Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. ágúst 2025 23:16 Noah Sadiki er einn nýrra leikmanna Sunderland. EPA/LUÍS BRANCA Sunderland mun leika í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta á komandi leiktíð eftir að hafa fallið alla leið niður í ensku C-deildina. Það er ljóst að Svörtu kettirnir ætla að reyna halda sæti sínu með því að eyða sem mestum pening í nýja leikmenn. Sunderland endaði í 4. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð með 76 stig. Það er heilum 14 stigum á eftir Sheffield United sem endaði sæti ofar og 24 stigum minna en toppliðin tvö, Leeds United og Burnley. Sem betur fer fyrir Sunderland fara liðin í 3. til 6. sæti í umspil um sæti í úrvalsdeildinni og þar hafði Sunderland betur gegn Sheffield. Stigafjöldi Sunderland á síðustu leiktíð gefur til kynna að leikmannahópur liðsins hafi engan veginn verið klár fyrir átök úrvalsdeildarinnar. Því var ákveðið að spýta í lófana og galopna veskið. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum hefur verið keyptur og það fyrir himinháar upphæðir. Áhugaverðasta nafnið er eflaust hinn þveri Granit Xhaka en hann er þó langt í frá að vera dýrastur. Habib Diarra frá Strasbourg – 31.5 milljón evra Simon Adingra frá Brighton & Hove Albion – 24.4 milljónir evra Enzo Le Fée frá Roma – 23 milljónir evra Chemsdine Talbi frá Club Brugge – 20 milljónir evra Noah Sadiki frá Union SG – 17 milljónir evra Granit Xhaka frá Bayer Leverkusen – 15 milljónir evra Robin Roefs frá NEC Nijmegen – 10.5 milljónir evra Reinildo Mandava frá Atlético Madríd – Á frjálsri sölu Marc Guiu á láni frá Chelsea Þegar kemur að eyðslu í sumarglugganum eru aðeins sjö lið í heiminum sem hafa eytt meiri pening en Sunderland. Þar af eru „sex stóru í ensku úrvalsdeildinni.“ @theathleticfc How are Sunderland spending so much money? Let's find out 🤝 #footballtiktok #soccertiktok #PremierLeague #efl @The Athletic FC ♬ original sound - The Athletic FC Í myndbandinu hér að ofan er farið yfir hvernig Sunderland hefur efni á þessu. Vissulega fylgja því miklir peningar að komast upp í úrvalsdeildina. Það hjálpar hins vegar að liðið sem fór upp var einkar ódýrt og því hafði félagið enn meira á milli handanna heldur en ella þegar glugginn opnaði. Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta dugi til að halda Sunderland í deild þeirra bestu. Svörtu kettirnir taka á móti Hömrunum 1. umferð úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Sjá meira
Sunderland endaði í 4. sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð með 76 stig. Það er heilum 14 stigum á eftir Sheffield United sem endaði sæti ofar og 24 stigum minna en toppliðin tvö, Leeds United og Burnley. Sem betur fer fyrir Sunderland fara liðin í 3. til 6. sæti í umspil um sæti í úrvalsdeildinni og þar hafði Sunderland betur gegn Sheffield. Stigafjöldi Sunderland á síðustu leiktíð gefur til kynna að leikmannahópur liðsins hafi engan veginn verið klár fyrir átök úrvalsdeildarinnar. Því var ákveðið að spýta í lófana og galopna veskið. Hver leikmaðurinn á fætur öðrum hefur verið keyptur og það fyrir himinháar upphæðir. Áhugaverðasta nafnið er eflaust hinn þveri Granit Xhaka en hann er þó langt í frá að vera dýrastur. Habib Diarra frá Strasbourg – 31.5 milljón evra Simon Adingra frá Brighton & Hove Albion – 24.4 milljónir evra Enzo Le Fée frá Roma – 23 milljónir evra Chemsdine Talbi frá Club Brugge – 20 milljónir evra Noah Sadiki frá Union SG – 17 milljónir evra Granit Xhaka frá Bayer Leverkusen – 15 milljónir evra Robin Roefs frá NEC Nijmegen – 10.5 milljónir evra Reinildo Mandava frá Atlético Madríd – Á frjálsri sölu Marc Guiu á láni frá Chelsea Þegar kemur að eyðslu í sumarglugganum eru aðeins sjö lið í heiminum sem hafa eytt meiri pening en Sunderland. Þar af eru „sex stóru í ensku úrvalsdeildinni.“ @theathleticfc How are Sunderland spending so much money? Let's find out 🤝 #footballtiktok #soccertiktok #PremierLeague #efl @The Athletic FC ♬ original sound - The Athletic FC Í myndbandinu hér að ofan er farið yfir hvernig Sunderland hefur efni á þessu. Vissulega fylgja því miklir peningar að komast upp í úrvalsdeildina. Það hjálpar hins vegar að liðið sem fór upp var einkar ódýrt og því hafði félagið enn meira á milli handanna heldur en ella þegar glugginn opnaði. Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta dugi til að halda Sunderland í deild þeirra bestu. Svörtu kettirnir taka á móti Hömrunum 1. umferð úrvalsdeildarinnar þann 16. ágúst næstkomandi. Allir 380 leikir deildarinnar verða sýndir beint á Sýn Sport. Hér má tryggja sér áskrift.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Sjá meira