Trump-tollarnir hafa tekið gildi Atli Ísleifsson skrifar 7. ágúst 2025 06:40 Donald Trump Bandaríkjaforseti vill meina að önnur ríki hafi komið fram við Bandaríkin á óréttlátan hátt í milliríkjaviðskiptum. Þess vegna hafi hann komið tollunum á. EPA Hækkanir Donald Trump Bandaríkjaforseta á innflutningstollum tóku gildi á miðnætti en þeir ná til rúmlega níutíu landa um allan heim. Fimmtán prósenta tollur verður nú á útflutningi á íslenskum vörum til Bandaríkjanna. „Það er miðnætti! Milljarðar dala streyma nú til Bandaríkjanna vegna tollanna,“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social fáeinum mínútum áður en fresturinn til samninga rann út á miðnætti. Bandaríkjastjórn birti í síðustu viku uppfærðan lista með verndartollum á vörum frá ríkjum heims sem myndi taka gildi ef ekki myndi nást samkomulag um milliríkjaviðskipti við Bandaríkin fyrir 7. ágúst. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að forsetinn hafi nú einnig tilkynnt um fimmtíu prósenta toll á vörum frá Indlandi, frá og með 27. ágúst, hætti indversk stjórnvöld ekki að kaupa olíu frá Rússlandi. Þá hefur Trump hótað að setja á 100 prósenta toll á erlendar tölvuflögur, en hann hefur þrýst á bandarísk tæknifyrirtæki að fjárfesta í auknum mæli í Bandaríkjunum. Forstjóri tæknirisans Apple greindi frá því í gær – á fréttamannafundi í Hvíta húsinu að Trump viðstöddum – að fyrirtækið ætli sér að auka fjárfestingar sínar í Bandaríkjunum um 100 milljarða Bandaríkjadala. Til að jafna leikinn Stjórnvöld í þeim ríkjum sem verndartollarnir ná til hafa reynt að ná samkomulagi við Bandaríkjastjórn síðustu vikurnar til að ná fram lækkun eða sleppa alveg við það sem Trump hefur kallað „gagnkvæma tolla“. Forsetinn vill meina að önnur ríki hafi á síðustu áratugum komið fram við Bandaríkin með óréttlátum hætti í viðskiptum og að nauðsynlegt sé að jafna leikinn. Nokkur ríki hafa þegar náð samkomulagi við Bandaríkin, þar með talið Bretland, Japan og Suður-Kórea. Evrópusambandið hefur sömuleiðis náð samkomulagi um ramma sem felur í sér 15 prósenta toll á vörum frá Evrópu til Bandaríkjanna. Mikil vonbrigði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti hækkunum tolla á útflutningsvörur til Bandaríkjanna sem miklum vonbrigðum í kvöldfréttum Sýnar í gær. Stjórnvöld hafi ekki enn hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld þeirra vegna en að þrýst sé á um að þær hefjist sem fyrst. Forsætisráðherra sagði breyttan veruleika blasa við í alþjóðaviðskiptum og að þjóðir heimsins væru að fóta sig í nýjum heimi. Vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag nema tæplega 430 milljörðum króna og því væri ljóst að mikið sé undir. Lyf, lækningavörur og þjónusta enn sem komið er undanþegin tollum en Ísland flytur talsvert út af lyfjum vestur um haf. Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma. 6. ágúst 2025 23:19 Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Atvinnurekendur eiga erfitt með að trúa að Bandaríkjastjórn ætli að setja á fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur að sögn framkvæmdastjóra félags þeirra. Hann hvetur þá til að flytja sem mest út til landsins áður en tollarnir skella á. 5. ágúst 2025 22:31 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
„Það er miðnætti! Milljarðar dala streyma nú til Bandaríkjanna vegna tollanna,“ sagði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social fáeinum mínútum áður en fresturinn til samninga rann út á miðnætti. Bandaríkjastjórn birti í síðustu viku uppfærðan lista með verndartollum á vörum frá ríkjum heims sem myndi taka gildi ef ekki myndi nást samkomulag um milliríkjaviðskipti við Bandaríkin fyrir 7. ágúst. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að forsetinn hafi nú einnig tilkynnt um fimmtíu prósenta toll á vörum frá Indlandi, frá og með 27. ágúst, hætti indversk stjórnvöld ekki að kaupa olíu frá Rússlandi. Þá hefur Trump hótað að setja á 100 prósenta toll á erlendar tölvuflögur, en hann hefur þrýst á bandarísk tæknifyrirtæki að fjárfesta í auknum mæli í Bandaríkjunum. Forstjóri tæknirisans Apple greindi frá því í gær – á fréttamannafundi í Hvíta húsinu að Trump viðstöddum – að fyrirtækið ætli sér að auka fjárfestingar sínar í Bandaríkjunum um 100 milljarða Bandaríkjadala. Til að jafna leikinn Stjórnvöld í þeim ríkjum sem verndartollarnir ná til hafa reynt að ná samkomulagi við Bandaríkjastjórn síðustu vikurnar til að ná fram lækkun eða sleppa alveg við það sem Trump hefur kallað „gagnkvæma tolla“. Forsetinn vill meina að önnur ríki hafi á síðustu áratugum komið fram við Bandaríkin með óréttlátum hætti í viðskiptum og að nauðsynlegt sé að jafna leikinn. Nokkur ríki hafa þegar náð samkomulagi við Bandaríkin, þar með talið Bretland, Japan og Suður-Kórea. Evrópusambandið hefur sömuleiðis náð samkomulagi um ramma sem felur í sér 15 prósenta toll á vörum frá Evrópu til Bandaríkjanna. Mikil vonbrigði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti hækkunum tolla á útflutningsvörur til Bandaríkjanna sem miklum vonbrigðum í kvöldfréttum Sýnar í gær. Stjórnvöld hafi ekki enn hafið formlegar viðræður við bandarísk yfirvöld þeirra vegna en að þrýst sé á um að þær hefjist sem fyrst. Forsætisráðherra sagði breyttan veruleika blasa við í alþjóðaviðskiptum og að þjóðir heimsins væru að fóta sig í nýjum heimi. Vöruútflutningur Íslendinga til Bandaríkjanna frá árinu 2020 og til dagsins í dag nema tæplega 430 milljörðum króna og því væri ljóst að mikið sé undir. Lyf, lækningavörur og þjónusta enn sem komið er undanþegin tollum en Ísland flytur talsvert út af lyfjum vestur um haf.
Bandaríkin Donald Trump Skattar og tollar Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma. 6. ágúst 2025 23:19 Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12 Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Atvinnurekendur eiga erfitt með að trúa að Bandaríkjastjórn ætli að setja á fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur að sögn framkvæmdastjóra félags þeirra. Hann hvetur þá til að flytja sem mest út til landsins áður en tollarnir skella á. 5. ágúst 2025 22:31 Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Fimmtán prósenta tollar á mestöllum útflutningi til Bandaríkjanna taka gildi á morgun og enn er óljóst hvort verndartollar verði lagðir á útflutning á járnblendi til Evrópusambandsins. Hagfræðingur segir Ísland sleppa vel en að tollarnir gætu haft áhrif á hagsæld okkar til lengri tíma. 6. ágúst 2025 23:19
Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hækkaði í dag tolla á vörur frá Indlandi um 25 prósent. Ku það vera vegna kaupa Indverja á olíu frá Rússlandi og en þegar tollarnir taka gildi verða tollar á Indland orðnir fimmtíu prósent. 6. ágúst 2025 16:12
Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Atvinnurekendur eiga erfitt með að trúa að Bandaríkjastjórn ætli að setja á fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur að sögn framkvæmdastjóra félags þeirra. Hann hvetur þá til að flytja sem mest út til landsins áður en tollarnir skella á. 5. ágúst 2025 22:31