Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Valur Páll Eiríksson skrifar 9. ágúst 2025 08:02 Stefán Árni Pálsson skildi barnið eftir hágrátandi en gleði tilfinningin var einfaldlega svo sterk að það skipti litlu. Vísir/Getty Sex dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Stefán Árni Pálsson sturlaðist af gleði þegar Michael Owen skoraði frægt sigurmark Manchester United í grannaslag við Manchester City haustið 2009. Manchester City var á uppleið í enska boltanum eftir kaup konungsfjölskyldunnar frá Abú Dabí ári fyrir leikinn umrædda. City hafði sprengt upp deildina með því að festa óvænt kaup á Carlos Tevez, sem hafði árin tvö á undan leikið fyrir United. Tevez var í fyrsta skipti í heimsókn á Old Trafford eftir skiptin og úr varð stórskemmtilegur leikur. United hafði komist yfir í þrígang í leiknum en City jafnað þrisvar, í þriðja skiptið skoraði Craig Bellamy jöfnunamark á 90. mínútu leiksins og allt stefndi í jafntefli. United-menn grautfúlir með stöðuna þar til allt snerist við á sjöttu mínútu uppbótartímans. Klippa: Enska augnablikið: Owen tryggir sigur United gegn City Stefán Árni segir frá: „Ég er staddur í sumarbústað. Sonur minn nokkuð nýlega orðinn eins árs. Geggjaður leikur og maður hélt að þetta væri að detta í jafntefli“ „Ég held á Gunna mínum. Geng um bústaðinn og hann hafði verið eitthvað órólegur. Ný búinn að koma honum í ró. Þá kemur þetta sigurmark,“ segir Stefán Árni sem gladdist við það mjög. „Ég gjörsamlega sturlast. Hleyp útum allan bústað öskrandi, með hann í fanginu. Kasta honum síðan í ömmu sína og held áfram að öskra. Hann hágrátandi og allir brjálaðir út í mig. Mér gat ekki verið meira sama. Geggjað moment.“ Frægt sigurmark Owens má sjá í spilaranum. Stefán Árni mun stýra þættinum VARsjáin á þriðjudagskvöldum á Sýn Sport í vetur. Þar mun hann ásamt Alberti Brynjari Ingasyni fara yfir nýliðna umferð á léttu nótunum. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport. Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00 Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira
Manchester City var á uppleið í enska boltanum eftir kaup konungsfjölskyldunnar frá Abú Dabí ári fyrir leikinn umrædda. City hafði sprengt upp deildina með því að festa óvænt kaup á Carlos Tevez, sem hafði árin tvö á undan leikið fyrir United. Tevez var í fyrsta skipti í heimsókn á Old Trafford eftir skiptin og úr varð stórskemmtilegur leikur. United hafði komist yfir í þrígang í leiknum en City jafnað þrisvar, í þriðja skiptið skoraði Craig Bellamy jöfnunamark á 90. mínútu leiksins og allt stefndi í jafntefli. United-menn grautfúlir með stöðuna þar til allt snerist við á sjöttu mínútu uppbótartímans. Klippa: Enska augnablikið: Owen tryggir sigur United gegn City Stefán Árni segir frá: „Ég er staddur í sumarbústað. Sonur minn nokkuð nýlega orðinn eins árs. Geggjaður leikur og maður hélt að þetta væri að detta í jafntefli“ „Ég held á Gunna mínum. Geng um bústaðinn og hann hafði verið eitthvað órólegur. Ný búinn að koma honum í ró. Þá kemur þetta sigurmark,“ segir Stefán Árni sem gladdist við það mjög. „Ég gjörsamlega sturlast. Hleyp útum allan bústað öskrandi, með hann í fanginu. Kasta honum síðan í ömmu sína og held áfram að öskra. Hann hágrátandi og allir brjálaðir út í mig. Mér gat ekki verið meira sama. Geggjað moment.“ Frægt sigurmark Owens má sjá í spilaranum. Stefán Árni mun stýra þættinum VARsjáin á þriðjudagskvöldum á Sýn Sport í vetur. Þar mun hann ásamt Alberti Brynjari Ingasyni fara yfir nýliðna umferð á léttu nótunum. Hér má tryggja sér áskrift að enska boltanum hjá Sýn Sport.
Enska augnablikið Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00 Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótboltinn í fyrirrúmi Sport Fleiri fréttir Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira
Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Bjarni Guðjónsson var leikmaður Newcastle og sat í stúkunni þegar liðsfélagi hans gekk berserksgang á St. James' Park. 8. ágúst 2025 15:00
Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Sjö dagar eru þar til boltinn fer að rúlla í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Sýn Sport. Af því tilefni munu sérfræðingar rifja upp eftirminnileg augnablik úr deildinni. Hjörvar Hafliðason gleymir seint leik Manchester United og Sheffield Wednesday vorið 1993. 8. ágúst 2025 08:01