Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 18:35 Maðurinn sem beittur var ofbeldi fannst særður á göngustíg í Gufunesi í marsmánuði. Hann lést á landspítalanum samdægurs. Vísir/Anton Brink Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu. Greint var frá því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að einn sakborninganna í Gufunesmálinu hefði skilið eftir handskrifað bréf á útisvæði gæsluvarðhaldsfangelsisins á Hólmsheiði sem var ætlað Matthíasi Birni Erlingssyni, yngsta sakborningnum í málinu. Í bréfinu er reynt að sannfæra Matthías um að taka á sig sök vegna ungs aldurs. Hann er nítján ára og ekki með sakaferil að baki. Dómstólar taka tillit til aldurs þegar dómar eru ákvarðaðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði Matthías ekki þekkt hina sakborningana lengi en hann kynntist þeim örfáum mánuðum fyrir árásina. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninganna, grunaður um að hafa skrifað bréfið. Hann á að hafa verið staddur á útisvæðinu á Hólmsheiði þegar hann sætti einangrun skömmu eftir árásina. Hann hafi sést á myndefni úr eftirlitsmyndavél nálgast útibekk og laumað umræddu bréfi undir bekkinn. Það hafi farið fram hjá vakthafandi fangaverði. Erlendur sakborningur í ótengdu máli hafi síðan gengið fram á bréfið þegar hann var úti að viðra sig, ekki skilið hvað stóð, og afhent fangaverði það. Fyrir vikið barst Matthíasi aldrei bréfið. Í kjölfarið voru upptökur úr eftirlitsmyndavélum yfirfarnar. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara staðfestir að bréfið sé meðal rannsóknargagna í málinu. Fréttastofa hefur lesið umrætt bréf. Það er handskrifað og í upphafi talar höfundur bréfsins fremur hlýlega til Matthíasar þar sem hann segist harma að málið hafi endað með þessum hætti. „Blessaður Matti minn, leiðinlegt hvernig þetta fór allt saman. Þetta átti aldrei að fara svona. Þykir þetta mjög leitt. Vona að þú hafir það sem best í einangrun.“ Þá skrifar hann um hversdagslegri hluti; um lífið í einangrun á Hólmsheiði. „Gym alla daga. Usss, vona þér líði eins og mér.“ Um miðbik bréfsins er farið á alvarlegri nótur. Þar stendur: „En núna er mjög mikilvægt. Þú ert yngstur, ég er orðinn 21 búinn að tala við lögfræðinginn minn að þú verður taka þetta á þig, þú færð varla dóm. Verður kominn út eftir 1 og hálft ár max og ég lofa því. Kæmir út sem legend en þetta er staðan og við auðvitað gerum þetta.“ Þá er reynt að fá Matthías til að verða sér úti um nýjan lögfræðing og orðrétt sagt: „Vinur okkar úti er búinn að græja það.“ Tekið er fram að hann sé ekki að „fíflast,“ treyst sé á hann og er hann að lokum beðinn um að kveikja í bréfinu eftir lestur. Tilraunir til að hafa áhrif á þann yngsta Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Matthíasar fékkst ekki til að koma í sjónvarpsviðtal en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að reynt hafi verið að fá hann til að segja sig frá verjendastörfum fyrir Matthías en hann vildi aðspurður hvorki staðfesta né neita. Hann staðfesti þó að hann hefði fundið sig knúinn til að grípa til öryggisráðstafana eftir að hann tók að sér þetta mál. Fréttastofa hefur einnig heimildir fyrir því að maður hafi verið gerður út til að reyna að fá foreldra Matthíasar til að sannfæra hann um að skipta um lögmann og var einn tiltekinn lögmaður nefndur til sögunnar. Þetta á að hafa gerst örfáum dögum eftir árásina. Heilagur réttur að fá að velja sinn verjanda Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri hjá lögmannafélaginu, hafði veður af málinu í gegnum fjölmiðla. Hann segir það heilagan rétt sakbornings að fá að velja sér þann verjanda sem hann treystir best.Lögmannafélag Íslands Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, segir málið ekki formlega komið inn á borð félagsins. Hann tekur fram að það sé heilagur réttur sakbornings að fá að velja sér verjanda sem hann treystir til að gæta hagsmuna sinna. Hann segir félagið hafa heyrt frá systursamtökum sínum á Norðurlöndum að mál af þessum toga séu að færast í aukana, samfara aukningu á skipulagðri brotastarfsemi. Manndráp í Gufunesi Ölfus Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49 Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Þrír sakborningar Gufunessmálsins svokallaða virðast ekki hafa viljað tjá sig mikið um málið meðan á rannsókn þess stóð. Lögreglan taldi efnislitla framburði þeirra stangast á við rannsóknargögn málsins. 8. júlí 2025 16:15 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að einn sakborninganna í Gufunesmálinu hefði skilið eftir handskrifað bréf á útisvæði gæsluvarðhaldsfangelsisins á Hólmsheiði sem var ætlað Matthíasi Birni Erlingssyni, yngsta sakborningnum í málinu. Í bréfinu er reynt að sannfæra Matthías um að taka á sig sök vegna ungs aldurs. Hann er nítján ára og ekki með sakaferil að baki. Dómstólar taka tillit til aldurs þegar dómar eru ákvarðaðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði Matthías ekki þekkt hina sakborningana lengi en hann kynntist þeim örfáum mánuðum fyrir árásina. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninganna, grunaður um að hafa skrifað bréfið. Hann á að hafa verið staddur á útisvæðinu á Hólmsheiði þegar hann sætti einangrun skömmu eftir árásina. Hann hafi sést á myndefni úr eftirlitsmyndavél nálgast útibekk og laumað umræddu bréfi undir bekkinn. Það hafi farið fram hjá vakthafandi fangaverði. Erlendur sakborningur í ótengdu máli hafi síðan gengið fram á bréfið þegar hann var úti að viðra sig, ekki skilið hvað stóð, og afhent fangaverði það. Fyrir vikið barst Matthíasi aldrei bréfið. Í kjölfarið voru upptökur úr eftirlitsmyndavélum yfirfarnar. Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara staðfestir að bréfið sé meðal rannsóknargagna í málinu. Fréttastofa hefur lesið umrætt bréf. Það er handskrifað og í upphafi talar höfundur bréfsins fremur hlýlega til Matthíasar þar sem hann segist harma að málið hafi endað með þessum hætti. „Blessaður Matti minn, leiðinlegt hvernig þetta fór allt saman. Þetta átti aldrei að fara svona. Þykir þetta mjög leitt. Vona að þú hafir það sem best í einangrun.“ Þá skrifar hann um hversdagslegri hluti; um lífið í einangrun á Hólmsheiði. „Gym alla daga. Usss, vona þér líði eins og mér.“ Um miðbik bréfsins er farið á alvarlegri nótur. Þar stendur: „En núna er mjög mikilvægt. Þú ert yngstur, ég er orðinn 21 búinn að tala við lögfræðinginn minn að þú verður taka þetta á þig, þú færð varla dóm. Verður kominn út eftir 1 og hálft ár max og ég lofa því. Kæmir út sem legend en þetta er staðan og við auðvitað gerum þetta.“ Þá er reynt að fá Matthías til að verða sér úti um nýjan lögfræðing og orðrétt sagt: „Vinur okkar úti er búinn að græja það.“ Tekið er fram að hann sé ekki að „fíflast,“ treyst sé á hann og er hann að lokum beðinn um að kveikja í bréfinu eftir lestur. Tilraunir til að hafa áhrif á þann yngsta Sævar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Matthíasar fékkst ekki til að koma í sjónvarpsviðtal en fréttastofa hefur heimildir fyrir því að reynt hafi verið að fá hann til að segja sig frá verjendastörfum fyrir Matthías en hann vildi aðspurður hvorki staðfesta né neita. Hann staðfesti þó að hann hefði fundið sig knúinn til að grípa til öryggisráðstafana eftir að hann tók að sér þetta mál. Fréttastofa hefur einnig heimildir fyrir því að maður hafi verið gerður út til að reyna að fá foreldra Matthíasar til að sannfæra hann um að skipta um lögmann og var einn tiltekinn lögmaður nefndur til sögunnar. Þetta á að hafa gerst örfáum dögum eftir árásina. Heilagur réttur að fá að velja sinn verjanda Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri hjá lögmannafélaginu, hafði veður af málinu í gegnum fjölmiðla. Hann segir það heilagan rétt sakbornings að fá að velja sér þann verjanda sem hann treystir best.Lögmannafélag Íslands Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri Lögmannafélags Íslands, segir málið ekki formlega komið inn á borð félagsins. Hann tekur fram að það sé heilagur réttur sakbornings að fá að velja sér verjanda sem hann treystir til að gæta hagsmuna sinna. Hann segir félagið hafa heyrt frá systursamtökum sínum á Norðurlöndum að mál af þessum toga séu að færast í aukana, samfara aukningu á skipulagðri brotastarfsemi.
Manndráp í Gufunesi Ölfus Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49 Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43 Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Þrír sakborningar Gufunessmálsins svokallaða virðast ekki hafa viljað tjá sig mikið um málið meðan á rannsókn þess stóð. Lögreglan taldi efnislitla framburði þeirra stangast á við rannsóknargögn málsins. 8. júlí 2025 16:15 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Sjá meira
Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Þrýst var á nítján ára sakborning í Gufunesmálinu um að taka á sig alla sök fyrir að hafa misþyrmt og myrt mann á sjötugsaldri í mars síðastliðnum. Annar sakborningur reyndi að koma til hans bréfi á meðan þeir voru báðir í einangrun. 6. ágúst 2025 19:49
Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Sakborningar í Gufunesmálinu fóru með bíl sinn á bílaþvottastöð eftir að hafa skilið fórnarlamb sitt eftir í dauðateygjunum í Gufunesi. Starfsmenn bílaþvottastöðvarinnar fundu tennur í aftursætinu. 16. júlí 2025 13:43
Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Þrír sakborningar Gufunessmálsins svokallaða virðast ekki hafa viljað tjá sig mikið um málið meðan á rannsókn þess stóð. Lögreglan taldi efnislitla framburði þeirra stangast á við rannsóknargögn málsins. 8. júlí 2025 16:15