Fréttir

Sektaður fyrir of skyggðar rúður

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Ljósgegnumskin má minnst nema 70 prósentum.
Ljósgegnumskin má minnst nema 70 prósentum. Vísir/Vilhelm

Ökumaður var sektaður í Breiðholti fyrir að aka með skyggðar filmur í hliðarrúðum bíls síns. Ólöglegt er að vera með filmur í framhliðarrúðum ökutækja.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en alls eru 67 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá fimm í morgun og fram til fimm síðdegis.

Í Garðabæ var tilkynnt um þjófnað á eldsneyti úr vinnubifreið en mikið hefur verið fjallað um skipulagða hópa bensínþjófa sem hafa látið á sér kræla víða um borgina undanfarið. 

Í Hafnarfirði var tilkynnt um óvelkomna menn sofandi í anddyri fyrirtækis en lögregla vísaði þeim á brott. 

Í Mosfellsbæ var aðstoðar lögreglu óskað vegna umferðarslyss þar sem árekstur varð milli bíls og manns á rafhlaupahjóli. Hjólreiðamaðurinn hlaut minniháttar áverka og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×