Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Tómas Arnar Þorláksson skrifar 21. desember 2025 12:27 Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara. vísir/einar Formaður félags grunnskólakennara kallar eftir því að stjórnvöld skoði að ráðast í öryggisgæslu við grunnskóla eftir árás sem beindist gegn tveimur kennurum í vikunni. Hún segir þó nokkra kennara óttast um öryggi sitt í starfi. Greint var frá því á föstudag að tveir kennarar við Ingunnarskóla í Grafarholti í Reykjavík hafi orðið fyrir árás nemenda á miðstigi á jólaskemmtun í íþróttahúsi skólans. Í tölvupósti skólastjórnenda til foreldra kemur fram að brugðist hafi verið samkvæmt ferlum skólans. Skólinn harmar það að nemendur hafi orðið vitni að atvikinu en þeim var boðið að ræða við námsráðgjafa. Sambærilegt mál kom upp í október þegar skólastjóri í grunnskóla sagði nemendur ganga ítrekað í skrokk á kennurum. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir ofbeldi í garð kennara færast í aukana. Hún tekur fram að þó nokkrir kennarar óttist um öryggi sitt. „Því miður virðist það vera svoleiðis að þetta er að verða algengara. Það er náttúrulega bara mjög alvarlegt ástand að þetta sé með þessum hætti og þegar að börn eiga í hlut þurfa náttúrulega bara úrræði ef við vanda er að stríða. Það er það sem að vantar inn í skólana okkar. Okkur vantar meiri úrræði og meiri hjálp.“ Hún segir tímabært að gripið verði til aðgerða vegna þessa. „Maður veltir fyrir sér hvort við séum komin á þann stað að það þurfi að huga að aðgengismálum skóla. Ekkert landanna í kringum okkur er með skólana sína galopna þannig að hver sem er getur labbað þar inn og komist í kennslustofu.“ Er ástandið orðið svo alvarlegt að við þurfum að skoða öryggisráðstafanir eða gæslu við skóla? „Já það hlýtur að vera komið að því ef maður veltir því fyrir sér. Það eru bara sveitarfélögin og rekstraraðilar skóla sem þurfa að fara í skoðun og greiningu á því hvernig það eigi að koma þessu fyrir.“ Hún telur um félagslegt vandamál að ræða og að ekki sé hægt að benda á eitthvað eitt sem orsök þessarar þróunar. Mikilvægt sé að brýna fyrir börnum að koma fram við kennara af virðingu. „Við þurfum náttúrulega bara sem samfélag að fara í naflaskoðun. Að bregðast við með ofbeldi virðist vera einhver algengari lausn en það var og við þurfum að hugsa okkar gang. Foreldrar og uppalendur, kennarar og þeir sem reka skólana. Hvernig mætum við þessum vanda?“ Grunnskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Greint var frá því á föstudag að tveir kennarar við Ingunnarskóla í Grafarholti í Reykjavík hafi orðið fyrir árás nemenda á miðstigi á jólaskemmtun í íþróttahúsi skólans. Í tölvupósti skólastjórnenda til foreldra kemur fram að brugðist hafi verið samkvæmt ferlum skólans. Skólinn harmar það að nemendur hafi orðið vitni að atvikinu en þeim var boðið að ræða við námsráðgjafa. Sambærilegt mál kom upp í október þegar skólastjóri í grunnskóla sagði nemendur ganga ítrekað í skrokk á kennurum. Mjöll Matthíasdóttir, formaður Félags grunnskólakennara, segir ofbeldi í garð kennara færast í aukana. Hún tekur fram að þó nokkrir kennarar óttist um öryggi sitt. „Því miður virðist það vera svoleiðis að þetta er að verða algengara. Það er náttúrulega bara mjög alvarlegt ástand að þetta sé með þessum hætti og þegar að börn eiga í hlut þurfa náttúrulega bara úrræði ef við vanda er að stríða. Það er það sem að vantar inn í skólana okkar. Okkur vantar meiri úrræði og meiri hjálp.“ Hún segir tímabært að gripið verði til aðgerða vegna þessa. „Maður veltir fyrir sér hvort við séum komin á þann stað að það þurfi að huga að aðgengismálum skóla. Ekkert landanna í kringum okkur er með skólana sína galopna þannig að hver sem er getur labbað þar inn og komist í kennslustofu.“ Er ástandið orðið svo alvarlegt að við þurfum að skoða öryggisráðstafanir eða gæslu við skóla? „Já það hlýtur að vera komið að því ef maður veltir því fyrir sér. Það eru bara sveitarfélögin og rekstraraðilar skóla sem þurfa að fara í skoðun og greiningu á því hvernig það eigi að koma þessu fyrir.“ Hún telur um félagslegt vandamál að ræða og að ekki sé hægt að benda á eitthvað eitt sem orsök þessarar þróunar. Mikilvægt sé að brýna fyrir börnum að koma fram við kennara af virðingu. „Við þurfum náttúrulega bara sem samfélag að fara í naflaskoðun. Að bregðast við með ofbeldi virðist vera einhver algengari lausn en það var og við þurfum að hugsa okkar gang. Foreldrar og uppalendur, kennarar og þeir sem reka skólana. Hvernig mætum við þessum vanda?“
Grunnskólar Reykjavík Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent