Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 12:02 Nú þegar margir eru annaðhvort að ljúka orlofi sínu eða í miðju orlofi og nýta fríið til hvíldar og endurnýjunar. Þá er vert að minnast á að á sama tíma eru margir á Íslandi sem ekki njóta sömu réttinda til orlofs. Ástæðan er að mörg stéttarfélög og vinnuveitendur hafa ekki fellt inn ákvæði um 15 daga fjarveru vegna tæknifrjóvgunar inn í kjarasamninga sína. Þetta fólk þarf margt hvert að nýta allt upp að 10 - 15 dögum af 24 daga lágmarks orlofi sínu til meðferðar hér heima eða erlendis. Frjósemisvandi er ekki eins sjaldgæfur og fólk gæti haldið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir hann sem sjúkdóm og um eitt af hverjum sex pörum glímir við frjósemisvanda. Fyrir marga er ekki hægt að fá draum sinn að verða foreldri uppfylltan hérlendis og því leitar fólk út fyrir landsteinana. Aðrir búa út á landi og þurfa að sækja þjónusta til höfuðborgarsvæðisins. Í öllu þessu ferli fara oft fjöldi orlofsdaga. Þrátt fyrir að leita meðferðar erlendis eins og t.d. til Spánar og Grikklands er þetta langt frá því að vera frí. Hugurinn er allan tímann við meðferðina, vonina og óttann við hvort þetta takist í þetta skipti eða ekki. Ferlið er ekki einfalt en því fylgir kvíði, vonbrigði, óvissa og hormónameðferðir. Það að verða foreldri getur verið langvarandi ferli, það er dýrt og mjög krefjandi bæði andlega og líkamlega. Það er að okkar mati í Tilveru óréttlátt að fólk í þessari stöðu þurfi að fórna orlofinu sínu til að eiga möguleika á að verða foreldrar. Þetta á ekki að vera val milli hvíldar og drauma hjá einstaklingum. Við í Tilveru, samtökum um ófrjósemi skorum því á öll stéttarfélög að setja klausuna um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar í kjarasamninga sína til að allir eigi sama rétt á orlofi. Rétturinn til fjölskyldulífs á ekki að kosta bæði fjárhagslegt öryggi og andlega heilsu og alls ekki orlofið líka. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar margir eru annaðhvort að ljúka orlofi sínu eða í miðju orlofi og nýta fríið til hvíldar og endurnýjunar. Þá er vert að minnast á að á sama tíma eru margir á Íslandi sem ekki njóta sömu réttinda til orlofs. Ástæðan er að mörg stéttarfélög og vinnuveitendur hafa ekki fellt inn ákvæði um 15 daga fjarveru vegna tæknifrjóvgunar inn í kjarasamninga sína. Þetta fólk þarf margt hvert að nýta allt upp að 10 - 15 dögum af 24 daga lágmarks orlofi sínu til meðferðar hér heima eða erlendis. Frjósemisvandi er ekki eins sjaldgæfur og fólk gæti haldið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir hann sem sjúkdóm og um eitt af hverjum sex pörum glímir við frjósemisvanda. Fyrir marga er ekki hægt að fá draum sinn að verða foreldri uppfylltan hérlendis og því leitar fólk út fyrir landsteinana. Aðrir búa út á landi og þurfa að sækja þjónusta til höfuðborgarsvæðisins. Í öllu þessu ferli fara oft fjöldi orlofsdaga. Þrátt fyrir að leita meðferðar erlendis eins og t.d. til Spánar og Grikklands er þetta langt frá því að vera frí. Hugurinn er allan tímann við meðferðina, vonina og óttann við hvort þetta takist í þetta skipti eða ekki. Ferlið er ekki einfalt en því fylgir kvíði, vonbrigði, óvissa og hormónameðferðir. Það að verða foreldri getur verið langvarandi ferli, það er dýrt og mjög krefjandi bæði andlega og líkamlega. Það er að okkar mati í Tilveru óréttlátt að fólk í þessari stöðu þurfi að fórna orlofinu sínu til að eiga möguleika á að verða foreldrar. Þetta á ekki að vera val milli hvíldar og drauma hjá einstaklingum. Við í Tilveru, samtökum um ófrjósemi skorum því á öll stéttarfélög að setja klausuna um 15 daga fjarveru frá vinnu vegna tæknifrjóvgunar í kjarasamninga sína til að allir eigi sama rétt á orlofi. Rétturinn til fjölskyldulífs á ekki að kosta bæði fjárhagslegt öryggi og andlega heilsu og alls ekki orlofið líka. Höfundur er stjórnarmaður í Tilveru, samtaka um ófrjósemi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun