„Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. ágúst 2025 11:59 Ole Palma og stjórnarmenn Bröndby vinna í því að bera kennsl á sökudólgana. Hæstráðendur hjá Bröndby eru að vinna í því að bera kennsl á slagsmálahundana sem sóttu leik Víkings og Bröndby í gærkvöldi. Stuðningsmenn Bröndby létu öllum illum látum eftir leikinn í gær, veltu kamri og lentu í slagsmálum sem lögreglan þurfti að leysa úr með piparúða. Þeir létu sér það ekki nægja og leituðu uppi slagsmál á Ölveri, þar sem stuðningsmenn Víkings voru. Í skriflegu svari til danska miðilsins Bold segir framkvæmdastjóri Bröndby að félagið sé að vinna í málinu og stuðningsmennirnir sem efndu til slagsmála verða settir í bann. „Í tengslum við leikinn í Reykjavík í gærkvöldi voru skemmdarverk unnin og ólæti brutust hjá nokkrum stuðningsmönnum. Þetta er að sjálfsögðu algjörlega óásættanlegt. Við áttum okkur á því að tapi fylgja tilfinningar, en þær eiga ekki að stigmagnast með slíkum hætti. Við erum að vinna í því að fá heildarmynd af atburðarásinni í tengslum við leikinn. Við erum með myndbönd til skoðunar og munum reyna að bera kennsl á sökudólgana, sem verða síðan settir í bann“ segir Ole Palma, framkvæmdastjóri Bröndby, í skriflegu svari til Bold. Hann minnist ekki á hvernig öryggismálum verður háttað í seinni leik liðanna í næstu viku en forsvarsmenn Víkinga staðfestu í samtali við fréttastofu að öryggisgæslan yrði aukin. Danski boltinn Tengdar fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Víkingur og Breiðablik voru bæði í eldlínunni í Evrópukeppnunum í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 8. ágúst 2025 08:21 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Stuðningsmenn Bröndby létu öllum illum látum eftir leikinn í gær, veltu kamri og lentu í slagsmálum sem lögreglan þurfti að leysa úr með piparúða. Þeir létu sér það ekki nægja og leituðu uppi slagsmál á Ölveri, þar sem stuðningsmenn Víkings voru. Í skriflegu svari til danska miðilsins Bold segir framkvæmdastjóri Bröndby að félagið sé að vinna í málinu og stuðningsmennirnir sem efndu til slagsmála verða settir í bann. „Í tengslum við leikinn í Reykjavík í gærkvöldi voru skemmdarverk unnin og ólæti brutust hjá nokkrum stuðningsmönnum. Þetta er að sjálfsögðu algjörlega óásættanlegt. Við áttum okkur á því að tapi fylgja tilfinningar, en þær eiga ekki að stigmagnast með slíkum hætti. Við erum að vinna í því að fá heildarmynd af atburðarásinni í tengslum við leikinn. Við erum með myndbönd til skoðunar og munum reyna að bera kennsl á sökudólgana, sem verða síðan settir í bann“ segir Ole Palma, framkvæmdastjóri Bröndby, í skriflegu svari til Bold. Hann minnist ekki á hvernig öryggismálum verður háttað í seinni leik liðanna í næstu viku en forsvarsmenn Víkinga staðfestu í samtali við fréttastofu að öryggisgæslan yrði aukin.
Danski boltinn Tengdar fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Víkingur og Breiðablik voru bæði í eldlínunni í Evrópukeppnunum í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 8. ágúst 2025 08:21 Mest lesið Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47
Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Víkingur og Breiðablik voru bæði í eldlínunni í Evrópukeppnunum í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 8. ágúst 2025 08:21