Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. ágúst 2025 14:30 Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Höfuðstöðvar hennar eru á Akureyri. Vísir/Viktor Freyr Amma sem glímir við veikindi á Norðurlandi hefur krafist nálgunarbanns gagnvart dóttur sinni eftir árás þeirrar síðarnefndu á hana. Héraðsdómur féllst á kröfuna en Landsréttur ómerkti vegna mistaka hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Úrskurðurinn hefur verið birtur á vef Landsréttar. Þar kemur fram að amman hafi miðvikudaginn 30. júlí ræst neyðarhnapp á heimili sínu og kallað eftir aðstoð lögreglu. Fólk sem talið er í mikilli hættu getur fengið slíkan neyðarhnapp til að ná á augnabliki sambandi við lögreglu. Amman segir ágreining hafa komið upp á milli hennar og fullorðinnar dóttur hennar en þær búa á sama heimili auk ólögráða stúlku, barnabarns ömmunnar. Rifrildið mun hafa snúið að því að dóttir hennar heimtaði lyf móður sinnar og síma. Taldi andardrættina sína síðustu Amman segist hafa verið uppi í rúmi með símann í tösku um hálsinn. Dóttir hennar hafi gripið töskuna og dregið móður sína til í rúminu. Svo hafi hún læst fingrum sínum í andlit móður sinnar og klipið eins fast og hún gat. Í framhaldinu hafi hún tekið fyrir vit hennar. Amman lýsir því að hafa náð að anda en liðið hræðilega og haldið að um væri að ræða sína síðustu andardrætti. Hún lýsir ítrekuðu ofbeldi af hálfu dóttur sinnar svo áratugum skiptir. Það hafi bæði verið mjög alvarlegt líkamlegt ofbeldi en einnig andlegt og fjárhagslegt. Í læknisvottorði sem Lögreglan á Norðurlandi eystra lagði fram við kröfu um nálgunarbann á hendur dótturinni og brottvísun af heimili kemur fram að lýsingar ömmunnar á áverkum samræmist frásögn ömmunnar af árásinni. Fram kemur að amman sé haldin alvarlegum sjúkdómi en húsið sem mæðgurnar og ömmustúlkan búa í er í eigu ömmunnar. Gleymdist að skipa réttargæslumann Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu að amman yrði ekki vernduð með öðrum hætti en að vísa dóttur hennar af heimilinu og úrskurða hana í nálgunarbann út ágúst. Dóttirin væri grunuð um alvarlegt ofbeldisbrot sem gæti varðað allt að sex ára eða sextán ára fangelsi. Dóttirin kærði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem ómerkti niðurstöðu héraðsdóms vegna þess að ömmunni hafði ekki verið skipaður réttargæslumaður við meðferð málsins. Það væri alvarlegu annmarki á meðferð málsins hjá lögreglu og sömuleiðis fyrir héraðsdómi. Nokkuð hefur verið fjallað um ofbeldi afkvæma gagnvart eldri foreldrum sínum á liðnum vikum í tengslum við manndrápsmálið í Súlunesi í Garðabæ. Tæplega þrítug kona er grunuð um að hafa orðið áttræðum föður sínum að bana og er sömuleiðis ákærð fyrir að reyna að bana sjötugri móður sinni. Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkarhlíð sem ræddi vandamálið í fréttum Sýnar á dögunum. Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Úrskurðurinn hefur verið birtur á vef Landsréttar. Þar kemur fram að amman hafi miðvikudaginn 30. júlí ræst neyðarhnapp á heimili sínu og kallað eftir aðstoð lögreglu. Fólk sem talið er í mikilli hættu getur fengið slíkan neyðarhnapp til að ná á augnabliki sambandi við lögreglu. Amman segir ágreining hafa komið upp á milli hennar og fullorðinnar dóttur hennar en þær búa á sama heimili auk ólögráða stúlku, barnabarns ömmunnar. Rifrildið mun hafa snúið að því að dóttir hennar heimtaði lyf móður sinnar og síma. Taldi andardrættina sína síðustu Amman segist hafa verið uppi í rúmi með símann í tösku um hálsinn. Dóttir hennar hafi gripið töskuna og dregið móður sína til í rúminu. Svo hafi hún læst fingrum sínum í andlit móður sinnar og klipið eins fast og hún gat. Í framhaldinu hafi hún tekið fyrir vit hennar. Amman lýsir því að hafa náð að anda en liðið hræðilega og haldið að um væri að ræða sína síðustu andardrætti. Hún lýsir ítrekuðu ofbeldi af hálfu dóttur sinnar svo áratugum skiptir. Það hafi bæði verið mjög alvarlegt líkamlegt ofbeldi en einnig andlegt og fjárhagslegt. Í læknisvottorði sem Lögreglan á Norðurlandi eystra lagði fram við kröfu um nálgunarbann á hendur dótturinni og brottvísun af heimili kemur fram að lýsingar ömmunnar á áverkum samræmist frásögn ömmunnar af árásinni. Fram kemur að amman sé haldin alvarlegum sjúkdómi en húsið sem mæðgurnar og ömmustúlkan búa í er í eigu ömmunnar. Gleymdist að skipa réttargæslumann Héraðsdómur Norðurlands eystra komst að þeirri niðurstöðu að amman yrði ekki vernduð með öðrum hætti en að vísa dóttur hennar af heimilinu og úrskurða hana í nálgunarbann út ágúst. Dóttirin væri grunuð um alvarlegt ofbeldisbrot sem gæti varðað allt að sex ára eða sextán ára fangelsi. Dóttirin kærði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem ómerkti niðurstöðu héraðsdóms vegna þess að ömmunni hafði ekki verið skipaður réttargæslumaður við meðferð málsins. Það væri alvarlegu annmarki á meðferð málsins hjá lögreglu og sömuleiðis fyrir héraðsdómi. Nokkuð hefur verið fjallað um ofbeldi afkvæma gagnvart eldri foreldrum sínum á liðnum vikum í tengslum við manndrápsmálið í Súlunesi í Garðabæ. Tæplega þrítug kona er grunuð um að hafa orðið áttræðum föður sínum að bana og er sömuleiðis ákærð fyrir að reyna að bana sjötugri móður sinni. Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á að sögn teymisstjóra hjá Bjarkarhlíð sem ræddi vandamálið í fréttum Sýnar á dögunum.
Fjölskyldumál Lögreglumál Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira