Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 9. ágúst 2025 07:00 Nú styttist í Gleðigönguna! Brátt munu brosandi andlit streyma um götur miðborgarinnar til að fagna fjölbreytileikanum og taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag. Stórir sigrar í baráttunni Þegar rýnt er í baksýnisspegilinn hafa Íslendingar gert þessi orð að sínum í áratugi. Fáar þjóðir hafa sýnt jafn mikla samstöðu um að bæta réttindi hinseginfólks á stuttu tíma og Íslendingar. Vörðurnar eru þéttar, samkynhneigð varð lögleg árið 1940, samræðisaldur var jafnaður árið 1992, staðfest samvist hinsegin fólks var færð í lög árið 1996, réttur til ættleiðingar var samræmdur árið 2006, kynrænt sjálfræði viðurkennt árið 2019 og áfram mætti telja. Réttarbætur af þessu tagi skipa Íslendingum meðal forystuþjóða á sviði hinsegin réttinda í heiminum. Íslendingar eru í fyrsta sæti á Tgue réttindakorti trans fólks í Evrópu og í þriðja sæti á Regnbogakorti ILGA Europe, réttindasamtaka hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu með 84,06% viðmiða uppfyllt. Markvissar aðgerðir í þágu hinsegin fólks Engu að síður býr hinsegin fólk á Íslandi ekki við sambærileg lagaleg réttindi og aðrir hópar í íslensku samfélagi. Við þróun nýrrar aðgerðaáætlunar stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks til áranna 2026 til 2029 er horft til þess að jafna foreldrarétt sam- og gagnkynhneigðra para og afnema bann við blóðgjöf karla sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum (MSM). Fleiri réttarbætur eru í farvatninu og verða kynntar síðar. Barátta hinsegin fólks snýst um fleira en formleg réttindi. Krefjandi áskorun felst í því að brúa bilið milli lagalegra réttinda hinsegin fólks og raunverulegra aðstæðna þess í samfélaginu. Rannsóknir sýna að hinsegin fólk verður frekar fyrir fordómum, áreitni og mismunun en aðrir. Því kemur ekki á óvart að hinsegin fólk upplifi frekar slæma andlega líðan, einangrun og útilokun í samfélaginu heldur en gagnkynhneigðir. Við þessu er brugðist með aðgerðum á sviði rannsókna, fræðslu, vitundarvakningar og stuðnings við hinsegin fólk í nýju aðgerðaáætluninni. Sem dæmi er hægt að nefna aðgerðir til stuðnings ungmennum, umbætur í ferli hatursglæpa gegn hinsegin fólki, fræðslu til lögreglu, fulltrúa í sveitarstjórnum, starfsfólks sveitarfélaga og heilbrigðisstétta. Öruggara samfélag fyrir okkur öll Því miður hefur orðið bakslag í réttindum hinsegin fólks, ekki aðeins í öðrum löndum, líka á Íslandi. Hinsegin ungmenni, fullorðnir og aldraðir hafa orðið fyrir áreiti, skemmdarverkum og vanvirðingu af hendi samborgara sinna. Við svo búið má ekki standa lengur. Mannréttindi eru eitt af grundvallargildum íslensku þjóðarinnar. Við trúum því að allar manneskjur séu jafnar, eigi skilið jafna virðingu og sess í samfélaginu. Í baráttunni fyrir þessum gildum skiptir hver einasta rödd máli. Með því að fjölmenna í Gleðigönguna til að taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag leggjum við okkar lóð á vogarskálar baráttu hinsegin samfélagsins um leið og við stuðlum að sterkara, öruggara og sanngjarnara samfélagi fyrir okkur öll. Sjáumst í Gleðigöngunni! Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttis- og mannréttindamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í Gleðigönguna! Brátt munu brosandi andlit streyma um götur miðborgarinnar til að fagna fjölbreytileikanum og taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag. Stórir sigrar í baráttunni Þegar rýnt er í baksýnisspegilinn hafa Íslendingar gert þessi orð að sínum í áratugi. Fáar þjóðir hafa sýnt jafn mikla samstöðu um að bæta réttindi hinseginfólks á stuttu tíma og Íslendingar. Vörðurnar eru þéttar, samkynhneigð varð lögleg árið 1940, samræðisaldur var jafnaður árið 1992, staðfest samvist hinsegin fólks var færð í lög árið 1996, réttur til ættleiðingar var samræmdur árið 2006, kynrænt sjálfræði viðurkennt árið 2019 og áfram mætti telja. Réttarbætur af þessu tagi skipa Íslendingum meðal forystuþjóða á sviði hinsegin réttinda í heiminum. Íslendingar eru í fyrsta sæti á Tgue réttindakorti trans fólks í Evrópu og í þriðja sæti á Regnbogakorti ILGA Europe, réttindasamtaka hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu með 84,06% viðmiða uppfyllt. Markvissar aðgerðir í þágu hinsegin fólks Engu að síður býr hinsegin fólk á Íslandi ekki við sambærileg lagaleg réttindi og aðrir hópar í íslensku samfélagi. Við þróun nýrrar aðgerðaáætlunar stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks til áranna 2026 til 2029 er horft til þess að jafna foreldrarétt sam- og gagnkynhneigðra para og afnema bann við blóðgjöf karla sem stunda kynlíf með öðrum karlmönnum (MSM). Fleiri réttarbætur eru í farvatninu og verða kynntar síðar. Barátta hinsegin fólks snýst um fleira en formleg réttindi. Krefjandi áskorun felst í því að brúa bilið milli lagalegra réttinda hinsegin fólks og raunverulegra aðstæðna þess í samfélaginu. Rannsóknir sýna að hinsegin fólk verður frekar fyrir fordómum, áreitni og mismunun en aðrir. Því kemur ekki á óvart að hinsegin fólk upplifi frekar slæma andlega líðan, einangrun og útilokun í samfélaginu heldur en gagnkynhneigðir. Við þessu er brugðist með aðgerðum á sviði rannsókna, fræðslu, vitundarvakningar og stuðnings við hinsegin fólk í nýju aðgerðaáætluninni. Sem dæmi er hægt að nefna aðgerðir til stuðnings ungmennum, umbætur í ferli hatursglæpa gegn hinsegin fólki, fræðslu til lögreglu, fulltrúa í sveitarstjórnum, starfsfólks sveitarfélaga og heilbrigðisstétta. Öruggara samfélag fyrir okkur öll Því miður hefur orðið bakslag í réttindum hinsegin fólks, ekki aðeins í öðrum löndum, líka á Íslandi. Hinsegin ungmenni, fullorðnir og aldraðir hafa orðið fyrir áreiti, skemmdarverkum og vanvirðingu af hendi samborgara sinna. Við svo búið má ekki standa lengur. Mannréttindi eru eitt af grundvallargildum íslensku þjóðarinnar. Við trúum því að allar manneskjur séu jafnar, eigi skilið jafna virðingu og sess í samfélaginu. Í baráttunni fyrir þessum gildum skiptir hver einasta rödd máli. Með því að fjölmenna í Gleðigönguna til að taka undir með hinsegin samfélaginu um að Samstaða skapi samfélag leggjum við okkar lóð á vogarskálar baráttu hinsegin samfélagsins um leið og við stuðlum að sterkara, öruggara og sanngjarnara samfélagi fyrir okkur öll. Sjáumst í Gleðigöngunni! Höfundur er dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttis- og mannréttindamála.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun