Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar 11. ágúst 2025 07:02 Samkvæmt barnalögum eiga börn rétt á því að umgangast báða foreldra sína. Ef foreldrar barns undir 18 ára aldri búa ekki saman, þurfa þeir að koma sér saman um umgengni og umönnun barnsins. Þetta reynist í sumum tilvikum þrautin þyngri sem er allsendis óviðunandi þar sem umgengni er ekki aðeins ætlað að tryggja rétt foreldris til að umgangast barn sitt heldur ekki síður til að tryggja rétt barns til að umgangast og halda sambandi við það foreldri sem það býr ekki hjá. Undirritaður hefur sinnt hagsmunagæslu í forsjár- og umgengnismálum í rúma tvo áratugi. Á síðustu árum hafa mál þróast til verri vegar í þessum málaflokki og nú er svo komið að algengt er að það foreldri sem fer með lögheimili barns misnoti vald sitt til að beygja hitt foreldrið undir vilja sinn og er þá ýmsum meðulum beitt, andstætt hagsmunum barnsins. Eitt skýrasta dæmið um þetta eru umgengnistálmanir sem felast í því foreldri sem barn býr hjá kemur í veg fyrir að barnið fái að njóta umgengni við hitt foreldrið eða aðra sem eiga umgengnisrétt samkvæmt úrskurði, dómi, dómsátt foreldra eða samningi þeirra staðfestum af sýslumanni. Ætla mætti að löggjafinn hefði búið svo um hnútana að sá sem þarf að sæta slíkri tálmun gæti með tiltölulega einföldum hætti fengið hlut sinn réttan, sér og barninu til heilla, en það er fjarri lagi. Staðreyndin er sú að samkvæmt núgildandi lögum varðar það ekki viðurlögum að beita umgengnistálmunum, þrátt fyrir að tálmun sé augljóst brot á forsjárskyldum foreldris og rétti barnsins til að umgangast foreldri sitt. Rétt er þó að taka fram að ákveðin þvingunarúrræði eru fyrir hendi í barnalögum sem reynslan sýnir að duga skammt í harðvítugum umgengnisdeilum. Þannig er unnt að leita til sýslumanns og óska eftir að lagðar verði dagsektir á það foreldri sem tálmun beitir frá þeim degi sem sýslumaður úrskurðar og þar til hætt er að hindra umgengni, þó ekki lengur en í 100 daga. Þar fylgir þó böggull skammrifi því ef sýslumaður telur að látið hafi verið af tálmunum þá falla áfallnar dagsektir niður. Þetta þvingunarúrræði er því í raun bitlaust, enda má það foreldri sem tálmun beitir vita að dagsektirnar muni falla niður þegar látið verður af tálmun. Ef forsjárforeldri heldur áfram að hindra umgengni barns við foreldri sitt þrátt fyrir dagsektir getur dómari, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, úrskurðað að umgengni verði komið á með þeim hætti að barn sé tekið úr umsjá forsjárforeldrisins. Gallinn við þessa leið er m.a. sá langi tími sem tekur að fara með málið í gegnum kerfið, fyrst hjá sýslumanni og svo hjá dómstólum. Á meðan þessi tími er að líða, sem stundum er mældur í árum, heldur tálmun áfram án nokkurra afleiðinga fyrir þann sem henni beitir. Það ástand sem hér hefur verið lýst brýtur á rétti barns og er því með öllu óviðunandi. Að mínu mati er nauðsynlegt að löggjafinn grípi inn í og geri þvingunarúrræðin að nothæfu verkfæri til að höggva á hnút umgengnistálmana. Þetta mætti t.d. gera með því að mæla svo fyrir að dagsektir falli ekki niður þrátt fyrir að látið sé af tálmunum og lögfesta flýtimeðferð í aðfararmálum. Ef slíkar breytingar yrðu ekki til þess að snúa þróuninni við mætti ganga enn lengra og lögfesta viðurlög við umgengnistálmunum þannig að sá sem þeim beitir geti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Réttindi barna Barnavernd Fjölskyldumál Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt barnalögum eiga börn rétt á því að umgangast báða foreldra sína. Ef foreldrar barns undir 18 ára aldri búa ekki saman, þurfa þeir að koma sér saman um umgengni og umönnun barnsins. Þetta reynist í sumum tilvikum þrautin þyngri sem er allsendis óviðunandi þar sem umgengni er ekki aðeins ætlað að tryggja rétt foreldris til að umgangast barn sitt heldur ekki síður til að tryggja rétt barns til að umgangast og halda sambandi við það foreldri sem það býr ekki hjá. Undirritaður hefur sinnt hagsmunagæslu í forsjár- og umgengnismálum í rúma tvo áratugi. Á síðustu árum hafa mál þróast til verri vegar í þessum málaflokki og nú er svo komið að algengt er að það foreldri sem fer með lögheimili barns misnoti vald sitt til að beygja hitt foreldrið undir vilja sinn og er þá ýmsum meðulum beitt, andstætt hagsmunum barnsins. Eitt skýrasta dæmið um þetta eru umgengnistálmanir sem felast í því foreldri sem barn býr hjá kemur í veg fyrir að barnið fái að njóta umgengni við hitt foreldrið eða aðra sem eiga umgengnisrétt samkvæmt úrskurði, dómi, dómsátt foreldra eða samningi þeirra staðfestum af sýslumanni. Ætla mætti að löggjafinn hefði búið svo um hnútana að sá sem þarf að sæta slíkri tálmun gæti með tiltölulega einföldum hætti fengið hlut sinn réttan, sér og barninu til heilla, en það er fjarri lagi. Staðreyndin er sú að samkvæmt núgildandi lögum varðar það ekki viðurlögum að beita umgengnistálmunum, þrátt fyrir að tálmun sé augljóst brot á forsjárskyldum foreldris og rétti barnsins til að umgangast foreldri sitt. Rétt er þó að taka fram að ákveðin þvingunarúrræði eru fyrir hendi í barnalögum sem reynslan sýnir að duga skammt í harðvítugum umgengnisdeilum. Þannig er unnt að leita til sýslumanns og óska eftir að lagðar verði dagsektir á það foreldri sem tálmun beitir frá þeim degi sem sýslumaður úrskurðar og þar til hætt er að hindra umgengni, þó ekki lengur en í 100 daga. Þar fylgir þó böggull skammrifi því ef sýslumaður telur að látið hafi verið af tálmunum þá falla áfallnar dagsektir niður. Þetta þvingunarúrræði er því í raun bitlaust, enda má það foreldri sem tálmun beitir vita að dagsektirnar muni falla niður þegar látið verður af tálmun. Ef forsjárforeldri heldur áfram að hindra umgengni barns við foreldri sitt þrátt fyrir dagsektir getur dómari, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, úrskurðað að umgengni verði komið á með þeim hætti að barn sé tekið úr umsjá forsjárforeldrisins. Gallinn við þessa leið er m.a. sá langi tími sem tekur að fara með málið í gegnum kerfið, fyrst hjá sýslumanni og svo hjá dómstólum. Á meðan þessi tími er að líða, sem stundum er mældur í árum, heldur tálmun áfram án nokkurra afleiðinga fyrir þann sem henni beitir. Það ástand sem hér hefur verið lýst brýtur á rétti barns og er því með öllu óviðunandi. Að mínu mati er nauðsynlegt að löggjafinn grípi inn í og geri þvingunarúrræðin að nothæfu verkfæri til að höggva á hnút umgengnistálmana. Þetta mætti t.d. gera með því að mæla svo fyrir að dagsektir falli ekki niður þrátt fyrir að látið sé af tálmunum og lögfesta flýtimeðferð í aðfararmálum. Ef slíkar breytingar yrðu ekki til þess að snúa þróuninni við mætti ganga enn lengra og lögfesta viðurlög við umgengnistálmunum þannig að sá sem þeim beitir geti átt yfir höfði sér sektir eða fangelsi. Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun